Ekki ýkja mörg hótelherbergi til skiptanna á landsbyggðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2020 09:00 Hér sést hótelið Hótel Framtíð sem er á Djúpavogi á Austurlandi. Vísir/Vilhelm Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir að það séu ekki svo mörg hótelherbergi til skiptanna úti á landi, til að mynda á Norðvesturlandi, Norðausturlandi, að Akureyri undanskildri, og á Austfjörðum. Ef það verði einhver verulegur áhugi hjá þjóðinni að ferðast innanlands geti herbergin verið fljót að fyllast. Rætt var við Jón Bjarka í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en hann hefur lagst yfir hótelmarkaðinn hér á landi og tölfræði tengda honum. „Það sem kemur í ljós í tölunum er að Íslendingar voru þó tíundi hver hótelgestur í fyrra og það er misskipt eftir landsvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er þetta hlutfall bara sjö prósent en úti á landi er þetta töluvert,“ sagði Jón Bjarki. Vegna kórónuveirufaraldursins má gera ráð fyrir því að fáir, ef einhverjir, erlendir ferðamenn komi hingað í sumar en að sama skapi munu Íslendingar lítið sem ekkert fara til útlanda í frí. Spurningin er hvort fólk ferðist meira innanlands en verið hefur og hvort að Íslendingar muni þá gista meira á hótelum. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur Hrafnkell „Nú ferðumst við auðvitað öðruvísi innanlands og það verður að taka tillit til þess en með góðum vilja og þessu átaki sem á að ráðast í í sumar þá er nú samt hægt að gera ráð fyrir verulegri aukningu í gistingunni. Þannig að ég var að gefa mér að þetta gæti orðið jafnvel eitthvað á annað hundrað þúsund gistinætur sem bættust við hérna innanlands og Íslendingar væru þá að gista á innlendum hótelum í sumar, þetta 200 upp í 280 þúsund gistinætur,“ sagði Jón Bjarki. Í fyrra voru gistinætur yfir sumartímann 1,4 milljónir og gistinætur Íslendinga, verði þær allt að 280 þúsund, fylla það skarð ekki nema að litlum hluta. „Mergurinn málsins er hins vegar sá að þetta dreifist svo mismunandi á milli landshluta. Hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum búa 70 prósent landsmanna og væntanlega eru þeir ekkert svakalega spenntir að fara nánast í eigin bakgarð þegar þeir fá loksins frí og vilja breyta til. Þá erum við einmitt komin að þessu að víða úti á landi, til dæmis á Austurlandi, þar eru bara fjögur prósent hótelherbergja landsins og íbúar fjögur prósent landsmanna þannig að allur þorri landsmanna getur örugglega alveg hugsað sér að breyta til og fara austur, eða að minnsta kosti hafa það á radarnum, og þar eru ekkert svakalega mörg herbergi til skiptanna. Þetta er líka staðan í minni mæli á Norðurlandi og í rauninni að hluta til á Suðurlandi og Vesturlandi líka,“ sagði Jón Bjarki. Verði ferðavilji landsmanna því mikill til að ferðast um landið gæti það hreinlega gert gæfumuninn fyrir landsbyggðina. Yfir helmingur hótelherbergja sé á suðvesturhorninu, um 20 prósent á Suðurlandi og töluvert af því sem eftir stendur á Akureyri og í nágrenni. Það séu því ekki ýkja mörg hótelpláss til að mynda á Norðvesturlandi og Austurlandi. Hlusta má á viðtalið við Jón Bjarka í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Vonast til að opna hótelið aftur í júní Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar. 30. apríl 2020 23:15 Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. 29. apríl 2020 16:12 Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir að það séu ekki svo mörg hótelherbergi til skiptanna úti á landi, til að mynda á Norðvesturlandi, Norðausturlandi, að Akureyri undanskildri, og á Austfjörðum. Ef það verði einhver verulegur áhugi hjá þjóðinni að ferðast innanlands geti herbergin verið fljót að fyllast. Rætt var við Jón Bjarka í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en hann hefur lagst yfir hótelmarkaðinn hér á landi og tölfræði tengda honum. „Það sem kemur í ljós í tölunum er að Íslendingar voru þó tíundi hver hótelgestur í fyrra og það er misskipt eftir landsvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er þetta hlutfall bara sjö prósent en úti á landi er þetta töluvert,“ sagði Jón Bjarki. Vegna kórónuveirufaraldursins má gera ráð fyrir því að fáir, ef einhverjir, erlendir ferðamenn komi hingað í sumar en að sama skapi munu Íslendingar lítið sem ekkert fara til útlanda í frí. Spurningin er hvort fólk ferðist meira innanlands en verið hefur og hvort að Íslendingar muni þá gista meira á hótelum. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur Hrafnkell „Nú ferðumst við auðvitað öðruvísi innanlands og það verður að taka tillit til þess en með góðum vilja og þessu átaki sem á að ráðast í í sumar þá er nú samt hægt að gera ráð fyrir verulegri aukningu í gistingunni. Þannig að ég var að gefa mér að þetta gæti orðið jafnvel eitthvað á annað hundrað þúsund gistinætur sem bættust við hérna innanlands og Íslendingar væru þá að gista á innlendum hótelum í sumar, þetta 200 upp í 280 þúsund gistinætur,“ sagði Jón Bjarki. Í fyrra voru gistinætur yfir sumartímann 1,4 milljónir og gistinætur Íslendinga, verði þær allt að 280 þúsund, fylla það skarð ekki nema að litlum hluta. „Mergurinn málsins er hins vegar sá að þetta dreifist svo mismunandi á milli landshluta. Hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum búa 70 prósent landsmanna og væntanlega eru þeir ekkert svakalega spenntir að fara nánast í eigin bakgarð þegar þeir fá loksins frí og vilja breyta til. Þá erum við einmitt komin að þessu að víða úti á landi, til dæmis á Austurlandi, þar eru bara fjögur prósent hótelherbergja landsins og íbúar fjögur prósent landsmanna þannig að allur þorri landsmanna getur örugglega alveg hugsað sér að breyta til og fara austur, eða að minnsta kosti hafa það á radarnum, og þar eru ekkert svakalega mörg herbergi til skiptanna. Þetta er líka staðan í minni mæli á Norðurlandi og í rauninni að hluta til á Suðurlandi og Vesturlandi líka,“ sagði Jón Bjarki. Verði ferðavilji landsmanna því mikill til að ferðast um landið gæti það hreinlega gert gæfumuninn fyrir landsbyggðina. Yfir helmingur hótelherbergja sé á suðvesturhorninu, um 20 prósent á Suðurlandi og töluvert af því sem eftir stendur á Akureyri og í nágrenni. Það séu því ekki ýkja mörg hótelpláss til að mynda á Norðvesturlandi og Austurlandi. Hlusta má á viðtalið við Jón Bjarka í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Vonast til að opna hótelið aftur í júní Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar. 30. apríl 2020 23:15 Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. 29. apríl 2020 16:12 Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Vonast til að opna hótelið aftur í júní Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar. 30. apríl 2020 23:15
Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. 29. apríl 2020 16:12