Heimsmeistari sex árum eftir að hann hætti í ruðningi og byrjaði í pílukasti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2021 08:31 Gerwyn Price með Sid Waddell bikarinn. getty/Luke Walker Aðeins sex ár eru síðan nýkrýndi heimsmeistarinn Gerwyn Price hætti að spila ruðning og byrjaði að keppa í pílukasti. Price varð í gær fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti þegar hann sigraði Gary Anderson, 7-3, í úrslitaleik HM í Alexandra höllinni í London. Klippa: Gerwyn Price verður heimsmeistari Price fékk fimm hundruð þúsund pund, eða rúmlega 87 milljónir íslenskra króna, fyrir sigurinn og komst einnig upp fyrir Michael van Gerwen á toppi heimslistans. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en hann byrjaði ekki að einbeita sér að pílukasti fyrr en 2014. Áður var hann atvinnumaður í ruðningi og lék með Neath, Cross Keys og South Wales Scorpions í Wales og Glasgow Warriors í Skotlandi. 2012: Scores a try in a Welsh cup final at the Millennium Stadium 2021: Wins World Darts Championship and becomes world number one! Gerwyn Price's decision to switch rugby for darts back in 2014 was a pretty wise one! @Gezzyprice pic.twitter.com/Ygxl8PDjh0— Sporting Life (@SportingLife) January 3, 2021 Ári eftir að Price hellti sér á fullu út í pílukastið komst hann á HM og 2016 vann Walesverjinn sitt fyrsta mót á Pro Tour mótaröðinni. Árið 2018 vann Price svo sitt fyrsta mót í sjónvarpi þegar hann sigraði á Grand Slam of Darts. Í frægum úrslitaleik bar hann sigurorð af Anderson. Price komst í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrra og í ár fór hann svo alla leið í úrslitaleikinn og vann hann. Price var sterkari aðilinn í úrslitaleiknum en gekk samt brösuglega að klára dæmið og klúðraði ellefu pílum sem hann hefði getað tryggt sér sigurinn með. „Ég hef aldrei verið svona stressaður áður,“ sagði Walesverjinn eftir úrslitaleikinn. „Þetta síast inn á næstu dögum. Ég er himinlifandi núna.“ Price setti met á HM með því leika á meðaltalinu 136,64 í sjötta settinu. Hann lék á meðaltalinu 100,08 í úrslitaleiknum og fékk 180 þrettán sinnum. This. Is. Astounding. Gerwyn Price averages 136.64 in that set, the highest set average in World Championship history!11 darts. 12 darts. 10 darts. pic.twitter.com/m7J0Hm6tPH— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2021 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Wales Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Sjá meira
Price varð í gær fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti þegar hann sigraði Gary Anderson, 7-3, í úrslitaleik HM í Alexandra höllinni í London. Klippa: Gerwyn Price verður heimsmeistari Price fékk fimm hundruð þúsund pund, eða rúmlega 87 milljónir íslenskra króna, fyrir sigurinn og komst einnig upp fyrir Michael van Gerwen á toppi heimslistans. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en hann byrjaði ekki að einbeita sér að pílukasti fyrr en 2014. Áður var hann atvinnumaður í ruðningi og lék með Neath, Cross Keys og South Wales Scorpions í Wales og Glasgow Warriors í Skotlandi. 2012: Scores a try in a Welsh cup final at the Millennium Stadium 2021: Wins World Darts Championship and becomes world number one! Gerwyn Price's decision to switch rugby for darts back in 2014 was a pretty wise one! @Gezzyprice pic.twitter.com/Ygxl8PDjh0— Sporting Life (@SportingLife) January 3, 2021 Ári eftir að Price hellti sér á fullu út í pílukastið komst hann á HM og 2016 vann Walesverjinn sitt fyrsta mót á Pro Tour mótaröðinni. Árið 2018 vann Price svo sitt fyrsta mót í sjónvarpi þegar hann sigraði á Grand Slam of Darts. Í frægum úrslitaleik bar hann sigurorð af Anderson. Price komst í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrra og í ár fór hann svo alla leið í úrslitaleikinn og vann hann. Price var sterkari aðilinn í úrslitaleiknum en gekk samt brösuglega að klára dæmið og klúðraði ellefu pílum sem hann hefði getað tryggt sér sigurinn með. „Ég hef aldrei verið svona stressaður áður,“ sagði Walesverjinn eftir úrslitaleikinn. „Þetta síast inn á næstu dögum. Ég er himinlifandi núna.“ Price setti met á HM með því leika á meðaltalinu 136,64 í sjötta settinu. Hann lék á meðaltalinu 100,08 í úrslitaleiknum og fékk 180 þrettán sinnum. This. Is. Astounding. Gerwyn Price averages 136.64 in that set, the highest set average in World Championship history!11 darts. 12 darts. 10 darts. pic.twitter.com/m7J0Hm6tPH— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2021 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Wales Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Sjá meira