Förum næst í kræklinginn þegar við verðum búin að byggja upp fiskeldið Kristján Már Unnarsson skrifar 5. janúar 2021 23:19 Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri og eigandi Fiskeldis ÍS47 ehf. Egill Aðalsteinsson Kræklingur sest í stórum stíl á fiskeldiskvíar og er vannýtt tegund, að mati fiskeldismanns á Vestfjörðum. Hann hvetur til þess að Vestfirðingar snúi sér að kræklingaeldi þegar búið verði að byggja upp fiskeldið. Þegar við vorum á Flateyri fyrr í vetur að mynda nemendur Lýðskólans koma úr sjóferð tókum við eftir því að ungmennin fóru að fiskeldiskví á bryggjunni. Erindið var að tína krækling undan kvínni sem þau ætluðu að elda sér í matinn – þó ekki afurð meðvitaðs kræklingaeldis, en þetta var sýnt í fréttum Stöðvar 2. „Nei, þetta er aukaafurð sem fylgir fiskeldinu,“ segir Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri og eigandi Fiskeldis ÍS47 ehf., sem elur regnbogasilung í Önundarfirði, um leið og hann hvetur nemendur til að ná sér í meiri krækling. Nemendur Lýðskólans á Flateyri komnir með krækling í fötur.Egill Aðalsteinsson „Eldið eykur lífríkið þannig að kræklingurinn kemur bara. Ásetan kemur og hann bara stækkar mjög grimmt.“ Fiskeldismenn nýta hins vegar ekki kræklinginn sem þannig vex undir kvíunum. „Þú þarf að fara í gegnum tvær-þrjár stofnanir til að mega rækta þetta til manneldis.“ -En krakkarnir mega tína þetta? „Já, já. Þau mega fara í fjörurnar hérna og tína. Þau mega fara á bryggjuna hérna og tína. Það er enginn sem bannar það.“ Kræklingur sem nemendur tíndu af fiskeldiskvínni.Egill Aðalsteinsson Gísli Jón kveðst engar áhyggjur hafa af því hvort varasamt geti verið að borða kræklinginn og rifjar upp þá þumalfingursreglu að óhætt sé að tína krækling í þeim mánuðum sem hafa bókstafinn R í nafninu. „Ég spái aldrei í það. Ég borða þetta bara. Vestfirðirnir eru svo hreinir, sko. Hér er ekkert eitur,“ segir Gísli og hlær. „Kræklingur er vannýtt tegund á Íslandi og það er bara í framtíðinni. Við tökum það næst. Þegar við erum búin að byggja upp fiskeldið þá förum við í kræklinginn.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2012 fjallaði Stöð 2 um tilraun bónda í Gilsfirði til að koma á fót kræklingarækt: Ísafjarðarbær Fiskeldi Um land allt Tengdar fréttir Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Vara við eitruðum kræklingi í Hvalfirði Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði eftir að DSP-þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum. 8. maí 2020 22:25 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Þegar við vorum á Flateyri fyrr í vetur að mynda nemendur Lýðskólans koma úr sjóferð tókum við eftir því að ungmennin fóru að fiskeldiskví á bryggjunni. Erindið var að tína krækling undan kvínni sem þau ætluðu að elda sér í matinn – þó ekki afurð meðvitaðs kræklingaeldis, en þetta var sýnt í fréttum Stöðvar 2. „Nei, þetta er aukaafurð sem fylgir fiskeldinu,“ segir Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri og eigandi Fiskeldis ÍS47 ehf., sem elur regnbogasilung í Önundarfirði, um leið og hann hvetur nemendur til að ná sér í meiri krækling. Nemendur Lýðskólans á Flateyri komnir með krækling í fötur.Egill Aðalsteinsson „Eldið eykur lífríkið þannig að kræklingurinn kemur bara. Ásetan kemur og hann bara stækkar mjög grimmt.“ Fiskeldismenn nýta hins vegar ekki kræklinginn sem þannig vex undir kvíunum. „Þú þarf að fara í gegnum tvær-þrjár stofnanir til að mega rækta þetta til manneldis.“ -En krakkarnir mega tína þetta? „Já, já. Þau mega fara í fjörurnar hérna og tína. Þau mega fara á bryggjuna hérna og tína. Það er enginn sem bannar það.“ Kræklingur sem nemendur tíndu af fiskeldiskvínni.Egill Aðalsteinsson Gísli Jón kveðst engar áhyggjur hafa af því hvort varasamt geti verið að borða kræklinginn og rifjar upp þá þumalfingursreglu að óhætt sé að tína krækling í þeim mánuðum sem hafa bókstafinn R í nafninu. „Ég spái aldrei í það. Ég borða þetta bara. Vestfirðirnir eru svo hreinir, sko. Hér er ekkert eitur,“ segir Gísli og hlær. „Kræklingur er vannýtt tegund á Íslandi og það er bara í framtíðinni. Við tökum það næst. Þegar við erum búin að byggja upp fiskeldið þá förum við í kræklinginn.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2012 fjallaði Stöð 2 um tilraun bónda í Gilsfirði til að koma á fót kræklingarækt:
Ísafjarðarbær Fiskeldi Um land allt Tengdar fréttir Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Vara við eitruðum kræklingi í Hvalfirði Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði eftir að DSP-þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum. 8. maí 2020 22:25 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42
Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11
Vara við eitruðum kræklingi í Hvalfirði Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði eftir að DSP-þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum. 8. maí 2020 22:25