Gríðarlegt vatnstjón í HÍ: Meira en tvö þúsund tonn af vatni runnu út eftir rof á kaldavatnslögn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2021 06:26 Þessi mynd er tekin núna á áttunda tímanum í einni af byggingum háskólans sem flæddi inn í. Vísir/Arnar Ljóst þykir að gríðarmikið vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. Röskun verður á skólastarfi HÍ í dag vegna vatnslekans samkvæmt upplýsingum frá skólanum en neyðarstjórn skólans hittist á fundi núna klukkan átta. Sjá tilkynningu skólans hér fyrir neðan: Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum Háskólans. (Þetta á við um alla starfsemi, þ.m.t. kennslu, rannsóknir og þjónustu). Nánari upplýsingar verða veittar um leið og fram vindur en verið er að dæla vatni úr húsnæði skólans. Fram hefur komið í fréttum að rof hafi komið á stóra kaldavatnsæð í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Ljóst er að mikið verk er framundan við að koma aðstöðunni í samt horf. Eins og sést á þessari mynd sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti á Facebook er allt á floti í HÍ.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Það var skömmu eftir klukkan eitt í nótt sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna lekans. Fóru mannskapur og dælubílar frá þremur stöðvum á staðinn. Eru slökkviliðsmenn enn við vinnu á vettvangi að sögn varðstjóra en búið er að senda ferska menn á staðinn þar sem dagvaktin hefur nú tekið við af næturvaktinni. Í tilkynningu frá Veitum segir að talið sé að lekinn sé tengdur framkvæmdum við endurnýjun vatnslagna á Suðurgötu. Lekinn kom upp í lokahúsi vatnsveitu sunnan við aðalbyggingu HÍ. Hann uppgötvaðist í stjórnstöð vatns hjá Veitum þegar vart varð mikils þrýstingsfalls í dreifikerfi kalda vatnsins vestan Snorrabrautar. „Lekinn var um 500l/s og stóð í 75 mínútur áður en náðist að loka fyrir, það runnu því út um 2250 tonn af vatni,“ segir í tilkynningu Veitna. Mikið vatn flæddi inn í aðalbyggingu Háskólans, Gimli, Lögberg, Stúdentakjallarann, Árnagarð og fleiri byggingar sem eru austan megin Suðurgötu. Unnið hefur verið að því að dæla vatni út í alla nótt og segir varðstjóri slökkviliðsins mjög mikið vatn hafa flætt inn í byggingarnar. Samkvæmt dagbók lögreglu mættu starfsmenn HÍ á svæðið til að opna byggingar og fulltrúar Veitna komu og lokuðu fyrir vatnsæðina. Búið var að loka fyrir æðina klukkan rúmlega tvö í nótt samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Varðstjóri slökkviliðsins segir áætlanir gera ráð fyrir að slökkviliðsmenn verði að störfum á vettvangi að minnsta kosti til hádegis. Aðspurður segir hann þetta með stærri einstaka vatnstjónum á síðari árum. Mannskapur, tæki og tól frá þremur stöðvum fóru á staðinn. Enn er unnið á vettvangi.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Þá er kaldavatnslaust í Sæmundargötu 2 til 10 og er eftirfarandi tilkynningu að finna á vef Veitna: Vegna bilunar er kaldavatnslaust í Sæmundargötu 2-10 Við vörum þig við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. Ef þú þarft að sturta niður úr salerninu geturðu notað til þess heita vatnið. Gættu þess þó að það sé ekki alveg sjóðheitt því það getur sprengt postulín. Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Arnar Halldórsson, tökumaður fréttastofu, tók á vettvangi í morgun. Vinna hefur staðið yfir á vettvangi frá því klukkan eitt í nótt.Vísir/Arnar Vatn flæddi meðal annars inn í Háskólatorg.Vísir/Vilhelm Ljóst þykir að gríðarlegt tjón hefur orðið vegna vatnslekans.Vísir/Arnar Fréttin var uppfærð kl. 08:50. Slökkvilið Skóla - og menntamál Reykjavík Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Þau sótt um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Sjá meira
Röskun verður á skólastarfi HÍ í dag vegna vatnslekans samkvæmt upplýsingum frá skólanum en neyðarstjórn skólans hittist á fundi núna klukkan átta. Sjá tilkynningu skólans hér fyrir neðan: Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum Háskólans. (Þetta á við um alla starfsemi, þ.m.t. kennslu, rannsóknir og þjónustu). Nánari upplýsingar verða veittar um leið og fram vindur en verið er að dæla vatni úr húsnæði skólans. Fram hefur komið í fréttum að rof hafi komið á stóra kaldavatnsæð í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Ljóst er að mikið verk er framundan við að koma aðstöðunni í samt horf. Eins og sést á þessari mynd sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti á Facebook er allt á floti í HÍ.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Það var skömmu eftir klukkan eitt í nótt sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna lekans. Fóru mannskapur og dælubílar frá þremur stöðvum á staðinn. Eru slökkviliðsmenn enn við vinnu á vettvangi að sögn varðstjóra en búið er að senda ferska menn á staðinn þar sem dagvaktin hefur nú tekið við af næturvaktinni. Í tilkynningu frá Veitum segir að talið sé að lekinn sé tengdur framkvæmdum við endurnýjun vatnslagna á Suðurgötu. Lekinn kom upp í lokahúsi vatnsveitu sunnan við aðalbyggingu HÍ. Hann uppgötvaðist í stjórnstöð vatns hjá Veitum þegar vart varð mikils þrýstingsfalls í dreifikerfi kalda vatnsins vestan Snorrabrautar. „Lekinn var um 500l/s og stóð í 75 mínútur áður en náðist að loka fyrir, það runnu því út um 2250 tonn af vatni,“ segir í tilkynningu Veitna. Mikið vatn flæddi inn í aðalbyggingu Háskólans, Gimli, Lögberg, Stúdentakjallarann, Árnagarð og fleiri byggingar sem eru austan megin Suðurgötu. Unnið hefur verið að því að dæla vatni út í alla nótt og segir varðstjóri slökkviliðsins mjög mikið vatn hafa flætt inn í byggingarnar. Samkvæmt dagbók lögreglu mættu starfsmenn HÍ á svæðið til að opna byggingar og fulltrúar Veitna komu og lokuðu fyrir vatnsæðina. Búið var að loka fyrir æðina klukkan rúmlega tvö í nótt samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Varðstjóri slökkviliðsins segir áætlanir gera ráð fyrir að slökkviliðsmenn verði að störfum á vettvangi að minnsta kosti til hádegis. Aðspurður segir hann þetta með stærri einstaka vatnstjónum á síðari árum. Mannskapur, tæki og tól frá þremur stöðvum fóru á staðinn. Enn er unnið á vettvangi.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Þá er kaldavatnslaust í Sæmundargötu 2 til 10 og er eftirfarandi tilkynningu að finna á vef Veitna: Vegna bilunar er kaldavatnslaust í Sæmundargötu 2-10 Við vörum þig við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. Ef þú þarft að sturta niður úr salerninu geturðu notað til þess heita vatnið. Gættu þess þó að það sé ekki alveg sjóðheitt því það getur sprengt postulín. Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Arnar Halldórsson, tökumaður fréttastofu, tók á vettvangi í morgun. Vinna hefur staðið yfir á vettvangi frá því klukkan eitt í nótt.Vísir/Arnar Vatn flæddi meðal annars inn í Háskólatorg.Vísir/Vilhelm Ljóst þykir að gríðarlegt tjón hefur orðið vegna vatnslekans.Vísir/Arnar Fréttin var uppfærð kl. 08:50.
Slökkvilið Skóla - og menntamál Reykjavík Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Þau sótt um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Sjá meira