Google hótar að loka á leitarvél sína í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 22. janúar 2021 07:58 Google hótar að loka á þjónustu sína í Ástralíu en hefur samið við fréttamiðla í Frakklandi um greiðslur vegna aðgangs að efni þeirra. Getty/Valera Golovniov Tæknirisinn Google segir að ef stjórnvöld í Ástralíu haldi því til streitu að rukka Google og Facebook sérstaklega fyrir það þegar fréttum er deilt á síðunum, muni Google einfaldlega hætta starfsemi í Ástralíu og loka á síðuna í landinu. Yfirvöld í Ástralíu vilja setja ný lög sem eru hugsuð sem sárabót fyrir minnkandi auglýsingatekjur innlendra miðla, en æ fleiri kjósa að auglýsa einfaldlega á Facebook eða Google. Ástralska frumvarpið gerir það að verkum að fjölmiðlar fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar fréttum frá þeim er dreift á samfélagsmiðlunum og eru allir helstu fjölmiðlar Ástralíu, þar á meðal miðlar Ruperts Murdoch, búnir að lýsa yfir stuðningi við hugmyndina. Þessi hótun Google um að loka á þjónustuna í Ástralíu fór illa í forsætisráðherrann Scott Morrison sem segir að Ástralir bregðist ekki vel við hótunum. Það séu Ástralir sem ákveði hvað megi og hvað megi ekki í Ástralíu. Fréttir af því að Google hyggist loka á þjónustu sína í Ástralíu verði frumvarpið að lögum bárust nokkrum klukkutímum eftir að greint var frá samningi sem bandaríski tæknirisinn hefur náð við franska fréttaútgefendur um að greiða fyrir fréttir þeirra. Samkvæmt samkomulaginu mun Google semja við einstaka franska fréttamiðla um greiðslur vegna réttinda og aðgang að efni þeirra í nýrri fréttaveitu fyrirtækisins sem heitir News Showcase. Google Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Yfirvöld í Ástralíu vilja setja ný lög sem eru hugsuð sem sárabót fyrir minnkandi auglýsingatekjur innlendra miðla, en æ fleiri kjósa að auglýsa einfaldlega á Facebook eða Google. Ástralska frumvarpið gerir það að verkum að fjölmiðlar fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar fréttum frá þeim er dreift á samfélagsmiðlunum og eru allir helstu fjölmiðlar Ástralíu, þar á meðal miðlar Ruperts Murdoch, búnir að lýsa yfir stuðningi við hugmyndina. Þessi hótun Google um að loka á þjónustuna í Ástralíu fór illa í forsætisráðherrann Scott Morrison sem segir að Ástralir bregðist ekki vel við hótunum. Það séu Ástralir sem ákveði hvað megi og hvað megi ekki í Ástralíu. Fréttir af því að Google hyggist loka á þjónustu sína í Ástralíu verði frumvarpið að lögum bárust nokkrum klukkutímum eftir að greint var frá samningi sem bandaríski tæknirisinn hefur náð við franska fréttaútgefendur um að greiða fyrir fréttir þeirra. Samkvæmt samkomulaginu mun Google semja við einstaka franska fréttamiðla um greiðslur vegna réttinda og aðgang að efni þeirra í nýrri fréttaveitu fyrirtækisins sem heitir News Showcase.
Google Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira