Ingibjörg Sólrún segist spennt fyrir nýju starfi hjá SÞ í Írak Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2021 21:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun hefja störf, sem staðgengill fulltrúa aðalritara Sameinuðu þjóðanna í Írak, í mars. Vísir/Vilhelm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður, hefur verið skipuð sem staðgengill fulltrúa António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í Írak. Hún segist spennt fyrir starfinu og verkefnunum sem því fylgja. „Ég er mjög spennt fyrir starfinu. Ég var nú ekkert að hugsa mér til hreyfings og hélt ég væri bara komin heim. Svo bauðst mér þetta og mér finnst þetta spennandi, þetta er á mínu áhugasviði og þar af leiðandi ákvað ég að slá til,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Vísi. Starfið felst einna helst í því að aðstoða stjórnvöld við undirbúning og framkvæmd kosninga og eftirlit með mannréttindamálum, sem er sama svið og Ingibjörg starfaði við hjá ÖSE sem yfirmaður Lýðræðis- og mannréttindastofnunar hennar. „Þetta er mjög skylt því starfi að ýmsu leyti sem að ég gegndi hjá ÖSE. Ég var sem yfirmaður lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar hjá ÖSE yfir kosningadeildinni og hafði með lýðræðismálin að gera og það er á því sviði sem þetta starf er. Ég verð aðallega með pólitísku málin og kosningar, þannig að þetta er skylt því sem ég hef verið að gera.,“ segir Ingibjörg. „En þetta er auðvitað alltaf til aðstoðar þeim, þau ráða för. Starfið felst líka í mannréttindamálum, þau koma þarna líka inn.“ „Eins lengi og maður getur lært eitthvað er það gaman“ Ingibjörg verður búsett í Bagdad, höfuðborg Írak, og flytur hún þangað í mars þegar hún hefur störf. Hún segist undirbúin fyrir það að flytja til Írak, en hún starfaði áður í Afganistan hjá UN Women. „Ég hef verið í Afganistan, ég veit hvernig það er að vera í landi þar sem átök hafa átt sér stað. Ég geri ráð fyrir, og mér sýnist Írak vera betra en Afganistan. Ég veit alveg hvað ég er að fara út í,“ segir Ingibjörg. „Mér finnst þetta mjög spennandi heimshluti. Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á Mið-Austurlöndum. Mér finnst heimshlutinn spennandi, mér finnst verkefnin spennandi og ég er viss um að þetta er tækifæri til þess að læra margt nýtt. Eins lengi og maður getur lært eitthvað er það gaman,“ segir Ingibjörg Sólrún. Sameinuðu þjóðirnar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. 14. júlí 2020 13:27 Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
„Ég er mjög spennt fyrir starfinu. Ég var nú ekkert að hugsa mér til hreyfings og hélt ég væri bara komin heim. Svo bauðst mér þetta og mér finnst þetta spennandi, þetta er á mínu áhugasviði og þar af leiðandi ákvað ég að slá til,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Vísi. Starfið felst einna helst í því að aðstoða stjórnvöld við undirbúning og framkvæmd kosninga og eftirlit með mannréttindamálum, sem er sama svið og Ingibjörg starfaði við hjá ÖSE sem yfirmaður Lýðræðis- og mannréttindastofnunar hennar. „Þetta er mjög skylt því starfi að ýmsu leyti sem að ég gegndi hjá ÖSE. Ég var sem yfirmaður lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar hjá ÖSE yfir kosningadeildinni og hafði með lýðræðismálin að gera og það er á því sviði sem þetta starf er. Ég verð aðallega með pólitísku málin og kosningar, þannig að þetta er skylt því sem ég hef verið að gera.,“ segir Ingibjörg. „En þetta er auðvitað alltaf til aðstoðar þeim, þau ráða för. Starfið felst líka í mannréttindamálum, þau koma þarna líka inn.“ „Eins lengi og maður getur lært eitthvað er það gaman“ Ingibjörg verður búsett í Bagdad, höfuðborg Írak, og flytur hún þangað í mars þegar hún hefur störf. Hún segist undirbúin fyrir það að flytja til Írak, en hún starfaði áður í Afganistan hjá UN Women. „Ég hef verið í Afganistan, ég veit hvernig það er að vera í landi þar sem átök hafa átt sér stað. Ég geri ráð fyrir, og mér sýnist Írak vera betra en Afganistan. Ég veit alveg hvað ég er að fara út í,“ segir Ingibjörg. „Mér finnst þetta mjög spennandi heimshluti. Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á Mið-Austurlöndum. Mér finnst heimshlutinn spennandi, mér finnst verkefnin spennandi og ég er viss um að þetta er tækifæri til þess að læra margt nýtt. Eins lengi og maður getur lært eitthvað er það gaman,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Sameinuðu þjóðirnar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. 14. júlí 2020 13:27 Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
„Þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. 14. júlí 2020 13:27
Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02