Lausnir jafnaðarmanna Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. apríl 2020 16:30 Við lifum ótrúlega tíma. Á nokkrum vikum hefur tilveran umturnast og við vitum ekki hvað bíður okkar – aðeins það að lífið verður ekki alveg eins og það var í febrúar. Og líka hitt: nú reynir á kerfin okkar. Það reynir á heilbrigðiskerfið sem aldrei fyrr og það reynir á velferðarkerfið við að verja almenning fyrir afleiðingum þess að tekjur heimila falla. Um leið verðum við að finna leiðir til að renna fleiri öflugum stoðum undir atvinnulífið og efla þær sem fyrir eru til nýrrar sóknar. Raunhæfar lausnir Það skiptir máli hverjir halda um stjórnartaumana því það skiptir máli hvernig peningum skattgreiðenda er varið. Ákvarðanir um hvert samfélagið stefnir eru pólitískar. Jafnaðarmenn verja og styðja þær fjölskyldur sem hafa lágar tekjur og meðaltekjur, en frjálshyggjumenn hugsa fyrst um hag hátekju- og stóreignafólks, eins og reynslan sýnir. Öll nágrannaríki okkar eru að vinna að lausnum fyrir fyrirtæki líkt og stjórnvöld hér á landi. Unnið er gegn atvinnuleysi með framkvæmdum og störfum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld bjóða fyrirtækjum lán á góðum kjörum, styrki til þeirra sem var gert að loka vegna COVID-19 og frestun á ýmsum greiðslum. Nú síðast er boðað að koma eigi til mót við fyrirtæki til að borga laun í uppsagnarfresti. Svo er fleira boðað seinna sem enginn veit hvað er þó allir viti að ekki sé nóg að gert. Það er nauðsynlegt að koma fyrirtækjum í vanda til aðstoðar. Það er ríkisstjórnin líka tilbúin til að gera. En hún vill ekki samþykkja tillögu okkar í Samfylkingunni um að hækka atvinnuleysisbætur sem eru langt undir lágmarkslaunum. Vill ekki koma fólki sem misst hefur vinnuna til aðstoðar þegar aðstæður á vinnumarkaði hafa aldrei verið verri. Icelandair Eðlilega óttast fólk um fyrirtæki sem eru skilgreind sem kerfislega mikilvæg. Icelandair er í þeirri stöðu hér á landi. Eigum við að verja peningum skattborgara til sérstaks stuðnings við Icelandair? Og hvers vegna þá? Ég held að ríkið þurfi að koma að rekstri flugfélagsins með sértækum hætti og ég vil gera það þannig að einhver von sé til þess að fjármunirnir skili sér til baka ef hagur fyrirtækisins batnar. Verðug leið til skoðunar er að Icelandair stofni nýtt dótturfélag um rekstur Icelandair. Ríkið láni félaginu fyrir hlutafjárframlaginu og taki veð í því um leið. Móðurfélagið leigir dótturfélaginu allar þær eignir sem félagið þarf til flugrekstrar á sanngjörnum kjörum. Með þessum hætti getur ríkið lánað til félagsins án þess að það fari inn í móðurfélagið og hverfist um fortíðarvanda þess. Þessi leið getur hjálpað til að vernda þau störf sem von er til að nýtist, þegar markaðir opnast með einhverjum hætti. Næstu misserin fari móðurfélagið í fjárhagslega endurskipulagningu og ef hún heppnast verða félögin sameinuð. Ef hún mistekst leysi ríkið dótturfélagið til sín og selur það í fyllingu tímans. Þessi aðferð er kölluð hive-down og er vel þekkt leið til að vernda rekstur á meðan eigendum er gefið tækifæri til að endurreisa fjárhag móðurfélags. Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðismenn tala fyrir sölu Keflavíkurflugvallar og sölu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Við í Samfylkingunni munum vinna kröftuglega gegn þeirri hugmynd. Keflavíkurflugvöllur er hlið okkar inn og út úr landinu. Hlið sem varðar þjóðaröryggi á öllum tímum. Við setjum ekki einokunaraðstöðu í hendur á aðilum sem hafa gróða einan að markmiði. Mikilvægt er að í þessu – og örðum þeim vandamálum sem blasa nú við okkur – séu lausnir og leiðir jafnaðarstefnunnar hafðar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum ótrúlega tíma. Á nokkrum vikum hefur tilveran umturnast og við vitum ekki hvað bíður okkar – aðeins það að lífið verður ekki alveg eins og það var í febrúar. Og líka hitt: nú reynir á kerfin okkar. Það reynir á heilbrigðiskerfið sem aldrei fyrr og það reynir á velferðarkerfið við að verja almenning fyrir afleiðingum þess að tekjur heimila falla. Um leið verðum við að finna leiðir til að renna fleiri öflugum stoðum undir atvinnulífið og efla þær sem fyrir eru til nýrrar sóknar. Raunhæfar lausnir Það skiptir máli hverjir halda um stjórnartaumana því það skiptir máli hvernig peningum skattgreiðenda er varið. Ákvarðanir um hvert samfélagið stefnir eru pólitískar. Jafnaðarmenn verja og styðja þær fjölskyldur sem hafa lágar tekjur og meðaltekjur, en frjálshyggjumenn hugsa fyrst um hag hátekju- og stóreignafólks, eins og reynslan sýnir. Öll nágrannaríki okkar eru að vinna að lausnum fyrir fyrirtæki líkt og stjórnvöld hér á landi. Unnið er gegn atvinnuleysi með framkvæmdum og störfum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld bjóða fyrirtækjum lán á góðum kjörum, styrki til þeirra sem var gert að loka vegna COVID-19 og frestun á ýmsum greiðslum. Nú síðast er boðað að koma eigi til mót við fyrirtæki til að borga laun í uppsagnarfresti. Svo er fleira boðað seinna sem enginn veit hvað er þó allir viti að ekki sé nóg að gert. Það er nauðsynlegt að koma fyrirtækjum í vanda til aðstoðar. Það er ríkisstjórnin líka tilbúin til að gera. En hún vill ekki samþykkja tillögu okkar í Samfylkingunni um að hækka atvinnuleysisbætur sem eru langt undir lágmarkslaunum. Vill ekki koma fólki sem misst hefur vinnuna til aðstoðar þegar aðstæður á vinnumarkaði hafa aldrei verið verri. Icelandair Eðlilega óttast fólk um fyrirtæki sem eru skilgreind sem kerfislega mikilvæg. Icelandair er í þeirri stöðu hér á landi. Eigum við að verja peningum skattborgara til sérstaks stuðnings við Icelandair? Og hvers vegna þá? Ég held að ríkið þurfi að koma að rekstri flugfélagsins með sértækum hætti og ég vil gera það þannig að einhver von sé til þess að fjármunirnir skili sér til baka ef hagur fyrirtækisins batnar. Verðug leið til skoðunar er að Icelandair stofni nýtt dótturfélag um rekstur Icelandair. Ríkið láni félaginu fyrir hlutafjárframlaginu og taki veð í því um leið. Móðurfélagið leigir dótturfélaginu allar þær eignir sem félagið þarf til flugrekstrar á sanngjörnum kjörum. Með þessum hætti getur ríkið lánað til félagsins án þess að það fari inn í móðurfélagið og hverfist um fortíðarvanda þess. Þessi leið getur hjálpað til að vernda þau störf sem von er til að nýtist, þegar markaðir opnast með einhverjum hætti. Næstu misserin fari móðurfélagið í fjárhagslega endurskipulagningu og ef hún heppnast verða félögin sameinuð. Ef hún mistekst leysi ríkið dótturfélagið til sín og selur það í fyllingu tímans. Þessi aðferð er kölluð hive-down og er vel þekkt leið til að vernda rekstur á meðan eigendum er gefið tækifæri til að endurreisa fjárhag móðurfélags. Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðismenn tala fyrir sölu Keflavíkurflugvallar og sölu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Við í Samfylkingunni munum vinna kröftuglega gegn þeirri hugmynd. Keflavíkurflugvöllur er hlið okkar inn og út úr landinu. Hlið sem varðar þjóðaröryggi á öllum tímum. Við setjum ekki einokunaraðstöðu í hendur á aðilum sem hafa gróða einan að markmiði. Mikilvægt er að í þessu – og örðum þeim vandamálum sem blasa nú við okkur – séu lausnir og leiðir jafnaðarstefnunnar hafðar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun