Orðin vön því að halda sig heima og hitta ekki neinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. janúar 2021 19:30 Strikið í Kaupmannahöfn í Danmörku er vinsælt en nú hefur öllum verið sagt að halda sig heima og umferðin því væntanlega afar lítil. Getty/NurPhoto Danmerkurstjórn herti aðgerðir vegna kórónuveirunnar til muna í dag. Íslensk kona í Danmörku segist orðin vön því að vera heima og hitta ekki neinn. Staðan hefur farið versnandi að undanförnu í ríkjunum í kringum okkur, meðal annars vegna bráðsmitandi bresks afbrigðis veirunnar, og hafa aðgerðir verið hertar mjög. Bretlandsstjórn setti á útgöngubann í gær. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði svo frá því á blaðamannafundi að þar í landi yrðu samkomutakmarkanir hertar og að fleiri en fimm megi ekki hittast. Hún bað landsmenn um að halda sig heima og hitta einungis nánustu fjölskyldu. Freyja Finnsdóttir býr með manni sínum og börnum í Herlev, rétt utan við Kaupmannahöfn, þar sem staðan er einna verst í Danmörku. „Það er bara allt lokað. Við erum svolítið til baka eins og þetta var 11. mars þegar landinu var lokað. Börnin eru komin heim í skóla. Ég er sjálf að kenna og er búin að vera að kenna heima síðan um miðjan desember. Já, maður er bara orðinn vanur að vera heima og hitta ekki neinn.“ Hún segist hafa búist við hertum takmörkunum en þær séu þó engin sérstök tilbreyting. „Við erum náttúrulega búin að lifa svona allan tímann. Þó það hafi létt á yfir sumarið varð það aldrei eins og á Íslandi,“ segir Freyja. Þrátt fyrir sókn faraldursins sé hún bjartsýn. „Það lítur út fyrir að bólusetningarnar gangi betur en þau bjuggust við. Þannig ég og maðurinn, sem erum í síðasta hópnum, hresst fólk undir 65, sem áttum að fá bólusetningu fyrst í nóvember en nú lítur kannski út fyrir að við fáum hana í sumar, ef við fáum að fara í sumarfrí til Íslands í sumar erum við bara nokkuð góð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Staðan hefur farið versnandi að undanförnu í ríkjunum í kringum okkur, meðal annars vegna bráðsmitandi bresks afbrigðis veirunnar, og hafa aðgerðir verið hertar mjög. Bretlandsstjórn setti á útgöngubann í gær. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði svo frá því á blaðamannafundi að þar í landi yrðu samkomutakmarkanir hertar og að fleiri en fimm megi ekki hittast. Hún bað landsmenn um að halda sig heima og hitta einungis nánustu fjölskyldu. Freyja Finnsdóttir býr með manni sínum og börnum í Herlev, rétt utan við Kaupmannahöfn, þar sem staðan er einna verst í Danmörku. „Það er bara allt lokað. Við erum svolítið til baka eins og þetta var 11. mars þegar landinu var lokað. Börnin eru komin heim í skóla. Ég er sjálf að kenna og er búin að vera að kenna heima síðan um miðjan desember. Já, maður er bara orðinn vanur að vera heima og hitta ekki neinn.“ Hún segist hafa búist við hertum takmörkunum en þær séu þó engin sérstök tilbreyting. „Við erum náttúrulega búin að lifa svona allan tímann. Þó það hafi létt á yfir sumarið varð það aldrei eins og á Íslandi,“ segir Freyja. Þrátt fyrir sókn faraldursins sé hún bjartsýn. „Það lítur út fyrir að bólusetningarnar gangi betur en þau bjuggust við. Þannig ég og maðurinn, sem erum í síðasta hópnum, hresst fólk undir 65, sem áttum að fá bólusetningu fyrst í nóvember en nú lítur kannski út fyrir að við fáum hana í sumar, ef við fáum að fara í sumarfrí til Íslands í sumar erum við bara nokkuð góð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira