Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 2. maí 2020 11:15 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna Vísir/Vilhelm Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. Hæsta krafan nemur ríflega 30 milljónum króna. Tvö slík mál fara fyrir dóm í vikunni. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að tveir þriðju málanna snúist um kröfur tengdum kórónuveirufaraldrinum þar sem búið er að greiða fyrir þjónustu sem er svo ekki veitt. „Það eru pakkaferðir, námskeið, íþróttafélög og líkamsræktarstöðvar,“ segir Breki. „Þetta varðar aðallega það að fólk fær ekki þá þjónustu sem það hefur greitt fyrir eða enn þá verið að draga af kortum án þess að þjónustan sé veitt.“ Breki segir að samtökin séu með á annan hundrað mál í vinnslu og varði 400-600 manns. Hann nefnir dæmi um ungmenni á tvítugsaldri sem yrði gert að lána ferðaskrifstofu allt að tveimur milljónum króna. „Málin eru allt frá eins manns ferðum og allt að 32 milljóna króna þar sem eru útskriftarferðir eða eitthvað slíkt,“ segir hann. „Margir neytendur hafa líka misst viðurværi sitt og eru líka að glíma við lausafjárvanda.“ Hann segir rétt neytenda ótvíræðan. „Að megin stefnu er hann þannig að sé þjónustan ekki veitt þá á ekki að greiða fyrir hana.“ Segir frumvarp ekki standast stjórnarskrá Nú liggur frumvarp fyrir Alþingi að fyrirtæki geta breytt kröfum neytenda í inneign. „Okkur krossbrá þegar frumvarpið kom fram. Því þarna átti að færa lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytenda. Það leysir engan vanda að færa hann til.“ „Ég bara trúi ekki að þetta fari í gegn því þetta gengur þvílíkt gegn stjórnarskránni.“ Þá séu dæmi um að fyrirtæki hafi frestað endurgreiðslum en hafi áður samþykkt þær. „Þegar þetta frumvarp kom fram ákváðu ferðaskrifstofurnar að bíða með endurgreiðslu. Þar til eftir að frumvarpið yrði þá samþykkt. Það er fáránlegt og gengur gegn stjórnarskránni að setja lög sem eiga að gilda aftur í tímann.“ Hann telur að fresti ferðaskrifstofur að greiða á þennan hátt beri þeim að greiða dráttarvexti af greiðslunni. Samtökin hafi lagt til aðrar lausnir. „Þeir sem vilja þiggi þá inneignarnótur gegn einhvers konar tryggingu um að þær verði endurgreiddar ef að ferðaskrifstofan fer í þrot.“ Tvö slík mál fara fyrir dóm í næstu viku. „Við vitum af dæmum þar sem ferðaskrifstofum hefur verið stefnd og mál verða dómtekin í næstu viku.“ Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00 Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00 Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. Hæsta krafan nemur ríflega 30 milljónum króna. Tvö slík mál fara fyrir dóm í vikunni. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að tveir þriðju málanna snúist um kröfur tengdum kórónuveirufaraldrinum þar sem búið er að greiða fyrir þjónustu sem er svo ekki veitt. „Það eru pakkaferðir, námskeið, íþróttafélög og líkamsræktarstöðvar,“ segir Breki. „Þetta varðar aðallega það að fólk fær ekki þá þjónustu sem það hefur greitt fyrir eða enn þá verið að draga af kortum án þess að þjónustan sé veitt.“ Breki segir að samtökin séu með á annan hundrað mál í vinnslu og varði 400-600 manns. Hann nefnir dæmi um ungmenni á tvítugsaldri sem yrði gert að lána ferðaskrifstofu allt að tveimur milljónum króna. „Málin eru allt frá eins manns ferðum og allt að 32 milljóna króna þar sem eru útskriftarferðir eða eitthvað slíkt,“ segir hann. „Margir neytendur hafa líka misst viðurværi sitt og eru líka að glíma við lausafjárvanda.“ Hann segir rétt neytenda ótvíræðan. „Að megin stefnu er hann þannig að sé þjónustan ekki veitt þá á ekki að greiða fyrir hana.“ Segir frumvarp ekki standast stjórnarskrá Nú liggur frumvarp fyrir Alþingi að fyrirtæki geta breytt kröfum neytenda í inneign. „Okkur krossbrá þegar frumvarpið kom fram. Því þarna átti að færa lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytenda. Það leysir engan vanda að færa hann til.“ „Ég bara trúi ekki að þetta fari í gegn því þetta gengur þvílíkt gegn stjórnarskránni.“ Þá séu dæmi um að fyrirtæki hafi frestað endurgreiðslum en hafi áður samþykkt þær. „Þegar þetta frumvarp kom fram ákváðu ferðaskrifstofurnar að bíða með endurgreiðslu. Þar til eftir að frumvarpið yrði þá samþykkt. Það er fáránlegt og gengur gegn stjórnarskránni að setja lög sem eiga að gilda aftur í tímann.“ Hann telur að fresti ferðaskrifstofur að greiða á þennan hátt beri þeim að greiða dráttarvexti af greiðslunni. Samtökin hafi lagt til aðrar lausnir. „Þeir sem vilja þiggi þá inneignarnótur gegn einhvers konar tryggingu um að þær verði endurgreiddar ef að ferðaskrifstofan fer í þrot.“ Tvö slík mál fara fyrir dóm í næstu viku. „Við vitum af dæmum þar sem ferðaskrifstofum hefur verið stefnd og mál verða dómtekin í næstu viku.“
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00 Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00 Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00
Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00
Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56