Doncic dreif Dallas áfram og annar stórleikur hjá Curry Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2021 08:00 Luka Doncic bauð upp á þrefalda tvennu gegn Houston Rockets. getty/Christian Petersen Eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla átti Luka Doncic stórleik þegar Dallas Mavericks sigraði Houston Rockets, 100-113, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Doncic skoraði 33 stig, tók sextán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Tim Hardaway yngri skoraði þrjátíu stig fyrir Dallas sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu, eða síðan liðið rústaði Los Angeles Clippers með 51 stigi milli jóla og nýárs. Luka posts triple-double in W! @luka7doncic tallies 33 PTS, 16 REB, 11 AST for the @dallasmavs vs. Houston! #MFFL pic.twitter.com/VSIlJJ9SJx— NBA (@NBA) January 5, 2021 Steph Curry var nálægt þrefaldri tvennu þegar Golden State Warriors vann Sacramento Kings, 137-106, á heimavelli. Curry skoraði 62 stig í fyrrinótt þegar Golden State sigraði Portland Trail Blazers. Hann var ekki alveg jafn heitur í nótt en átti samt góðan leik. Curry skoraði þrjátíu stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. .@StephenCurry30 stuffs the stat sheet in 3 quarters as the @warriors go to 4-3! #DubNation30 PTS | 9 REB | 8 AST pic.twitter.com/NUmUJIl3Qn— NBA (@NBA) January 5, 2021 Sjö leikmenn Golden State skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð og er komið upp í 6. sætið í Vesturdeildinni. Giannis Antetokounmpo skoraði 43 stig þegar Milwaukee Bucks bar sigurorð af Detriot Pistons, 125-115, á heimavelli. Grikkinn hitti úr sautján af 24 skotum sínum í leiknum og tók auk þess níu fráköst. Þetta var annar sigur Milwaukee í röð. Giannis goes for season-high! @Giannis_An34's 43 PTS on 17-24 shooting propels the @Bucks! #FearTheDeer pic.twitter.com/1Rxq5iz28M— NBA (@NBA) January 5, 2021 Sigurganga Philadelphia 76ers hélt áfram þegar liðið lagði Charlotte Hornets að velli, 118-101. Þetta var fjórði sigur Philadelphia í röð en liðið er á toppi Austurdeildarinnar. Tobias Harris var stigahæstur í jöfnu liði Philadelphia með 22 stig. Sjö leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira í leiknum í nótt. Úrslitin í nótt Houston 100-113 Dallas Golden State 137-106 Sacramento Milwaukee 125-115 Detroit Philadelphia 118-101 Charlotte Orlando 103-83 Cleveland Atlanta 108-113 NY Knicks Miami 118-90 Oklahoma Toronto 114-126 Boston New Orleans 116-118 Indiana NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar Sjá meira
Doncic skoraði 33 stig, tók sextán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Tim Hardaway yngri skoraði þrjátíu stig fyrir Dallas sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu, eða síðan liðið rústaði Los Angeles Clippers með 51 stigi milli jóla og nýárs. Luka posts triple-double in W! @luka7doncic tallies 33 PTS, 16 REB, 11 AST for the @dallasmavs vs. Houston! #MFFL pic.twitter.com/VSIlJJ9SJx— NBA (@NBA) January 5, 2021 Steph Curry var nálægt þrefaldri tvennu þegar Golden State Warriors vann Sacramento Kings, 137-106, á heimavelli. Curry skoraði 62 stig í fyrrinótt þegar Golden State sigraði Portland Trail Blazers. Hann var ekki alveg jafn heitur í nótt en átti samt góðan leik. Curry skoraði þrjátíu stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. .@StephenCurry30 stuffs the stat sheet in 3 quarters as the @warriors go to 4-3! #DubNation30 PTS | 9 REB | 8 AST pic.twitter.com/NUmUJIl3Qn— NBA (@NBA) January 5, 2021 Sjö leikmenn Golden State skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð og er komið upp í 6. sætið í Vesturdeildinni. Giannis Antetokounmpo skoraði 43 stig þegar Milwaukee Bucks bar sigurorð af Detriot Pistons, 125-115, á heimavelli. Grikkinn hitti úr sautján af 24 skotum sínum í leiknum og tók auk þess níu fráköst. Þetta var annar sigur Milwaukee í röð. Giannis goes for season-high! @Giannis_An34's 43 PTS on 17-24 shooting propels the @Bucks! #FearTheDeer pic.twitter.com/1Rxq5iz28M— NBA (@NBA) January 5, 2021 Sigurganga Philadelphia 76ers hélt áfram þegar liðið lagði Charlotte Hornets að velli, 118-101. Þetta var fjórði sigur Philadelphia í röð en liðið er á toppi Austurdeildarinnar. Tobias Harris var stigahæstur í jöfnu liði Philadelphia með 22 stig. Sjö leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira í leiknum í nótt. Úrslitin í nótt Houston 100-113 Dallas Golden State 137-106 Sacramento Milwaukee 125-115 Detroit Philadelphia 118-101 Charlotte Orlando 103-83 Cleveland Atlanta 108-113 NY Knicks Miami 118-90 Oklahoma Toronto 114-126 Boston New Orleans 116-118 Indiana
Houston 100-113 Dallas Golden State 137-106 Sacramento Milwaukee 125-115 Detroit Philadelphia 118-101 Charlotte Orlando 103-83 Cleveland Atlanta 108-113 NY Knicks Miami 118-90 Oklahoma Toronto 114-126 Boston New Orleans 116-118 Indiana
NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar Sjá meira