Biden hótar knattspyrnusambandinu Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 11:15 Megan Rapinoe og stöllur hennar í bandaríska landsliðinu hafa verið afar sigursælar og eru ríkjandi heimsmeistarar. VÍSIR/GETTY Joe Biden, tilvonandi forsetaefni Demókrataflokksins, hvetur heimsmeistarana í bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta til að gefast ekki upp í kjarabaráttu sinni fyrir dómstólum. Á föstudag vísaði dómari frá kröfu 28 landsliðskvenna sem kröfðust þess að fá sömu laun og umgjörð og bandaríska karlalandsliðið nyti, auk skaðabóta upp á 66 milljónir Bandaríkjadala. Í hópnum eru stjörnur á borð við Megan Rapinoe, Alex Morgan og Carli Lloyd, og vilja þær fá bætur fyrir allar landsliðskonur sem spilað hafa fyrir Bandaríkin frá því í febrúar 2015. „Ekki gefast upp í þessum slag. Þessu er ekki lokið,“ skrifaði Biden á Twitter-síðu sína um helgina, og beindi svo spjótum sínum að knattspyrnusambandinu sem halda á HM karla árið 2026 með Mexíkó og Kanada. „Til knattspyrnusambandsins: Jöfn laun, núna. Annars, þegar ég verð forseti, getið þið snúið ykkur annað til að fá fjármagn vegna HM,“ skrifaði Biden. Biden-hjónin og Rapinoe voru saman í beinni útsendingu á Instagram á fimmtudag þar sem Rapinoe sagði forsetaefninu að ef hann vantaði varaforseta þá væri hún klár í slaginn. Biden sagði í léttum tón að Rapinoe „yrði að taka á sig launalækkun til að verða varaforseti,“ og Rapinoe svaraði: „Þú veist að ég er ekki fyrir það.“ Molly Levinson, talskona landsliðsins, sagði á föstudag í yfirlýsingu að ekki yrði gefist upp og að til stæði að áfrýja niðurstöðunni. Joe Biden verður væntanlega forsetaefni Demókrataflokksins.VÍSIR/GETTY Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Tengdar fréttir Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. 2. maí 2020 10:30 Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Joe Biden, tilvonandi forsetaefni Demókrataflokksins, hvetur heimsmeistarana í bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta til að gefast ekki upp í kjarabaráttu sinni fyrir dómstólum. Á föstudag vísaði dómari frá kröfu 28 landsliðskvenna sem kröfðust þess að fá sömu laun og umgjörð og bandaríska karlalandsliðið nyti, auk skaðabóta upp á 66 milljónir Bandaríkjadala. Í hópnum eru stjörnur á borð við Megan Rapinoe, Alex Morgan og Carli Lloyd, og vilja þær fá bætur fyrir allar landsliðskonur sem spilað hafa fyrir Bandaríkin frá því í febrúar 2015. „Ekki gefast upp í þessum slag. Þessu er ekki lokið,“ skrifaði Biden á Twitter-síðu sína um helgina, og beindi svo spjótum sínum að knattspyrnusambandinu sem halda á HM karla árið 2026 með Mexíkó og Kanada. „Til knattspyrnusambandsins: Jöfn laun, núna. Annars, þegar ég verð forseti, getið þið snúið ykkur annað til að fá fjármagn vegna HM,“ skrifaði Biden. Biden-hjónin og Rapinoe voru saman í beinni útsendingu á Instagram á fimmtudag þar sem Rapinoe sagði forsetaefninu að ef hann vantaði varaforseta þá væri hún klár í slaginn. Biden sagði í léttum tón að Rapinoe „yrði að taka á sig launalækkun til að verða varaforseti,“ og Rapinoe svaraði: „Þú veist að ég er ekki fyrir það.“ Molly Levinson, talskona landsliðsins, sagði á föstudag í yfirlýsingu að ekki yrði gefist upp og að til stæði að áfrýja niðurstöðunni. Joe Biden verður væntanlega forsetaefni Demókrataflokksins.VÍSIR/GETTY
Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Tengdar fréttir Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. 2. maí 2020 10:30 Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. 2. maí 2020 10:30
Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00