Áskoranir á nýju ári Ólafur Ísleifsson skrifar 3. janúar 2021 10:01 Nýtt ár er runnið upp með fyrirheitum og vonum um batnandi tíð. Við blasir að kveða niður veiruna með fjöldabólusetningum og koma atvinnulífinu í fullan gang. Hvenær kemur bóluefnið? Búið er að bólusetja starfsmenn í framlínu og íbúa á hjúkrunarheimilum. Athugasemdir sjúkraflutningamanna og fleiri hópa vekja þó réttmætar spurningar um forgangsröðun við fyrstu bólusetningarnar. Spurningar vakna einnig um hvar við erum stödd varðandi bólusetningar í samanburði við aðrar þjóðir. Ekki sérlega framarlega á merinni að því er best verður séð. Magntölur og tímasetningar sýnast á reiki. Upplýsingar hafa verið óljósar. Skýringar fást ekki á misvísandi tilkynningum dag frá degi. Þetta heitir upplýsingaóreiða á tungutaki samtímans og er í boði stjórnvalda. Var heppilegast að semja um kaup á bóluefni á skrifstofum ráðuneyta? Hefur verið látið reyna á allar leiðir sem einkaaðilar geta boðið upp á? Hvaða kostir voru kannaðir til þrautar? Voru einhverjar leiðir fyrirfram útilokaðar? Verður bið okkar eftir bóluefni lengri en þyrfti? Miðflokkurinn bað á þorláksmessu um umræðu á Alþingi um þessar og áþekkar spurningar en við því var ekki orðið. Mætti nýta innistæður hjá vinaþjóðum? Bretar og Bandaríkjamenn bólusetja í gríð og erg. Ísraelsmenn eru komnir langt á veg eftir því sem fréttir herma. Gætu vinatengsl milli þjóða skipt máli í þessu sambandi? Vonandi spilltust ekki áratuga tengsl við Bandaríkin vegna sérkennilegra atvika þegar varaforseti Bandaríkjanna sótti okkur heim og óvíst var um skeið hvort æðstu ráðamenn myndu hafa tök á að hitta hann þótt sú hafi að lokum orðið raunin. Voru það mistök að binda Ísland við Evrópusambandið varðandi útvegun á bóluefni? Staðan hjá Bretum, Bandaríkjamönnum og Ísraelum gæti bent til þess. Í málum sem þessum hlýtur að vera forgangsmál að nýta öll tengsl sem að gagni geta komið. Um leið má vona að Þórólfi og Kára takist að fá lyfjafyrirtækið Pfizer til að ráðast í vísindalega rannsókn á hjarðónæmi meðal heillar þjóðar. Óneitanlega er áhyggjuefni að miðað við núverandi stöðu mála virðast engar líkur á að búið verði að bólusetja landsmenn fyrr en í fyrsta lagi um mitt þetta ár. Það telst varla viðunandi niðurstaða í ljósi hraða bólusetninga víða annars staðar og dregur úr líkum á að mikilvæg starfsemi eins og t.d. ferðaþjónustan komist af stað svo heitið geti fyrir næsta sumar. Hvenær selur maður banka? Óvænt dúkkar upp tillaga Bankasýslu ríkisins um að selja annan af tveimur bönkum í eigu ríkisins, Íslandsbanka. Tillagan sýnist helst rökstudd með því að framvinda á hlutabréfamarkaði á liðnu ári hafi reynst hagfelldari en búist var við og sama eigi við um hag bankans. Minna hefur komið fram um tilefni þess að ráðast í slíka aðgerð eins og á stendur. Spurningar vakna um ýmis önnur atriði. Hvaða skipan bankamála sjá stjórnvöld fyrir sér? Hver er æskileg skipan eignarhalds á fjármálastofnunum eins og bönkum? Ég leyfi mér geta fyrirspurnar minnar á Alþingi um hverjir séu eigendur Arion banka en tormerki sýnast á að fá svar við þeirri spurningu. Hvað á að gera við söluandvirðið? Hvernig hyggjast stjórnvöld ráðstafa söluandvirði hlutabréfa í bankanum? Borga ríkishallann vegna veirufársins kynnu einhverjir að segja. Á móti kemur að atvinnulíf á fullu blússi mun skila ríkissjóði auknum tekjum vegna aukinnar veltu og umsvifa og þær ætti að nýta til að grynnka á og greiða upp með tímanum skuldir sem ríkissjóður stofnaði til vegna veirufársins. Skiptir máli í þessu sambandi að vextir eru nú lægri en áður þekktist. Tímabært að ráðast í stórátak Íslandsbanki er meðal verðmætustu eigna ríkisins og andvirði hans ætti að nýta til eignamyndunar á öðrum sviðum. Við stöndum frammi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu innviða í samgöngumálum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraðra, svo dæmi séu tekin, upp á hundruð milljarða króna. Þessi verkefni hafa af ýmsum ástæðum setið á hakanum of lengi. Einn af forystumönnum lífeyrissjóðanna sagði í nýlegu viðtali að lífeyrissjóðirnir væru reiðubúnir til að taka þátt í fjármögnun slíkra verkefna. Komi til sölu á eignarhlutum í Íslandsbanka ætti að nýta andvirðið til arðsamra verkefna með stórátaki í samgöngumálum og uppbyggingu stofnana. Stórhætta á nýrri vinstri stjórn Á kosningaári verður hart tekist á um stefnu í stórum málum. Mikilvægt er að ábyrg sjónarmið verði ofan á í þeirri baráttu. Niðurstaða kosninganna gæti þó orðið sú að stjórnmálaflokkar sem kunnir eru að lausatökum og glundroða taki höndum saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Er nærtækast að benda á reynsluna af stjórn flokkanna sem skipa meiri hluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrir liggur í umsögnum um þingmál á Alþingi að rekstur borgarinnar er fjarri því að vera sjálfbær og áhöld um hvort fjárhagur borgarinnar dugi til að standa undir lögboðnum verkefnum. Vinstri flokkarnir sem skipa meirihlutann í höfuðborginni eru einum fleiri en almennt var gert ráð fyrir í ljósi þess að einn þeirra klauf sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna ágreinings um samskipti við Evrópusambandið. Fái slíkur flokkur aðstöðu að loknum kosningum til að velja milli borgaralegrar ríkisstjórnar og Reykjavíkurstjórnar þarf varla að efast um niðurstöðuna í ljósi sögunnar. Þetta þurfa borgaralega sinnaðir kjósendur að hafa í huga. Fram undan er barátta fyrir borgaralegum gildum, ábyrgri og traustri stjórn á innlandsmálum og víðtækum erlendum samskiptum reistum á fullveldi þjóðarinnar. Gleðilegt nýtt ár. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bólusetningar Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Salan á Íslandsbanka Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár er runnið upp með fyrirheitum og vonum um batnandi tíð. Við blasir að kveða niður veiruna með fjöldabólusetningum og koma atvinnulífinu í fullan gang. Hvenær kemur bóluefnið? Búið er að bólusetja starfsmenn í framlínu og íbúa á hjúkrunarheimilum. Athugasemdir sjúkraflutningamanna og fleiri hópa vekja þó réttmætar spurningar um forgangsröðun við fyrstu bólusetningarnar. Spurningar vakna einnig um hvar við erum stödd varðandi bólusetningar í samanburði við aðrar þjóðir. Ekki sérlega framarlega á merinni að því er best verður séð. Magntölur og tímasetningar sýnast á reiki. Upplýsingar hafa verið óljósar. Skýringar fást ekki á misvísandi tilkynningum dag frá degi. Þetta heitir upplýsingaóreiða á tungutaki samtímans og er í boði stjórnvalda. Var heppilegast að semja um kaup á bóluefni á skrifstofum ráðuneyta? Hefur verið látið reyna á allar leiðir sem einkaaðilar geta boðið upp á? Hvaða kostir voru kannaðir til þrautar? Voru einhverjar leiðir fyrirfram útilokaðar? Verður bið okkar eftir bóluefni lengri en þyrfti? Miðflokkurinn bað á þorláksmessu um umræðu á Alþingi um þessar og áþekkar spurningar en við því var ekki orðið. Mætti nýta innistæður hjá vinaþjóðum? Bretar og Bandaríkjamenn bólusetja í gríð og erg. Ísraelsmenn eru komnir langt á veg eftir því sem fréttir herma. Gætu vinatengsl milli þjóða skipt máli í þessu sambandi? Vonandi spilltust ekki áratuga tengsl við Bandaríkin vegna sérkennilegra atvika þegar varaforseti Bandaríkjanna sótti okkur heim og óvíst var um skeið hvort æðstu ráðamenn myndu hafa tök á að hitta hann þótt sú hafi að lokum orðið raunin. Voru það mistök að binda Ísland við Evrópusambandið varðandi útvegun á bóluefni? Staðan hjá Bretum, Bandaríkjamönnum og Ísraelum gæti bent til þess. Í málum sem þessum hlýtur að vera forgangsmál að nýta öll tengsl sem að gagni geta komið. Um leið má vona að Þórólfi og Kára takist að fá lyfjafyrirtækið Pfizer til að ráðast í vísindalega rannsókn á hjarðónæmi meðal heillar þjóðar. Óneitanlega er áhyggjuefni að miðað við núverandi stöðu mála virðast engar líkur á að búið verði að bólusetja landsmenn fyrr en í fyrsta lagi um mitt þetta ár. Það telst varla viðunandi niðurstaða í ljósi hraða bólusetninga víða annars staðar og dregur úr líkum á að mikilvæg starfsemi eins og t.d. ferðaþjónustan komist af stað svo heitið geti fyrir næsta sumar. Hvenær selur maður banka? Óvænt dúkkar upp tillaga Bankasýslu ríkisins um að selja annan af tveimur bönkum í eigu ríkisins, Íslandsbanka. Tillagan sýnist helst rökstudd með því að framvinda á hlutabréfamarkaði á liðnu ári hafi reynst hagfelldari en búist var við og sama eigi við um hag bankans. Minna hefur komið fram um tilefni þess að ráðast í slíka aðgerð eins og á stendur. Spurningar vakna um ýmis önnur atriði. Hvaða skipan bankamála sjá stjórnvöld fyrir sér? Hver er æskileg skipan eignarhalds á fjármálastofnunum eins og bönkum? Ég leyfi mér geta fyrirspurnar minnar á Alþingi um hverjir séu eigendur Arion banka en tormerki sýnast á að fá svar við þeirri spurningu. Hvað á að gera við söluandvirðið? Hvernig hyggjast stjórnvöld ráðstafa söluandvirði hlutabréfa í bankanum? Borga ríkishallann vegna veirufársins kynnu einhverjir að segja. Á móti kemur að atvinnulíf á fullu blússi mun skila ríkissjóði auknum tekjum vegna aukinnar veltu og umsvifa og þær ætti að nýta til að grynnka á og greiða upp með tímanum skuldir sem ríkissjóður stofnaði til vegna veirufársins. Skiptir máli í þessu sambandi að vextir eru nú lægri en áður þekktist. Tímabært að ráðast í stórátak Íslandsbanki er meðal verðmætustu eigna ríkisins og andvirði hans ætti að nýta til eignamyndunar á öðrum sviðum. Við stöndum frammi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu innviða í samgöngumálum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraðra, svo dæmi séu tekin, upp á hundruð milljarða króna. Þessi verkefni hafa af ýmsum ástæðum setið á hakanum of lengi. Einn af forystumönnum lífeyrissjóðanna sagði í nýlegu viðtali að lífeyrissjóðirnir væru reiðubúnir til að taka þátt í fjármögnun slíkra verkefna. Komi til sölu á eignarhlutum í Íslandsbanka ætti að nýta andvirðið til arðsamra verkefna með stórátaki í samgöngumálum og uppbyggingu stofnana. Stórhætta á nýrri vinstri stjórn Á kosningaári verður hart tekist á um stefnu í stórum málum. Mikilvægt er að ábyrg sjónarmið verði ofan á í þeirri baráttu. Niðurstaða kosninganna gæti þó orðið sú að stjórnmálaflokkar sem kunnir eru að lausatökum og glundroða taki höndum saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Er nærtækast að benda á reynsluna af stjórn flokkanna sem skipa meiri hluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrir liggur í umsögnum um þingmál á Alþingi að rekstur borgarinnar er fjarri því að vera sjálfbær og áhöld um hvort fjárhagur borgarinnar dugi til að standa undir lögboðnum verkefnum. Vinstri flokkarnir sem skipa meirihlutann í höfuðborginni eru einum fleiri en almennt var gert ráð fyrir í ljósi þess að einn þeirra klauf sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna ágreinings um samskipti við Evrópusambandið. Fái slíkur flokkur aðstöðu að loknum kosningum til að velja milli borgaralegrar ríkisstjórnar og Reykjavíkurstjórnar þarf varla að efast um niðurstöðuna í ljósi sögunnar. Þetta þurfa borgaralega sinnaðir kjósendur að hafa í huga. Fram undan er barátta fyrir borgaralegum gildum, ábyrgri og traustri stjórn á innlandsmálum og víðtækum erlendum samskiptum reistum á fullveldi þjóðarinnar. Gleðilegt nýtt ár. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun