Er áramótaheitið að byrja að spara? Björn Berg Gunnarsson skrifar 6. janúar 2021 08:01 Eitthvað við rakastigið í desembermánuði veldur því að fötin mín hlaupa í fataskápnum. Þau gefa örlítið eftir að nýju með hækkandi sól en þurfa þó nokkra hjálp. Þá berst hugurinn að áramótaheitunum en nýtt ár er svo sem ekki verra tilefni en hvað annað til að taka aðeins til og huga að heilsunni og jafnvel einhverju öðru í leiðinni. Tvennt er ofarlega á lista þegar strengja á heit: Að koma sér í form eftir jólamarineringuna og byrja loksins að spara. Mikilvægt er að muna að hvort tveggja er hægt að gera án þess að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Það krefst bara undirbúnings og þrautseigju. „Bara“ segi ég, þetta er nú kannski aðeins erfiðara en svo. Enda eigum við mörg til að strengja áramótaheitin svo duglega að þau slitna við minnstu spennu. Hvers vegna gengur þetta svona illa? Það þarf ekki að tyggja ofan í okkur hvers vegna við ættum að huga að heilsunni og leggja fyrir. Samt sem áður gengur það merkilega illa hjá makalaust mörgum. Ein helsta ástæðan er að við komum okkur bara ekki í að byrja. Fyrsta skrefið er að skrá sig og gera áætlun en það reynist okkur mörgum um of og aldrei er haldið af stað. Þar að auki get ég mér þess til að þó svo við afrekum að festa kaup á líkamsræktarkorti eða krota markmið niður á blað höldum við ekki öll út árið. Veski landsmanna eru full af vannýttum kortum og skápar af splúnkunýjum íþróttaskóm. Þarna komum við þó að talsverðum mun á heitinu um úrbætur á líkamlegu formi og sparnað. Það er ólíklegt að við belgjumst út af vöðvamassa við það að senda einhvern annan í bekkinn í okkar stað. Það merkilega við sparnaðinn er þó að því minni vinnu sem við leggjum í hann, þegar hann er á annað borð hafinn, því betur gengur. Ástæðan er sú að svo gott sem eina leiðin sem virkar við að byggja upp sparnað er að hann sé sjálfvirkur. Í hverjum mánuði er millifært af launareikningnum okkar inn á sjóð eða sparnaðarreikning og sparnaðurinn er meðhöndlaður eins og reikningur í sjálfvirkri skuldfærslu. Þannig missum við aldrei út mánuð og fyrirhöfnin er engin. Ef við ætlum sjálf, um hver mánaðamót, að velta fyrir okkur hvort og þá hversu mikið megi leggja fyrir er ekki ólíklegt að við finnum okkur eitthvað betra við aurana að gera og sparnaðurinn verði lagður á hilluna við hlið sippu- og svitabandanna. Strengjum þess heit að standa við áramótaheitið að þessu sinni Hvernig væri að láta sparnaðinn ganga upp þetta árið? Hann sér um sig sjálfur þegar búið er að stilla hann, en fyrstu skrefin fetar þú þó þannig: Fyrir hverju skal spara? Markmiðin mega vera nokkur, svo sem varasjóður, íbúðakaup, efri árin, ferðalög, jólin og fleira. Stofnaðu reikning eða sjóð fyrir hvert og eitt. Hversu mikið þarf að leggja fyrir? Reiknaðu út þörfina, út frá þeim tíma sem þú hefur, fjárhagslegu svigrúmi og þeirri neyslu sem þú getur dregið úr til að auka við sparnað. Ráðfærðu þig við sérfræðing Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa í banka. Gefðu þér hálftíma í gott spjall svo þú veljir sem bestan ávöxtunarkost fyrir sparnaðinn þinn að teknu tilliti til þinna aðstæðna, þekkingar, þolinmæði og smekks. Facebook hópar eru góðir til síns brúks en þar er faglegustu svörin ekki endilega að finna. Skráðu þig í sjálfvirkan sparnað Það tekur enga stund að skrá sparnaðinn í netbankanum eða símanum. Drífðu í því áður en þú gleymir því. Flóknara er það ekki. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitthvað við rakastigið í desembermánuði veldur því að fötin mín hlaupa í fataskápnum. Þau gefa örlítið eftir að nýju með hækkandi sól en þurfa þó nokkra hjálp. Þá berst hugurinn að áramótaheitunum en nýtt ár er svo sem ekki verra tilefni en hvað annað til að taka aðeins til og huga að heilsunni og jafnvel einhverju öðru í leiðinni. Tvennt er ofarlega á lista þegar strengja á heit: Að koma sér í form eftir jólamarineringuna og byrja loksins að spara. Mikilvægt er að muna að hvort tveggja er hægt að gera án þess að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Það krefst bara undirbúnings og þrautseigju. „Bara“ segi ég, þetta er nú kannski aðeins erfiðara en svo. Enda eigum við mörg til að strengja áramótaheitin svo duglega að þau slitna við minnstu spennu. Hvers vegna gengur þetta svona illa? Það þarf ekki að tyggja ofan í okkur hvers vegna við ættum að huga að heilsunni og leggja fyrir. Samt sem áður gengur það merkilega illa hjá makalaust mörgum. Ein helsta ástæðan er að við komum okkur bara ekki í að byrja. Fyrsta skrefið er að skrá sig og gera áætlun en það reynist okkur mörgum um of og aldrei er haldið af stað. Þar að auki get ég mér þess til að þó svo við afrekum að festa kaup á líkamsræktarkorti eða krota markmið niður á blað höldum við ekki öll út árið. Veski landsmanna eru full af vannýttum kortum og skápar af splúnkunýjum íþróttaskóm. Þarna komum við þó að talsverðum mun á heitinu um úrbætur á líkamlegu formi og sparnað. Það er ólíklegt að við belgjumst út af vöðvamassa við það að senda einhvern annan í bekkinn í okkar stað. Það merkilega við sparnaðinn er þó að því minni vinnu sem við leggjum í hann, þegar hann er á annað borð hafinn, því betur gengur. Ástæðan er sú að svo gott sem eina leiðin sem virkar við að byggja upp sparnað er að hann sé sjálfvirkur. Í hverjum mánuði er millifært af launareikningnum okkar inn á sjóð eða sparnaðarreikning og sparnaðurinn er meðhöndlaður eins og reikningur í sjálfvirkri skuldfærslu. Þannig missum við aldrei út mánuð og fyrirhöfnin er engin. Ef við ætlum sjálf, um hver mánaðamót, að velta fyrir okkur hvort og þá hversu mikið megi leggja fyrir er ekki ólíklegt að við finnum okkur eitthvað betra við aurana að gera og sparnaðurinn verði lagður á hilluna við hlið sippu- og svitabandanna. Strengjum þess heit að standa við áramótaheitið að þessu sinni Hvernig væri að láta sparnaðinn ganga upp þetta árið? Hann sér um sig sjálfur þegar búið er að stilla hann, en fyrstu skrefin fetar þú þó þannig: Fyrir hverju skal spara? Markmiðin mega vera nokkur, svo sem varasjóður, íbúðakaup, efri árin, ferðalög, jólin og fleira. Stofnaðu reikning eða sjóð fyrir hvert og eitt. Hversu mikið þarf að leggja fyrir? Reiknaðu út þörfina, út frá þeim tíma sem þú hefur, fjárhagslegu svigrúmi og þeirri neyslu sem þú getur dregið úr til að auka við sparnað. Ráðfærðu þig við sérfræðing Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa í banka. Gefðu þér hálftíma í gott spjall svo þú veljir sem bestan ávöxtunarkost fyrir sparnaðinn þinn að teknu tilliti til þinna aðstæðna, þekkingar, þolinmæði og smekks. Facebook hópar eru góðir til síns brúks en þar er faglegustu svörin ekki endilega að finna. Skráðu þig í sjálfvirkan sparnað Það tekur enga stund að skrá sparnaðinn í netbankanum eða símanum. Drífðu í því áður en þú gleymir því. Flóknara er það ekki. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun