Veðurbarinn Rúnar: „Æfingar eins og þegar ég var ungur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2020 23:00 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. vísir/bára Það blés verulega á Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, er Rikki G kíkti á æfingu KR í gær en Íslandsmeistararnir voru þá að undirbúa sig undir sína fyrstu æfingu sem lið í tæpa tvo mánuði, eftir að aflétt hafði verið á samkomubanninu. Íslandsmeistararnir voru mættir á grasið á Meistaravöllum og þurftu Rúnar og hans teymi að skipuleggja æfinguna vel til þess að allt gengi upp. Hann sagði þó tilfinninguna góða að fá loksins að sjá leikmennina sína. „Tilfinningin er mjög góð. Við erum afskaplega glaðir að geta hitt eitthvað af drengjunum og vera meira saman. Við höfum ekki hist sem hópur í langan tíma,“ sagði Rúnar við Rikka G. En hversu vel gekk að skipuleggja heimaæfingarnar? „Það fer ekki brjálæður tími í þetta en maður þarf að hugsa þetta. Maður getur ekki gert hvað sem er. Við vorum farnir að gera æfingar eins og maður gerði sjálfur þegar maður var ungur, sem menn voru eiginlega hættir að gera. Það var bara útihlaup.“ „Það var mikið um löng hlaup og svo reyndi maður að breyta aðeins til og hafa styrktarþjálfun og spretti til þess að hafa smá „variation“.“ Hann segir að hann og Bjarni Guðjónsson, aðstoðarmaður Rúnars, hafi verið í dágóðan tíma að stilla upp æfingu dagsins enda þurfi að passa upp á fjarlægðarmörk og fleira í þeim dúr. „Við þurfum að fjarstýra þessu dálítið og setja smá ábyrgð á strákana líka. Við erum búnir að skipta vellinum í fjóra helminga, svo það er langt á milli manna og sjö í hverjum hóp og svo eru markverðirnir með markmannsþjálfaranum. Við erum búnir að vera í rúmar 40 mínútur, ég og Bjarni, að setja upp keilur. Þetta er aðeins meira en vanalega og við þurfum að vera skipulagðir.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem meðal annars er rætt um standið á Meistaravöllum en hann segir að það séu ekki fleiri leikmenn á leiðinni. Einnig mun hann sakna stuðningsmanna KR í fyrstu leikjunum. Klippa: Sportið í dag - Rúnar á fyrstu æfingu í KR í langan tíma Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. KR Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
Það blés verulega á Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, er Rikki G kíkti á æfingu KR í gær en Íslandsmeistararnir voru þá að undirbúa sig undir sína fyrstu æfingu sem lið í tæpa tvo mánuði, eftir að aflétt hafði verið á samkomubanninu. Íslandsmeistararnir voru mættir á grasið á Meistaravöllum og þurftu Rúnar og hans teymi að skipuleggja æfinguna vel til þess að allt gengi upp. Hann sagði þó tilfinninguna góða að fá loksins að sjá leikmennina sína. „Tilfinningin er mjög góð. Við erum afskaplega glaðir að geta hitt eitthvað af drengjunum og vera meira saman. Við höfum ekki hist sem hópur í langan tíma,“ sagði Rúnar við Rikka G. En hversu vel gekk að skipuleggja heimaæfingarnar? „Það fer ekki brjálæður tími í þetta en maður þarf að hugsa þetta. Maður getur ekki gert hvað sem er. Við vorum farnir að gera æfingar eins og maður gerði sjálfur þegar maður var ungur, sem menn voru eiginlega hættir að gera. Það var bara útihlaup.“ „Það var mikið um löng hlaup og svo reyndi maður að breyta aðeins til og hafa styrktarþjálfun og spretti til þess að hafa smá „variation“.“ Hann segir að hann og Bjarni Guðjónsson, aðstoðarmaður Rúnars, hafi verið í dágóðan tíma að stilla upp æfingu dagsins enda þurfi að passa upp á fjarlægðarmörk og fleira í þeim dúr. „Við þurfum að fjarstýra þessu dálítið og setja smá ábyrgð á strákana líka. Við erum búnir að skipta vellinum í fjóra helminga, svo það er langt á milli manna og sjö í hverjum hóp og svo eru markverðirnir með markmannsþjálfaranum. Við erum búnir að vera í rúmar 40 mínútur, ég og Bjarni, að setja upp keilur. Þetta er aðeins meira en vanalega og við þurfum að vera skipulagðir.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem meðal annars er rætt um standið á Meistaravöllum en hann segir að það séu ekki fleiri leikmenn á leiðinni. Einnig mun hann sakna stuðningsmanna KR í fyrstu leikjunum. Klippa: Sportið í dag - Rúnar á fyrstu æfingu í KR í langan tíma Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
KR Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira