Lausnir jafnaðarmanna Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. apríl 2020 16:30 Við lifum ótrúlega tíma. Á nokkrum vikum hefur tilveran umturnast og við vitum ekki hvað bíður okkar – aðeins það að lífið verður ekki alveg eins og það var í febrúar. Og líka hitt: nú reynir á kerfin okkar. Það reynir á heilbrigðiskerfið sem aldrei fyrr og það reynir á velferðarkerfið við að verja almenning fyrir afleiðingum þess að tekjur heimila falla. Um leið verðum við að finna leiðir til að renna fleiri öflugum stoðum undir atvinnulífið og efla þær sem fyrir eru til nýrrar sóknar. Raunhæfar lausnir Það skiptir máli hverjir halda um stjórnartaumana því það skiptir máli hvernig peningum skattgreiðenda er varið. Ákvarðanir um hvert samfélagið stefnir eru pólitískar. Jafnaðarmenn verja og styðja þær fjölskyldur sem hafa lágar tekjur og meðaltekjur, en frjálshyggjumenn hugsa fyrst um hag hátekju- og stóreignafólks, eins og reynslan sýnir. Öll nágrannaríki okkar eru að vinna að lausnum fyrir fyrirtæki líkt og stjórnvöld hér á landi. Unnið er gegn atvinnuleysi með framkvæmdum og störfum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld bjóða fyrirtækjum lán á góðum kjörum, styrki til þeirra sem var gert að loka vegna COVID-19 og frestun á ýmsum greiðslum. Nú síðast er boðað að koma eigi til mót við fyrirtæki til að borga laun í uppsagnarfresti. Svo er fleira boðað seinna sem enginn veit hvað er þó allir viti að ekki sé nóg að gert. Það er nauðsynlegt að koma fyrirtækjum í vanda til aðstoðar. Það er ríkisstjórnin líka tilbúin til að gera. En hún vill ekki samþykkja tillögu okkar í Samfylkingunni um að hækka atvinnuleysisbætur sem eru langt undir lágmarkslaunum. Vill ekki koma fólki sem misst hefur vinnuna til aðstoðar þegar aðstæður á vinnumarkaði hafa aldrei verið verri. Icelandair Eðlilega óttast fólk um fyrirtæki sem eru skilgreind sem kerfislega mikilvæg. Icelandair er í þeirri stöðu hér á landi. Eigum við að verja peningum skattborgara til sérstaks stuðnings við Icelandair? Og hvers vegna þá? Ég held að ríkið þurfi að koma að rekstri flugfélagsins með sértækum hætti og ég vil gera það þannig að einhver von sé til þess að fjármunirnir skili sér til baka ef hagur fyrirtækisins batnar. Verðug leið til skoðunar er að Icelandair stofni nýtt dótturfélag um rekstur Icelandair. Ríkið láni félaginu fyrir hlutafjárframlaginu og taki veð í því um leið. Móðurfélagið leigir dótturfélaginu allar þær eignir sem félagið þarf til flugrekstrar á sanngjörnum kjörum. Með þessum hætti getur ríkið lánað til félagsins án þess að það fari inn í móðurfélagið og hverfist um fortíðarvanda þess. Þessi leið getur hjálpað til að vernda þau störf sem von er til að nýtist, þegar markaðir opnast með einhverjum hætti. Næstu misserin fari móðurfélagið í fjárhagslega endurskipulagningu og ef hún heppnast verða félögin sameinuð. Ef hún mistekst leysi ríkið dótturfélagið til sín og selur það í fyllingu tímans. Þessi aðferð er kölluð hive-down og er vel þekkt leið til að vernda rekstur á meðan eigendum er gefið tækifæri til að endurreisa fjárhag móðurfélags. Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðismenn tala fyrir sölu Keflavíkurflugvallar og sölu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Við í Samfylkingunni munum vinna kröftuglega gegn þeirri hugmynd. Keflavíkurflugvöllur er hlið okkar inn og út úr landinu. Hlið sem varðar þjóðaröryggi á öllum tímum. Við setjum ekki einokunaraðstöðu í hendur á aðilum sem hafa gróða einan að markmiði. Mikilvægt er að í þessu – og örðum þeim vandamálum sem blasa nú við okkur – séu lausnir og leiðir jafnaðarstefnunnar hafðar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum ótrúlega tíma. Á nokkrum vikum hefur tilveran umturnast og við vitum ekki hvað bíður okkar – aðeins það að lífið verður ekki alveg eins og það var í febrúar. Og líka hitt: nú reynir á kerfin okkar. Það reynir á heilbrigðiskerfið sem aldrei fyrr og það reynir á velferðarkerfið við að verja almenning fyrir afleiðingum þess að tekjur heimila falla. Um leið verðum við að finna leiðir til að renna fleiri öflugum stoðum undir atvinnulífið og efla þær sem fyrir eru til nýrrar sóknar. Raunhæfar lausnir Það skiptir máli hverjir halda um stjórnartaumana því það skiptir máli hvernig peningum skattgreiðenda er varið. Ákvarðanir um hvert samfélagið stefnir eru pólitískar. Jafnaðarmenn verja og styðja þær fjölskyldur sem hafa lágar tekjur og meðaltekjur, en frjálshyggjumenn hugsa fyrst um hag hátekju- og stóreignafólks, eins og reynslan sýnir. Öll nágrannaríki okkar eru að vinna að lausnum fyrir fyrirtæki líkt og stjórnvöld hér á landi. Unnið er gegn atvinnuleysi með framkvæmdum og störfum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld bjóða fyrirtækjum lán á góðum kjörum, styrki til þeirra sem var gert að loka vegna COVID-19 og frestun á ýmsum greiðslum. Nú síðast er boðað að koma eigi til mót við fyrirtæki til að borga laun í uppsagnarfresti. Svo er fleira boðað seinna sem enginn veit hvað er þó allir viti að ekki sé nóg að gert. Það er nauðsynlegt að koma fyrirtækjum í vanda til aðstoðar. Það er ríkisstjórnin líka tilbúin til að gera. En hún vill ekki samþykkja tillögu okkar í Samfylkingunni um að hækka atvinnuleysisbætur sem eru langt undir lágmarkslaunum. Vill ekki koma fólki sem misst hefur vinnuna til aðstoðar þegar aðstæður á vinnumarkaði hafa aldrei verið verri. Icelandair Eðlilega óttast fólk um fyrirtæki sem eru skilgreind sem kerfislega mikilvæg. Icelandair er í þeirri stöðu hér á landi. Eigum við að verja peningum skattborgara til sérstaks stuðnings við Icelandair? Og hvers vegna þá? Ég held að ríkið þurfi að koma að rekstri flugfélagsins með sértækum hætti og ég vil gera það þannig að einhver von sé til þess að fjármunirnir skili sér til baka ef hagur fyrirtækisins batnar. Verðug leið til skoðunar er að Icelandair stofni nýtt dótturfélag um rekstur Icelandair. Ríkið láni félaginu fyrir hlutafjárframlaginu og taki veð í því um leið. Móðurfélagið leigir dótturfélaginu allar þær eignir sem félagið þarf til flugrekstrar á sanngjörnum kjörum. Með þessum hætti getur ríkið lánað til félagsins án þess að það fari inn í móðurfélagið og hverfist um fortíðarvanda þess. Þessi leið getur hjálpað til að vernda þau störf sem von er til að nýtist, þegar markaðir opnast með einhverjum hætti. Næstu misserin fari móðurfélagið í fjárhagslega endurskipulagningu og ef hún heppnast verða félögin sameinuð. Ef hún mistekst leysi ríkið dótturfélagið til sín og selur það í fyllingu tímans. Þessi aðferð er kölluð hive-down og er vel þekkt leið til að vernda rekstur á meðan eigendum er gefið tækifæri til að endurreisa fjárhag móðurfélags. Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðismenn tala fyrir sölu Keflavíkurflugvallar og sölu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Við í Samfylkingunni munum vinna kröftuglega gegn þeirri hugmynd. Keflavíkurflugvöllur er hlið okkar inn og út úr landinu. Hlið sem varðar þjóðaröryggi á öllum tímum. Við setjum ekki einokunaraðstöðu í hendur á aðilum sem hafa gróða einan að markmiði. Mikilvægt er að í þessu – og örðum þeim vandamálum sem blasa nú við okkur – séu lausnir og leiðir jafnaðarstefnunnar hafðar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun