NBA dagsins: Beal naut sín í „klikkuðum slag“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 14:30 Bradley Beal með Devin Booker fyrir framan sig í leiknum í Washington í nótt. Getty/Patrick Smith Bradley Beal stal senunni í NBA-deildinni í nótt með stórleik í öruggum sigri Washington Wizards á Phoenix Suns, 128-107. Flottustu NBA-tilþrifin frá því í nótt má sjá í meðfylgjandi klippu. Lýsendur höfðu freistað þess að gera leik Washinton og Phoenix að uppgjöri Beal og Devin Booker, tveggja af bestu skotbakvörðum deildarinnar. Beal skoraði 34 stig og Booker 33, en það voru Beal og félagar sem fögnuðu loks heimasigri eftir fimm töp í röð í Washington. Það gerðu þeir þrátt fyrir að vera án Russell Westbrook sem verður frá keppni í að minnsta kosti viku til viðbótar vegna meiðsla í læri. Beal hló létt þegar hann var spurður hvort hann hefði merkt sérstaklega við leikinn við Phoenix á dagatalinu, vegna uppgjörsins við Booker: „Ég vissi nú ekki að við værum að fara að spila við Phoenix fyrr en í gærkvöldi. Ég get því ekki sagt að ég hafi merkt við leikinn. En ég veit að þegar ég mæti Booker þá mun hann gera sitt allra besta og þetta eru alltaf klikkaðar rimmur á milli okkar. Það besta er að hvorugur okkar er tilbúinn að láta undan heldur viljum við samkeppnina. Við munum ýta hvor öðrum áfram og kljást margsinnis í þessari deild en í kvöld höfðum við betur,“ sagði Beal. Beal á hluta af bestu tilþrifum næturinnar sem sjá má í lok myndskeiðsins hér að neðan. Aftur horfði Siakam á boltann dansa upp úr hringnum Það á ekki af Kamerúnanum Pascal Siakam að ganga. Annan leikinn í röð dansaði boltinn upp úr hringnum eftir lokaskot hans og Toronto Raptors urðu að sætta sig við tap gegn Portland Trail Blazers, 112-111. Siakam skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum, með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar, en það dugði ekki. CJ McCollum skoraði 30 stig og þar á meðal sigurkörfuna. Giannis Antetokounmpo sneri aftur með Milwaukee Bucks eftir minni háttar meiðsli og hafði sig heldur hægan í 121-99 sigri á Orlando Magic í nótt. Grikkinn lenti í villuvandræðum en skilaði þó 22 stigum. Milwaukee var 86-82 yfir fyrir lokafjórðunginn en stakk svo af og vann öruggan sigur. Klippa: NBA dagsins 12. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir „Það mun enginn vorkenna okkur“ Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. 12. janúar 2021 07:30 NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. 11. janúar 2021 14:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira
Lýsendur höfðu freistað þess að gera leik Washinton og Phoenix að uppgjöri Beal og Devin Booker, tveggja af bestu skotbakvörðum deildarinnar. Beal skoraði 34 stig og Booker 33, en það voru Beal og félagar sem fögnuðu loks heimasigri eftir fimm töp í röð í Washington. Það gerðu þeir þrátt fyrir að vera án Russell Westbrook sem verður frá keppni í að minnsta kosti viku til viðbótar vegna meiðsla í læri. Beal hló létt þegar hann var spurður hvort hann hefði merkt sérstaklega við leikinn við Phoenix á dagatalinu, vegna uppgjörsins við Booker: „Ég vissi nú ekki að við værum að fara að spila við Phoenix fyrr en í gærkvöldi. Ég get því ekki sagt að ég hafi merkt við leikinn. En ég veit að þegar ég mæti Booker þá mun hann gera sitt allra besta og þetta eru alltaf klikkaðar rimmur á milli okkar. Það besta er að hvorugur okkar er tilbúinn að láta undan heldur viljum við samkeppnina. Við munum ýta hvor öðrum áfram og kljást margsinnis í þessari deild en í kvöld höfðum við betur,“ sagði Beal. Beal á hluta af bestu tilþrifum næturinnar sem sjá má í lok myndskeiðsins hér að neðan. Aftur horfði Siakam á boltann dansa upp úr hringnum Það á ekki af Kamerúnanum Pascal Siakam að ganga. Annan leikinn í röð dansaði boltinn upp úr hringnum eftir lokaskot hans og Toronto Raptors urðu að sætta sig við tap gegn Portland Trail Blazers, 112-111. Siakam skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum, með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar, en það dugði ekki. CJ McCollum skoraði 30 stig og þar á meðal sigurkörfuna. Giannis Antetokounmpo sneri aftur með Milwaukee Bucks eftir minni háttar meiðsli og hafði sig heldur hægan í 121-99 sigri á Orlando Magic í nótt. Grikkinn lenti í villuvandræðum en skilaði þó 22 stigum. Milwaukee var 86-82 yfir fyrir lokafjórðunginn en stakk svo af og vann öruggan sigur. Klippa: NBA dagsins 12. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir „Það mun enginn vorkenna okkur“ Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. 12. janúar 2021 07:30 NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. 11. janúar 2021 14:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira
„Það mun enginn vorkenna okkur“ Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. 12. janúar 2021 07:30
NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. 11. janúar 2021 14:30