„Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2021 16:33 Þinghald í málinu var lokað. Vísir/Vilhelm Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði. Dómurinn hefur verið birtur á vefsíðu dómstólsins en þinghald í málinu var lokað. Eiginmaðurinn neitaði sök en gat með engu sagt til um hvernig andlát eiginkonu hans bar að höndum laugardaginn 28. mars 2020. Uppkomin börn hjónanna lýstu sambandi þeirra sem fallegu, engin saga af ofbeldi en þó væru áhyggjur af mikill drykkju þeirra en þau brugguðu sjálf vín. Verjandi eiginmannsins hefur áfrýjað niðurstöðunni í héraði til Landsréttar. Hringdi fyrst í börnin en ekki Neyðarlínuna Sonur hjónanna og tengdadóttir sögðust hafa litið inn til hjónanna föstudagskvöldið 27. mars en yfirgefið líklega um ellefuleytið. Eiginmaðurinn sagði þau hjónin hafa horft á sjónvarp og haldið drykkju áfram. Hve lengi vissi hann ekki en allt í einu hefði hann drukkið of mikið og farið í „blackout“. Hann sagðist síðast muna eftir sér sitjandi í sófanum að horfa á sjónvarpið. Mögulega hefði hann rumskað um morguninn eða í hádeginu á laugardeginum en snúið sér á hina hliðina og haldið áfram að sofa. Síðla dags hefði hann vaknað, farið á klósettið og fengið sér vatn. Hann hefði ítrekað kallað til eiginkonunnar sem svaf á öðrum sófa í stofunni. Þegar hann hefði farið til hennar hefði hann komið að henni látinni. Hans viðbrögð voru að hringja í uppkomin börn sín og segja þeim frá. Það var svo tengdasonur hans sem hringdi í Neyðarlínuna eftir að þau voru komin á vettvang. Læknir átti erfitt með að athafna sig Tilkynning barst lögreglu um klukkan 18:40 og fóru tveir lögreglumenn á vettvang. Lík konunnar lá í sófa í stofu hússins og búið að breiða teppi yfir líkið. Annar lögreglumaðurinn kannaði lífsmörk, þar með talinn púls, og fann að konan var köld viðkomu og byrjuð að stífna. Læknir mætti svo á vettvang og staðfesti andlát klukkan 19:24. Rannsóknarlögreglumaður á vettvangi sagði eiginmanninn hafa viljað stjórna hvernig komið var að líkinu og hver stóð því nærri. Læknirinn hefði lítinn frið fengið til að athafna sig því eiginmaðurinn hefði verið alveg ofan í honum. Lögreglumaðurinn hefði þurft að biðja hann um að færa sig svo læknirinn gæti sinnt starfi sínu. Niðurstaða skoðunar læknisins á líkinu var sú að dánarorsök væri óljós. Í framhaldi fór lögreglustjórinn á Suðurnesjum fram á réttarkrufningu. Eiginmaðurinn hafði upphaflega sagt: „Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ en eftir tiltölu eins barns þeirra hefði hann heimilað krufninguna. Dánarorsökin talin kyrkingartak Niðurstaða réttarkrufningu var sú að sterklega benti til þess að dánarorsök konunnar hefði verið þrýstingur um hálsinn og svo köfnun. Krufnin og smásjárskoðun hefðu ekki sýnt neinar sjúkdómsbreytingar sem skýrt gætu dauðsfallið á annan hátt eða verið samverkandi þáttur í dauðanum. Niðurstöðurnar bentu til þess sterklega að dauðsfallið hefði verið afleiðing taks annars manns um hálsinn. Réttarmeinafræðingur var fengin til að meta niðurstöðurnar. Hann taldi sjáanleg meiðslin líta þannig út að allt benti til þess að þau væru afleiðing ofbeldis annars einstaklings. Var það afdráttarlaus niðurstaða þriggja réttarmeinafræðinga við rannsókn málsins að dánarorsökin væri kyrkingartak annars manns. Möguleg áhrif áfengis og lyfja? Tveir dómkvaddir réttarmeinafræðingar voru dómkvaddir og fengnir til að svara sex spurningum að beiðni verjanda eiginmannsins. Var lögð mest áhersla á þann möguleika hvort konan hefði látist vegna samverkandi áhrifa áfengis og lyfja. Samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarstofu Háskóla Íslands mældist etanól í blóði hinnar látnu 3,12 prómill auk þess sem klórdíasepokíð 440 ng/mL hefði mælst í blóði. Var það niðurstaða þessara réttarmeinafræðinga að sú dánarorsök væri aðeins útilokunargreining ef ekki greindust aðrar skýringar á andláti. Í því sambandi þyrfti að horfa til vísbendingar um kyrkingu á hálsi sem dánarorsök. Þeir töldu kyrkingu líklegri dánarorsök en þeir gætu þó ekki svarað spurningunni afgerandi á grundvelli þeirra gagna sem þeir höfðu undir höndum. Þessi vafi varð meðal annars til þess að eiginmanninum var sleppt úr gæsluvarðhaldi á haustmánuðum eftir að hafa setið inni síðan í mars. Fjölskipaður héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa rakið framburð og skýringar réttarmeinafræðinganna, þar sem framburður þeirra sem komu að krufningunni á sínum tíma vó þyngra, að héraðssaksóknara hefði tekist að sanna, svo ekki yrði véfengt með skynsamlegum rökum, að dánarorsök konunnar hefði verið köfnun vegna kyrkingartaks annars manns. Engin ummerki um innbrot Í framhaldinu velti héraðsdómur fyrir sér hvort einhver annar en eiginmaðurinn hefði getað veitt konunni kyrkingartakið sem leiddi til dauða. Af framburði læknis á vettvangi um stirðnun líksins á vettvangi klukkan 19:24 ljóst að konan hefði andast sama dag einhvern tímann fyrir klukkan 17. Fyrir lá að hjónin bjuggu ein í húsinu og sagðist eiginmaðurinn ekki vita annað en að húsið hefði verið læst. Börn hans hefðu lykil að húsinu en aðrir ekki. Hann hefði ekki opnað húsið fyrr en börn hans komu á vettvang eftir að hann kom að konu sinni látinni. Rannsóknarlögreglumaður sagði engin ummerki um innbrot. Langlíklegast væri að hjónin hefðu verið tvö í húsinu þegar konan lést. Breyttur framburður Dómurinn leit til þess að framburður eiginmannsins á vettvangi var ólíkur þeim sem hann gaf hjá lögreglu og síðar fyrir dómi. Þannig sagðist hann á vettvangi umræddan laugardag hafa vaknað ásamt konu sinni um morguninn og hún ekki borið með sér að nokkuð væri að hrjá hana. Þau hafi svo lagt sig í sófanum um hádegisbil. Hann hefði svo vaknað nokkru síðar og séð eiginkonu sína hreyfingarlausa í sófanum. Þannig gat hann í upphafi greint nokkuð frá atvikum. Þessi frásögn samrýmdist betur gögnum um netnotkun og hreyfingu mæla á fjölmiðlaneyslu sem karlmaðurinn var með á sér en lögregla aflaði sér þessara gagna við rannsókn málsins. Síðar bar hann fyrir sig minnisleysi þar til hann hefði vaknað seinni part laugardags. Þá leit dómurinn til þess að læknir og rannsóknarlögreglumaður báru fyrir dómi að hegðun eiginmannsins á vettvangi hefði vakið athygli þeirra. Var á þeim að skilja að eiginmaðurinn hefði reynt að takmarka skoðun læknis á hinni látnu. Metinn sakhæfur Dómurinn taldi ekkert hafa komið fram í málinu sem benti til þess að þriðji aðili hefði komið á heimili þeirra hjóna umrædda nótt. Því taldi dómurinn ljóst að karlmaðurinn hefði banað eiginkonu sinni með því að þrengja að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Í geðmati eiginmannsins kom fram að hann skildi lög og reglur samfélagsins og vissi mun á réttu og röngu. Hann væri því sakhæfur. Honum hafði ekki áður verið gerð refsing og þótti fjölskipuðum héraðsdómi, skipuðum tveimur héraðsdómurum og sérfræðilækni, fjórtán ára fangelsi hæfileg refsing. Þá var hann dæmdur til að greiða rúma 1,5 milljón króna í sakarkostnað auk þóknun verjanda og útlagðan kostnað hans. Suðurnesjabær Dómsmál Manndráp í Sandgerði Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Dómurinn hefur verið birtur á vefsíðu dómstólsins en þinghald í málinu var lokað. Eiginmaðurinn neitaði sök en gat með engu sagt til um hvernig andlát eiginkonu hans bar að höndum laugardaginn 28. mars 2020. Uppkomin börn hjónanna lýstu sambandi þeirra sem fallegu, engin saga af ofbeldi en þó væru áhyggjur af mikill drykkju þeirra en þau brugguðu sjálf vín. Verjandi eiginmannsins hefur áfrýjað niðurstöðunni í héraði til Landsréttar. Hringdi fyrst í börnin en ekki Neyðarlínuna Sonur hjónanna og tengdadóttir sögðust hafa litið inn til hjónanna föstudagskvöldið 27. mars en yfirgefið líklega um ellefuleytið. Eiginmaðurinn sagði þau hjónin hafa horft á sjónvarp og haldið drykkju áfram. Hve lengi vissi hann ekki en allt í einu hefði hann drukkið of mikið og farið í „blackout“. Hann sagðist síðast muna eftir sér sitjandi í sófanum að horfa á sjónvarpið. Mögulega hefði hann rumskað um morguninn eða í hádeginu á laugardeginum en snúið sér á hina hliðina og haldið áfram að sofa. Síðla dags hefði hann vaknað, farið á klósettið og fengið sér vatn. Hann hefði ítrekað kallað til eiginkonunnar sem svaf á öðrum sófa í stofunni. Þegar hann hefði farið til hennar hefði hann komið að henni látinni. Hans viðbrögð voru að hringja í uppkomin börn sín og segja þeim frá. Það var svo tengdasonur hans sem hringdi í Neyðarlínuna eftir að þau voru komin á vettvang. Læknir átti erfitt með að athafna sig Tilkynning barst lögreglu um klukkan 18:40 og fóru tveir lögreglumenn á vettvang. Lík konunnar lá í sófa í stofu hússins og búið að breiða teppi yfir líkið. Annar lögreglumaðurinn kannaði lífsmörk, þar með talinn púls, og fann að konan var köld viðkomu og byrjuð að stífna. Læknir mætti svo á vettvang og staðfesti andlát klukkan 19:24. Rannsóknarlögreglumaður á vettvangi sagði eiginmanninn hafa viljað stjórna hvernig komið var að líkinu og hver stóð því nærri. Læknirinn hefði lítinn frið fengið til að athafna sig því eiginmaðurinn hefði verið alveg ofan í honum. Lögreglumaðurinn hefði þurft að biðja hann um að færa sig svo læknirinn gæti sinnt starfi sínu. Niðurstaða skoðunar læknisins á líkinu var sú að dánarorsök væri óljós. Í framhaldi fór lögreglustjórinn á Suðurnesjum fram á réttarkrufningu. Eiginmaðurinn hafði upphaflega sagt: „Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ en eftir tiltölu eins barns þeirra hefði hann heimilað krufninguna. Dánarorsökin talin kyrkingartak Niðurstaða réttarkrufningu var sú að sterklega benti til þess að dánarorsök konunnar hefði verið þrýstingur um hálsinn og svo köfnun. Krufnin og smásjárskoðun hefðu ekki sýnt neinar sjúkdómsbreytingar sem skýrt gætu dauðsfallið á annan hátt eða verið samverkandi þáttur í dauðanum. Niðurstöðurnar bentu til þess sterklega að dauðsfallið hefði verið afleiðing taks annars manns um hálsinn. Réttarmeinafræðingur var fengin til að meta niðurstöðurnar. Hann taldi sjáanleg meiðslin líta þannig út að allt benti til þess að þau væru afleiðing ofbeldis annars einstaklings. Var það afdráttarlaus niðurstaða þriggja réttarmeinafræðinga við rannsókn málsins að dánarorsökin væri kyrkingartak annars manns. Möguleg áhrif áfengis og lyfja? Tveir dómkvaddir réttarmeinafræðingar voru dómkvaddir og fengnir til að svara sex spurningum að beiðni verjanda eiginmannsins. Var lögð mest áhersla á þann möguleika hvort konan hefði látist vegna samverkandi áhrifa áfengis og lyfja. Samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarstofu Háskóla Íslands mældist etanól í blóði hinnar látnu 3,12 prómill auk þess sem klórdíasepokíð 440 ng/mL hefði mælst í blóði. Var það niðurstaða þessara réttarmeinafræðinga að sú dánarorsök væri aðeins útilokunargreining ef ekki greindust aðrar skýringar á andláti. Í því sambandi þyrfti að horfa til vísbendingar um kyrkingu á hálsi sem dánarorsök. Þeir töldu kyrkingu líklegri dánarorsök en þeir gætu þó ekki svarað spurningunni afgerandi á grundvelli þeirra gagna sem þeir höfðu undir höndum. Þessi vafi varð meðal annars til þess að eiginmanninum var sleppt úr gæsluvarðhaldi á haustmánuðum eftir að hafa setið inni síðan í mars. Fjölskipaður héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa rakið framburð og skýringar réttarmeinafræðinganna, þar sem framburður þeirra sem komu að krufningunni á sínum tíma vó þyngra, að héraðssaksóknara hefði tekist að sanna, svo ekki yrði véfengt með skynsamlegum rökum, að dánarorsök konunnar hefði verið köfnun vegna kyrkingartaks annars manns. Engin ummerki um innbrot Í framhaldinu velti héraðsdómur fyrir sér hvort einhver annar en eiginmaðurinn hefði getað veitt konunni kyrkingartakið sem leiddi til dauða. Af framburði læknis á vettvangi um stirðnun líksins á vettvangi klukkan 19:24 ljóst að konan hefði andast sama dag einhvern tímann fyrir klukkan 17. Fyrir lá að hjónin bjuggu ein í húsinu og sagðist eiginmaðurinn ekki vita annað en að húsið hefði verið læst. Börn hans hefðu lykil að húsinu en aðrir ekki. Hann hefði ekki opnað húsið fyrr en börn hans komu á vettvang eftir að hann kom að konu sinni látinni. Rannsóknarlögreglumaður sagði engin ummerki um innbrot. Langlíklegast væri að hjónin hefðu verið tvö í húsinu þegar konan lést. Breyttur framburður Dómurinn leit til þess að framburður eiginmannsins á vettvangi var ólíkur þeim sem hann gaf hjá lögreglu og síðar fyrir dómi. Þannig sagðist hann á vettvangi umræddan laugardag hafa vaknað ásamt konu sinni um morguninn og hún ekki borið með sér að nokkuð væri að hrjá hana. Þau hafi svo lagt sig í sófanum um hádegisbil. Hann hefði svo vaknað nokkru síðar og séð eiginkonu sína hreyfingarlausa í sófanum. Þannig gat hann í upphafi greint nokkuð frá atvikum. Þessi frásögn samrýmdist betur gögnum um netnotkun og hreyfingu mæla á fjölmiðlaneyslu sem karlmaðurinn var með á sér en lögregla aflaði sér þessara gagna við rannsókn málsins. Síðar bar hann fyrir sig minnisleysi þar til hann hefði vaknað seinni part laugardags. Þá leit dómurinn til þess að læknir og rannsóknarlögreglumaður báru fyrir dómi að hegðun eiginmannsins á vettvangi hefði vakið athygli þeirra. Var á þeim að skilja að eiginmaðurinn hefði reynt að takmarka skoðun læknis á hinni látnu. Metinn sakhæfur Dómurinn taldi ekkert hafa komið fram í málinu sem benti til þess að þriðji aðili hefði komið á heimili þeirra hjóna umrædda nótt. Því taldi dómurinn ljóst að karlmaðurinn hefði banað eiginkonu sinni með því að þrengja að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Í geðmati eiginmannsins kom fram að hann skildi lög og reglur samfélagsins og vissi mun á réttu og röngu. Hann væri því sakhæfur. Honum hafði ekki áður verið gerð refsing og þótti fjölskipuðum héraðsdómi, skipuðum tveimur héraðsdómurum og sérfræðilækni, fjórtán ára fangelsi hæfileg refsing. Þá var hann dæmdur til að greiða rúma 1,5 milljón króna í sakarkostnað auk þóknun verjanda og útlagðan kostnað hans.
Suðurnesjabær Dómsmál Manndráp í Sandgerði Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira