Stjórnun í fjarvinnu Tinni Jóhannesson skrifar 13. janúar 2021 10:00 Síðustu mánuði hefur dagleg starfsemi flestallra vinnustaða landsins raskast umtalsvert þar sem stór hluti teyma hefur verið að hluta til, eða jafnvel að öllu leyti, í fjarvinnu. Fyrir marga stjórnendur er þessi breyting mikil áskorun. Þeim finnst erfitt að hafa teymin sín ekki innan seilingar og þá ríkir óöryggi um afköst starfsfólks, hverjir séu að skila sínu og hverjir ekki. Mörgum finnst erfitt að ræða þessar áskoranir án þess að það hljómi sem vantraust í garð starfsfólks. Hvernig á að haga daglegri stjórnun, viðhalda upplýsingaflæði og tryggja að væntingum stjórnenda sé mætt um tímanlega framvindu verkefna í fjarvinnu? Fjölmiðlar hafa greint frá því að kannanir sýni að starfsfólk sé bæði afkastameira og hamingjusamara í fjarvinnu. Flestar slíkar kannanir byggjast á mati starfsfólksins sjálfs, sem gefur nokkuð rétta mynd af hamingjunni en er ekki endilega áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að afköstum. Á tímum hagræðingar og niðurskurðar er ólíklegt að starfsfólk viðurkenni að það sé í raun að skila minni vinnu en venjulega. Það getur vel verið að sumt starfsfólk sé í raun afkastameiri heima hjá sér en þó eru sumir sem setja í þvottavélina á milli símtala og eru reglulega truflaðir af heimilisfólki yfir daginn. Miðað við stutta athyglisspönn nútímafólks er ekki skrýtið þó stjórnendur séu tortryggnir. Niðurstöður rannsóknar sem unnin var innan danska háskólans DTU sýna að stjórnendur upplifa meira álag í fjarvinnu en starfsfólkið undir þeim. Hvernig ætli standi á því? Mæðir meira á stjórnendum að skipuleggja störf undirmanna sinni en áður? Eru minni kröfur gerðar til starfsfólk í slíku ástandi? Í samtölum mínum við stjórnendur kemur oftar en ekki í ljós að þeir hafa ekki fengið stuðning og aðstoð við að aðlagast nýju umhverfi. Sum fyrirtæki hafa tekið upp á því að breyta ráðningarsamningum sínum í anda fjarvinnu þar sem þeir taka þátt í kaupum á búnaði fyrir fjarvinnu. Flestir eru því tæknilega vel búnir undir þennan nýja raunveruleika en eftir situr sú staðreynd að fæstir fá annars konar stuðning í sínu starfi. Teymisvinna hefur haldið sinni upprunalegu mynd sem gerir þennan veruleika óþægilegan fyrir stjórnendur, hægir á framgangi verkefna og skapar núning innan teyma. Þeir sem eru í stærstu vandræðunum eru svo augljóslega þeir sem eiga stóra tækniskuld yfir höfði sér og hafa neyðst til að taka stórt tækniskref á einu bretti, með tilheyrandi kostnaði, ásamt þeim sem hafa tamið sér vinnuaðferðir eða vinnustaðamenningu sem ber vott um vantraust og örstjórnun. Nú spyrja sig margir hvort við þurfum að endurhugsa hvernig við vinnum og stjórnum. Getur verið að stjórnun teyma muni fara til baka í fyrra horf vegna þess að sumum stjórnendum hentar betur að hafa starfsfólk á staðnum og nálægt sér, þegar þetta er allt afstaðið? Flestir vilja eflaust komast aftur á skrifstofuna en það besta sem stjórnendur gætu gert í núverandi stöðu er að grípa tækifærið til bestunar. Höfundur er ráðningarstjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarvinna Stjórnun Vinnumarkaður Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði hefur dagleg starfsemi flestallra vinnustaða landsins raskast umtalsvert þar sem stór hluti teyma hefur verið að hluta til, eða jafnvel að öllu leyti, í fjarvinnu. Fyrir marga stjórnendur er þessi breyting mikil áskorun. Þeim finnst erfitt að hafa teymin sín ekki innan seilingar og þá ríkir óöryggi um afköst starfsfólks, hverjir séu að skila sínu og hverjir ekki. Mörgum finnst erfitt að ræða þessar áskoranir án þess að það hljómi sem vantraust í garð starfsfólks. Hvernig á að haga daglegri stjórnun, viðhalda upplýsingaflæði og tryggja að væntingum stjórnenda sé mætt um tímanlega framvindu verkefna í fjarvinnu? Fjölmiðlar hafa greint frá því að kannanir sýni að starfsfólk sé bæði afkastameira og hamingjusamara í fjarvinnu. Flestar slíkar kannanir byggjast á mati starfsfólksins sjálfs, sem gefur nokkuð rétta mynd af hamingjunni en er ekki endilega áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að afköstum. Á tímum hagræðingar og niðurskurðar er ólíklegt að starfsfólk viðurkenni að það sé í raun að skila minni vinnu en venjulega. Það getur vel verið að sumt starfsfólk sé í raun afkastameiri heima hjá sér en þó eru sumir sem setja í þvottavélina á milli símtala og eru reglulega truflaðir af heimilisfólki yfir daginn. Miðað við stutta athyglisspönn nútímafólks er ekki skrýtið þó stjórnendur séu tortryggnir. Niðurstöður rannsóknar sem unnin var innan danska háskólans DTU sýna að stjórnendur upplifa meira álag í fjarvinnu en starfsfólkið undir þeim. Hvernig ætli standi á því? Mæðir meira á stjórnendum að skipuleggja störf undirmanna sinni en áður? Eru minni kröfur gerðar til starfsfólk í slíku ástandi? Í samtölum mínum við stjórnendur kemur oftar en ekki í ljós að þeir hafa ekki fengið stuðning og aðstoð við að aðlagast nýju umhverfi. Sum fyrirtæki hafa tekið upp á því að breyta ráðningarsamningum sínum í anda fjarvinnu þar sem þeir taka þátt í kaupum á búnaði fyrir fjarvinnu. Flestir eru því tæknilega vel búnir undir þennan nýja raunveruleika en eftir situr sú staðreynd að fæstir fá annars konar stuðning í sínu starfi. Teymisvinna hefur haldið sinni upprunalegu mynd sem gerir þennan veruleika óþægilegan fyrir stjórnendur, hægir á framgangi verkefna og skapar núning innan teyma. Þeir sem eru í stærstu vandræðunum eru svo augljóslega þeir sem eiga stóra tækniskuld yfir höfði sér og hafa neyðst til að taka stórt tækniskref á einu bretti, með tilheyrandi kostnaði, ásamt þeim sem hafa tamið sér vinnuaðferðir eða vinnustaðamenningu sem ber vott um vantraust og örstjórnun. Nú spyrja sig margir hvort við þurfum að endurhugsa hvernig við vinnum og stjórnum. Getur verið að stjórnun teyma muni fara til baka í fyrra horf vegna þess að sumum stjórnendum hentar betur að hafa starfsfólk á staðnum og nálægt sér, þegar þetta er allt afstaðið? Flestir vilja eflaust komast aftur á skrifstofuna en það besta sem stjórnendur gætu gert í núverandi stöðu er að grípa tækifærið til bestunar. Höfundur er ráðningarstjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun