Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 11:46 Árni Gunnarsson forstjóri Icelandair Connect. Vísir/Egill Ferðaskipuleggjandinn Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Iceland Travel, má rekja uppsagnirnar til hins „algjöra tekjufalls“ sem orðið hefur í ferðaþjónustu vegna yfirstandandi kórónuveirufaraldurs. Fyrirtækið hafði þegar lækkað starfshlutfall starfsmanna sinna en í pósti Árna til starfsfólks í dag segir hann að ekki verði hjá uppsögnum komist. „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ skrifar Árni. Samhliða þessu verður mannauðssvið Iceland Travel lagt niður og upplýsingatæknideild félagsins verður sameinuð upplýsingatæknisviði Icelandair. Breytingarnar fela einnig í sér að framleiðsla og rekstur sameinast undir stjórn Berglaugar Skúladóttur. „Ferðaþjónusta í öllum heiminum á undir högg að sækja og við ekki undanskilin þar en þegar rofar til veit ég að Ísland mun koma sterkt inn sem áfangastaður og Iceland Travel mun ná að vaxa aftur þegar þar að kemur,“ skrifar Árni. Vísir reyndi að ná í Árna í morgun án árangurs. Viðbúið var að ferðaþjónustufyrirtæki myndu segja upp starfsfólki um þessi mánaðamót. Þannig tilkynntu Kynnisferðir um 150 uppsagnir í morgun, 30 var sagt upp hjá Fríhöfninni, auk þess sem Icelandair sögðu rúmlega 2000 manns upp störfum í gær í stærstu einstöku hópuppsögn Íslandssögunnar. Það sem af er degi hafa Vinnumálastofnun borist 8 tilkynningar um uppsagnir þar sem 265 hefur verið sagt upp störfum. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ferðaskipuleggjandinn Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Iceland Travel, má rekja uppsagnirnar til hins „algjöra tekjufalls“ sem orðið hefur í ferðaþjónustu vegna yfirstandandi kórónuveirufaraldurs. Fyrirtækið hafði þegar lækkað starfshlutfall starfsmanna sinna en í pósti Árna til starfsfólks í dag segir hann að ekki verði hjá uppsögnum komist. „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ skrifar Árni. Samhliða þessu verður mannauðssvið Iceland Travel lagt niður og upplýsingatæknideild félagsins verður sameinuð upplýsingatæknisviði Icelandair. Breytingarnar fela einnig í sér að framleiðsla og rekstur sameinast undir stjórn Berglaugar Skúladóttur. „Ferðaþjónusta í öllum heiminum á undir högg að sækja og við ekki undanskilin þar en þegar rofar til veit ég að Ísland mun koma sterkt inn sem áfangastaður og Iceland Travel mun ná að vaxa aftur þegar þar að kemur,“ skrifar Árni. Vísir reyndi að ná í Árna í morgun án árangurs. Viðbúið var að ferðaþjónustufyrirtæki myndu segja upp starfsfólki um þessi mánaðamót. Þannig tilkynntu Kynnisferðir um 150 uppsagnir í morgun, 30 var sagt upp hjá Fríhöfninni, auk þess sem Icelandair sögðu rúmlega 2000 manns upp störfum í gær í stærstu einstöku hópuppsögn Íslandssögunnar. Það sem af er degi hafa Vinnumálastofnun borist 8 tilkynningar um uppsagnir þar sem 265 hefur verið sagt upp störfum.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55
Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40