Förum næst í kræklinginn þegar við verðum búin að byggja upp fiskeldið Kristján Már Unnarsson skrifar 5. janúar 2021 23:19 Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri og eigandi Fiskeldis ÍS47 ehf. Egill Aðalsteinsson Kræklingur sest í stórum stíl á fiskeldiskvíar og er vannýtt tegund, að mati fiskeldismanns á Vestfjörðum. Hann hvetur til þess að Vestfirðingar snúi sér að kræklingaeldi þegar búið verði að byggja upp fiskeldið. Þegar við vorum á Flateyri fyrr í vetur að mynda nemendur Lýðskólans koma úr sjóferð tókum við eftir því að ungmennin fóru að fiskeldiskví á bryggjunni. Erindið var að tína krækling undan kvínni sem þau ætluðu að elda sér í matinn – þó ekki afurð meðvitaðs kræklingaeldis, en þetta var sýnt í fréttum Stöðvar 2. „Nei, þetta er aukaafurð sem fylgir fiskeldinu,“ segir Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri og eigandi Fiskeldis ÍS47 ehf., sem elur regnbogasilung í Önundarfirði, um leið og hann hvetur nemendur til að ná sér í meiri krækling. Nemendur Lýðskólans á Flateyri komnir með krækling í fötur.Egill Aðalsteinsson „Eldið eykur lífríkið þannig að kræklingurinn kemur bara. Ásetan kemur og hann bara stækkar mjög grimmt.“ Fiskeldismenn nýta hins vegar ekki kræklinginn sem þannig vex undir kvíunum. „Þú þarf að fara í gegnum tvær-þrjár stofnanir til að mega rækta þetta til manneldis.“ -En krakkarnir mega tína þetta? „Já, já. Þau mega fara í fjörurnar hérna og tína. Þau mega fara á bryggjuna hérna og tína. Það er enginn sem bannar það.“ Kræklingur sem nemendur tíndu af fiskeldiskvínni.Egill Aðalsteinsson Gísli Jón kveðst engar áhyggjur hafa af því hvort varasamt geti verið að borða kræklinginn og rifjar upp þá þumalfingursreglu að óhætt sé að tína krækling í þeim mánuðum sem hafa bókstafinn R í nafninu. „Ég spái aldrei í það. Ég borða þetta bara. Vestfirðirnir eru svo hreinir, sko. Hér er ekkert eitur,“ segir Gísli og hlær. „Kræklingur er vannýtt tegund á Íslandi og það er bara í framtíðinni. Við tökum það næst. Þegar við erum búin að byggja upp fiskeldið þá förum við í kræklinginn.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2012 fjallaði Stöð 2 um tilraun bónda í Gilsfirði til að koma á fót kræklingarækt: Ísafjarðarbær Fiskeldi Um land allt Tengdar fréttir Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Vara við eitruðum kræklingi í Hvalfirði Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði eftir að DSP-þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum. 8. maí 2020 22:25 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Þegar við vorum á Flateyri fyrr í vetur að mynda nemendur Lýðskólans koma úr sjóferð tókum við eftir því að ungmennin fóru að fiskeldiskví á bryggjunni. Erindið var að tína krækling undan kvínni sem þau ætluðu að elda sér í matinn – þó ekki afurð meðvitaðs kræklingaeldis, en þetta var sýnt í fréttum Stöðvar 2. „Nei, þetta er aukaafurð sem fylgir fiskeldinu,“ segir Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri og eigandi Fiskeldis ÍS47 ehf., sem elur regnbogasilung í Önundarfirði, um leið og hann hvetur nemendur til að ná sér í meiri krækling. Nemendur Lýðskólans á Flateyri komnir með krækling í fötur.Egill Aðalsteinsson „Eldið eykur lífríkið þannig að kræklingurinn kemur bara. Ásetan kemur og hann bara stækkar mjög grimmt.“ Fiskeldismenn nýta hins vegar ekki kræklinginn sem þannig vex undir kvíunum. „Þú þarf að fara í gegnum tvær-þrjár stofnanir til að mega rækta þetta til manneldis.“ -En krakkarnir mega tína þetta? „Já, já. Þau mega fara í fjörurnar hérna og tína. Þau mega fara á bryggjuna hérna og tína. Það er enginn sem bannar það.“ Kræklingur sem nemendur tíndu af fiskeldiskvínni.Egill Aðalsteinsson Gísli Jón kveðst engar áhyggjur hafa af því hvort varasamt geti verið að borða kræklinginn og rifjar upp þá þumalfingursreglu að óhætt sé að tína krækling í þeim mánuðum sem hafa bókstafinn R í nafninu. „Ég spái aldrei í það. Ég borða þetta bara. Vestfirðirnir eru svo hreinir, sko. Hér er ekkert eitur,“ segir Gísli og hlær. „Kræklingur er vannýtt tegund á Íslandi og það er bara í framtíðinni. Við tökum það næst. Þegar við erum búin að byggja upp fiskeldið þá förum við í kræklinginn.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2012 fjallaði Stöð 2 um tilraun bónda í Gilsfirði til að koma á fót kræklingarækt:
Ísafjarðarbær Fiskeldi Um land allt Tengdar fréttir Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Vara við eitruðum kræklingi í Hvalfirði Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði eftir að DSP-þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum. 8. maí 2020 22:25 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42
Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11
Vara við eitruðum kræklingi í Hvalfirði Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði eftir að DSP-þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum. 8. maí 2020 22:25