Darri Freyr: Okkur finnst allt of hratt farið Árni Jóhannsson skrifar 14. janúar 2021 21:50 „Já þetta er ógeðslega leiðinlegt en við verðum bara að horfa í það að þetta var í rétta átt,“ sagði þjálfari KR strax eftir að hans menn töpuðu fyrir Tindastól í háspennuleik í DHL-höllinni fyrr í kvöld. Leikar enduðu 101-104 fyrir gestina. „Sérstaklega ef það er litið til þess að það er bara mánuður af æfingum frá því að við spiluðum við Njarðvík en náttúrlega mikið fleiri dagar. Ég er mjög ánægður með hlutina sem við náðum að færa í rétta átt sóknarlega og það er alveg ljóst að við munum bæta við okkur stórum leikmanni. Við ætlum ekki alveg að vera svona litlir. Við töluðum um það í hálfleik að ef að Tindastóll hittir eins og í fyrri hálfleik þá verður þetta erfitt og bara vel gert.“ Leikurinn byrjaði mjög hratt og var mikið skorað og Darri var spurður út í hvort það hafi verið erfitt að stýra spennustiginuí sínum leikmönnum sökum tilhlökkunar fyrir leiknum. „Ég held að menn hafi svo bara verið orðnir þreyttir eftir fyrstu tvær mínúturnar. Mér fannst áhugavert að sjá það og það kom okkur dálítið á óvart að Stólarnir spiluðu dálítið hratt þrátt fyrir mikla hæð í liðinu þannig að þetta varð mjög opið og skemmtilegt og okkur leið mjög vel sóknarlega. Við vorum á því að við gætum alveg lagað það sem var að varnarlega og það gerðist í seinni hálfleik og svo bara urðum við smá þreyttir og hefðum getað framkvæmt hlutina betur á köflum. Heilt yfir er ég samt þokkalega bjartur.“ Tyler Sabin skoraði 46 stig í sínum fyrsta leik hér á landi og var Darri beðinn um að segja hvernig honum leist á nýja leikmanninn sinn. „Hann var stigahæstur í Svíþjóð þannig að þetta kemur kannski ekki á óvart þó svo að við séum bara búnir að vera með honum í nokkra daga. Þetta er ágætis fyrsti leikur það er alveg klárt“, sagði Darri og brosti út í annað. Mjög sáttur við að hafa landað þessum leikmanni. Darri sagði að það væri ekkert fast í hendi varðandi nýja leikmenn og ræddi svo aðeins hvernig ástandið er að hafa áhrif á leikmannaskipti og körfuboltavertíðina í heild sinni. „Ég get ekkert staðfest en KR tók þá ákvörðun að bíða aðeins með þetta þangað til að það væri komið skýrt svar um hvort það yrði spilað. Okkur fannst náttúrulega alltof hratt farið af stað í það, við hefðum viljað spila æfingaleik og hefðum viljað hafa tíma til þess að taka ábyrga afstöðu til að koma leikmönnum til landsins. Það var ekki í boði. Ef það hefði brugðið til hins vegarins þá hefði þetta litið rosalega vel út en að sama en nú erum við dálítið að elta skottið á okkur og þurfum að hafa hraðar hendur. En á sama tíma þurfum við að taka skynsamlega ákvörðun.“ Darri kallaði eftir skýru verklagi varðandi ýmsa hluti um daginn og var spurður hvort einhver svör hefðu komið frá KKÍ. „Það voru náttúrlega gefnar út einhvejar reglur og ég ætla ekkert að dvelja við þetta lengur. Ég lýsti minni skoðun fyrir löngu síðan en ég fékk ekkert frá KKÍ varðandi þær hugmyndir en ég er bara til í að spila 22 leiki núna. Og sem betur fer er núna stutt í næsta leik. Þannig að þetta er bara gaman.“ Dominos-deild karla KR Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Leikar enduðu 101-104 fyrir gestina. „Sérstaklega ef það er litið til þess að það er bara mánuður af æfingum frá því að við spiluðum við Njarðvík en náttúrlega mikið fleiri dagar. Ég er mjög ánægður með hlutina sem við náðum að færa í rétta átt sóknarlega og það er alveg ljóst að við munum bæta við okkur stórum leikmanni. Við ætlum ekki alveg að vera svona litlir. Við töluðum um það í hálfleik að ef að Tindastóll hittir eins og í fyrri hálfleik þá verður þetta erfitt og bara vel gert.“ Leikurinn byrjaði mjög hratt og var mikið skorað og Darri var spurður út í hvort það hafi verið erfitt að stýra spennustiginuí sínum leikmönnum sökum tilhlökkunar fyrir leiknum. „Ég held að menn hafi svo bara verið orðnir þreyttir eftir fyrstu tvær mínúturnar. Mér fannst áhugavert að sjá það og það kom okkur dálítið á óvart að Stólarnir spiluðu dálítið hratt þrátt fyrir mikla hæð í liðinu þannig að þetta varð mjög opið og skemmtilegt og okkur leið mjög vel sóknarlega. Við vorum á því að við gætum alveg lagað það sem var að varnarlega og það gerðist í seinni hálfleik og svo bara urðum við smá þreyttir og hefðum getað framkvæmt hlutina betur á köflum. Heilt yfir er ég samt þokkalega bjartur.“ Tyler Sabin skoraði 46 stig í sínum fyrsta leik hér á landi og var Darri beðinn um að segja hvernig honum leist á nýja leikmanninn sinn. „Hann var stigahæstur í Svíþjóð þannig að þetta kemur kannski ekki á óvart þó svo að við séum bara búnir að vera með honum í nokkra daga. Þetta er ágætis fyrsti leikur það er alveg klárt“, sagði Darri og brosti út í annað. Mjög sáttur við að hafa landað þessum leikmanni. Darri sagði að það væri ekkert fast í hendi varðandi nýja leikmenn og ræddi svo aðeins hvernig ástandið er að hafa áhrif á leikmannaskipti og körfuboltavertíðina í heild sinni. „Ég get ekkert staðfest en KR tók þá ákvörðun að bíða aðeins með þetta þangað til að það væri komið skýrt svar um hvort það yrði spilað. Okkur fannst náttúrulega alltof hratt farið af stað í það, við hefðum viljað spila æfingaleik og hefðum viljað hafa tíma til þess að taka ábyrga afstöðu til að koma leikmönnum til landsins. Það var ekki í boði. Ef það hefði brugðið til hins vegarins þá hefði þetta litið rosalega vel út en að sama en nú erum við dálítið að elta skottið á okkur og þurfum að hafa hraðar hendur. En á sama tíma þurfum við að taka skynsamlega ákvörðun.“ Darri kallaði eftir skýru verklagi varðandi ýmsa hluti um daginn og var spurður hvort einhver svör hefðu komið frá KKÍ. „Það voru náttúrlega gefnar út einhvejar reglur og ég ætla ekkert að dvelja við þetta lengur. Ég lýsti minni skoðun fyrir löngu síðan en ég fékk ekkert frá KKÍ varðandi þær hugmyndir en ég er bara til í að spila 22 leiki núna. Og sem betur fer er núna stutt í næsta leik. Þannig að þetta er bara gaman.“
Dominos-deild karla KR Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira