Teitur Björn ætlar aftur á þing Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2021 11:47 Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson. Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir þingsæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum í haust. Frá þessu greinir hann í færslu á Facebook og segist töluvert hafa verið spurður út í framboðsmál að undanförnu. „Á þingferli mínum kjörtímabilið 2016 til 2017, og sem varaþingmaður á yfirstandandi kjörtímabili, hef ég verið svo lánsamur að vinna með fjölda fólks um allt kjördæmið að góðum málum og fagnað með því ýmsum merkum áföngum. En róðurinn hefur líka víða verið þungur. Óskir um margvíslegar úrbætur eru skiljanlegar og réttmætar,“ segir Teitur. „Meginverkefnið framundan verður að svara spurningunni hvernig við aukum lífsgæði og búum til meiri verðmæti þannig hægt sé að treysta afkomu fólks og fjölga atvinnutækifærum í byggðum landsins. Tækifærin eru til staðar. Leggja verður mun meiri áherslu á sjálfbæra auðlindanýtingu til sjávar og sveita, nýsköpun í matvælaframleiðslu og iðnaði, aukna samkeppnishæfni með hófstilltari álögum, minni ríkisafskiptum og skilvirkara regluverki sem og kröftugri fjárfestingum í samfélagslegum innviðum. Nærtækt er að líta til hvernig ótíð og náttúrhamfarir síðustu misserin hafa dregið fram með augljósum hætti þörfina á mun betri og skjótvirkari þjónustu opinberra aðila heima í héraði nær fólki. Þá er ljóst að uppbyggingu velferðarkerfisins er hvergi nærri lokið í hinum dreifðari byggðum.“ Fáu sé hægt að kippa í liðinn á einni nóttu í kerfum ríkisins. „En með þrautseigju finnast lausnir og með samhentu átaki næst árangur. Þennan kraft, sem þarf til breytinga, er að finna í Sjálfstæðisflokknum um allt kjördæmið og ég veit að á grundvelli Sjálfstæðisstefnunnar verður hægt að stíga stór skref til framfara og bæta lífskjör í okkar samfélagi.“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
„Á þingferli mínum kjörtímabilið 2016 til 2017, og sem varaþingmaður á yfirstandandi kjörtímabili, hef ég verið svo lánsamur að vinna með fjölda fólks um allt kjördæmið að góðum málum og fagnað með því ýmsum merkum áföngum. En róðurinn hefur líka víða verið þungur. Óskir um margvíslegar úrbætur eru skiljanlegar og réttmætar,“ segir Teitur. „Meginverkefnið framundan verður að svara spurningunni hvernig við aukum lífsgæði og búum til meiri verðmæti þannig hægt sé að treysta afkomu fólks og fjölga atvinnutækifærum í byggðum landsins. Tækifærin eru til staðar. Leggja verður mun meiri áherslu á sjálfbæra auðlindanýtingu til sjávar og sveita, nýsköpun í matvælaframleiðslu og iðnaði, aukna samkeppnishæfni með hófstilltari álögum, minni ríkisafskiptum og skilvirkara regluverki sem og kröftugri fjárfestingum í samfélagslegum innviðum. Nærtækt er að líta til hvernig ótíð og náttúrhamfarir síðustu misserin hafa dregið fram með augljósum hætti þörfina á mun betri og skjótvirkari þjónustu opinberra aðila heima í héraði nær fólki. Þá er ljóst að uppbyggingu velferðarkerfisins er hvergi nærri lokið í hinum dreifðari byggðum.“ Fáu sé hægt að kippa í liðinn á einni nóttu í kerfum ríkisins. „En með þrautseigju finnast lausnir og með samhentu átaki næst árangur. Þennan kraft, sem þarf til breytinga, er að finna í Sjálfstæðisflokknum um allt kjördæmið og ég veit að á grundvelli Sjálfstæðisstefnunnar verður hægt að stíga stór skref til framfara og bæta lífskjör í okkar samfélagi.“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira