Sport

Van Gerwen sendur heim með skottið á milli lappanna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ótrúlegur leikur.
Ótrúlegur leikur. vísir/Getty

Óvænt úrslit urðu í Alexandra Palace í kvöld þegar Michael Van Gerwen féll úr leik á HM í pílukasti eftir niðurlægjandi tap fyrir Dave Chisnall.

Gerwen var af flestum spekingum sagður líklegastur til að vinna mótið í ár en hann átti engin svör við góðum leik Chisnall í kvöld.

Þó Chisnall hafi spilað frábærlega var Van Gerwen heldur ekki að spila sinn besta leik enda fór að lokum svo að Chisnall vann 5-0 sigur. Hreint ótrúlegur leikur og mögnuð frammistaða Englendingsins en Van Gerwen er efstur á heimslistanum um þessar mundir.

Fyrri leikur kvöldsins var hins vegar algjör naglbítur þar sem þeir Gerwyn Price og Daryl Gurney áttust við.

Fór leikurinn alla leið í níunda sett en þar hafði Price betur eftir æsispennandi leik.

Undanúrslitin fara fram á morgun þar sem Gerwyn Price mun mæta Gary Anderson en Dave Chisnall mætir Stephen Bunting.


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×