NBA dagsins: Íhuguðu að mæta ekki til leiks í mótmælaskyni en unnu sætan sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2021 14:32 Leikmenn Boston Celtics krupu á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leikinn gegn Miami Heat í NBA-deildinni í nótt. getty/Michael Reaves Úrslitin réðust á lokandartökunum þegar Miami Heat tók á móti Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston vann leikinn, 105-107. Nýliðinn Payton Pritchard skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann tók þá sóknarfrákast eftir skot Marcus Smart og kom boltanum ofan í körfuna. Leikmenn Boston íhuguðu að spila leikinn ekki í mótmælaskyni við skrílslætin í þinghúsinu í Washington. Þeir mættu þó til leiks og unnu liðið sem sló þá út í úrslitum Austurdeildarinnar á síðasta tímabili. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston, eftir leikinn í nótt. „Íþróttir eru oft notaðar til að lyfta fólki upp og breiða út gleðina,“ sagði Jaylen Brown sem skoraði 21 stig fyrir Boston gegn Miami. Jayson Tatum var stigahæstur Boston-manna með 27 stig. Hetjan Pritchard skoraði sex stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á tuttugu mínútum. Þetta var þriðji sigur Boston í röð en liðið er í 4. sæti Austurdeildarinnar með sex sigra og þrjú töp. Miami er í 11. sæti með þrjá sigra og fjögur töp. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá allt það helsta úr leik Miami og Boston. Þar má einnig sjá brot úr sigri Philadelphia 76ers á Washington Wizards og úr sigri Phoenix Suns á Toronto Raptors sem og tíu flottustu tilþrif leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 7. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir NBA-þjálfararnir harðorðir í garð Trump og óeirðaseggjanna hans Þjálfarar í NBA deildinni voru mjög pólitískir eftir leiki NBA-deildarinnar í nótt og ekki af ástæðulausu. 7. janúar 2021 13:01 Nýliðinn tryggði Boston sigur á silfurliðinu Nýliðinn Payton Pritchard tryggði Boston Celtics sigur á Miami Heat, 105-107, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. 7. janúar 2021 08:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Sjá meira
Boston vann leikinn, 105-107. Nýliðinn Payton Pritchard skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann tók þá sóknarfrákast eftir skot Marcus Smart og kom boltanum ofan í körfuna. Leikmenn Boston íhuguðu að spila leikinn ekki í mótmælaskyni við skrílslætin í þinghúsinu í Washington. Þeir mættu þó til leiks og unnu liðið sem sló þá út í úrslitum Austurdeildarinnar á síðasta tímabili. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston, eftir leikinn í nótt. „Íþróttir eru oft notaðar til að lyfta fólki upp og breiða út gleðina,“ sagði Jaylen Brown sem skoraði 21 stig fyrir Boston gegn Miami. Jayson Tatum var stigahæstur Boston-manna með 27 stig. Hetjan Pritchard skoraði sex stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á tuttugu mínútum. Þetta var þriðji sigur Boston í röð en liðið er í 4. sæti Austurdeildarinnar með sex sigra og þrjú töp. Miami er í 11. sæti með þrjá sigra og fjögur töp. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá allt það helsta úr leik Miami og Boston. Þar má einnig sjá brot úr sigri Philadelphia 76ers á Washington Wizards og úr sigri Phoenix Suns á Toronto Raptors sem og tíu flottustu tilþrif leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 7. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir NBA-þjálfararnir harðorðir í garð Trump og óeirðaseggjanna hans Þjálfarar í NBA deildinni voru mjög pólitískir eftir leiki NBA-deildarinnar í nótt og ekki af ástæðulausu. 7. janúar 2021 13:01 Nýliðinn tryggði Boston sigur á silfurliðinu Nýliðinn Payton Pritchard tryggði Boston Celtics sigur á Miami Heat, 105-107, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. 7. janúar 2021 08:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Sjá meira
NBA-þjálfararnir harðorðir í garð Trump og óeirðaseggjanna hans Þjálfarar í NBA deildinni voru mjög pólitískir eftir leiki NBA-deildarinnar í nótt og ekki af ástæðulausu. 7. janúar 2021 13:01
Nýliðinn tryggði Boston sigur á silfurliðinu Nýliðinn Payton Pritchard tryggði Boston Celtics sigur á Miami Heat, 105-107, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. 7. janúar 2021 08:00