„Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2020 15:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ríkisstjórnin hefur í þrígang tilkynnt um efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldurins og útilokar ekki frekari aðgerðir. Það eru margir sem horfa nú til ríkissjóðs, atvinnulíf, hið opinbera, sveitarfélög og heimilin í landinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sjóðurinn sé ekki takmarkalaus. „Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust og við stefnum í mikinn halla. Það hefur verið talað um halla uppá 250-300 milljarða króna halla sem er mikill halli. Staðan er hins vegar sú að við vorum efnahagslega vel í stakk búin til að takast á við þetta. Þá erum við í sömu stöðu og öll löndin í kringum okkur sem er ólíkt því sem var þegar fjármálakreppan reið yfir fyrir tíu árum. Það breytir því hins vegar ekki að úthaldið er ekki takmarkalaust og það þarf að tryggja að þær árangur sem við ráðumst beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Katrín segir að framtíðarhalli á ríkissjóði sé tilkominn vegna tveggja meginþátta. „Sá halli sem verður á ríkissjóði sem er auðvitað ekki ennþá ljóst hver verður snýst fyrst og fremst um aukinn útgjöld og tekjufall,“ segir Katrín. Katrín var á Sprengisandi í morgun spurð að því að því hvort að aðgerðir ríkisstjórnarinnar felist ekki aðallega í að fyrirtæki geti frestað greiðslum en þau fái ekki beina fjárhagsaðstoð. „Það eru nýir fjármunir í nýsköpuninni. Það liggur þungi í frestun á greiðslum en það má ekki gleyma því að ráðist var í sérstakar aðgerðir svo að bankakerfið geti stutt atvinnulífið í gegnum þetta. Bankarnir eru í beinu sambandi við fyrirtækin og þekkja þeirra efnahagsreikninga og þeirra stöðu. Það má ekki bara horfa á umfang aðgerða eingöngu út frá ríkisútgjöldum heldur þurfum við að horfa á þær út frá stóru myndinni. Það er verið að veita fjármálafyrirtækjum mikið svigrúm það er búið að aflétta sveiflujöfnunarauka, létta eiginfjárkröfum á fjármálafyrirtæki og flýta lækkun bankaskatts “ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Katrín ætlar að ávarpa þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála. 2. maí 2020 18:20 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ríkisstjórnin hefur í þrígang tilkynnt um efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldurins og útilokar ekki frekari aðgerðir. Það eru margir sem horfa nú til ríkissjóðs, atvinnulíf, hið opinbera, sveitarfélög og heimilin í landinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sjóðurinn sé ekki takmarkalaus. „Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust og við stefnum í mikinn halla. Það hefur verið talað um halla uppá 250-300 milljarða króna halla sem er mikill halli. Staðan er hins vegar sú að við vorum efnahagslega vel í stakk búin til að takast á við þetta. Þá erum við í sömu stöðu og öll löndin í kringum okkur sem er ólíkt því sem var þegar fjármálakreppan reið yfir fyrir tíu árum. Það breytir því hins vegar ekki að úthaldið er ekki takmarkalaust og það þarf að tryggja að þær árangur sem við ráðumst beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Katrín segir að framtíðarhalli á ríkissjóði sé tilkominn vegna tveggja meginþátta. „Sá halli sem verður á ríkissjóði sem er auðvitað ekki ennþá ljóst hver verður snýst fyrst og fremst um aukinn útgjöld og tekjufall,“ segir Katrín. Katrín var á Sprengisandi í morgun spurð að því að því hvort að aðgerðir ríkisstjórnarinnar felist ekki aðallega í að fyrirtæki geti frestað greiðslum en þau fái ekki beina fjárhagsaðstoð. „Það eru nýir fjármunir í nýsköpuninni. Það liggur þungi í frestun á greiðslum en það má ekki gleyma því að ráðist var í sérstakar aðgerðir svo að bankakerfið geti stutt atvinnulífið í gegnum þetta. Bankarnir eru í beinu sambandi við fyrirtækin og þekkja þeirra efnahagsreikninga og þeirra stöðu. Það má ekki bara horfa á umfang aðgerða eingöngu út frá ríkisútgjöldum heldur þurfum við að horfa á þær út frá stóru myndinni. Það er verið að veita fjármálafyrirtækjum mikið svigrúm það er búið að aflétta sveiflujöfnunarauka, létta eiginfjárkröfum á fjármálafyrirtæki og flýta lækkun bankaskatts “ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Katrín ætlar að ávarpa þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála. 2. maí 2020 18:20 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Katrín ætlar að ávarpa þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála. 2. maí 2020 18:20
Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50