Segir skrokkinn í góðum málum og leikina gegn Njarðvík alltaf með þeim erfiðari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2021 23:01 Milka fór hamförum gegn Njarðvík á föstudagskvöld. Vísir/Daniel Thor Dominykas Milka fór mikinn er Keflavík vann nágranna sína í Njarðvík í Dominos-deild karla í körfubolta á föstudagskvöld, lokatölur 90-77. Milka skoraði 32 stig og tók 17 fráköst. Hann var því eðlilega kampakátur er hann ræddi við Dominos Körfuboltakvöld að leik loknum. „Fínn sem stendur, ég mun finna mest fyrir þessu á morgun,“ sagði Milka aðspurður hvernig skrokkurinn væri. „Við æfum minna svo ég held að allir leikmennirnir njóti þess, það er skemmtilegra að spila en æfa. Við þurfum að vera faglegir, hugsa vel um líkamann, fara í kalda pottinn, teygja og allt þannig. Fyrir mig er þetta fínt sem er en við sjáum til hvernig þetta verður þegar líður á tímabilið,“ sagði leikmaðurinn öflugi um hina þéttu dagskrá sem er í Dominos-deildinni þessa dagana. Um leikinn gegn Njarðvík „Þetta er mikill nágrannaslagur og við viljum gefa 100 prósent í leikinn. Ég vil vera leiðtogi liðsins og stundum þarf maður að hætta að tala og vera gott fordæmi. Ég var heppinn í kvöld að geta sýnt gott fordæmi í leiknum.“ „Maður getur alltaf spilað betur, það er hugarfarið mitt. Það er orðatiltæki sem ég hef tileinkað mér: Þú ert aldrei jafn góður og fólk segir, þú ert heldur aldrei jafn lélegur og fólk segir.“ „Í vikunni eru allir að tala um að Keflavík og Njarðvík séu hlið við hlið. Það er alltaf mikið undir í þessum leik, skiptir engu máli hversu góð liðin eru því leikirnir eru alltaf erfiðir.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Það er á ensku og er ótextað. Klippa: Milka eftir leikinn gegn Njarðvík Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
„Fínn sem stendur, ég mun finna mest fyrir þessu á morgun,“ sagði Milka aðspurður hvernig skrokkurinn væri. „Við æfum minna svo ég held að allir leikmennirnir njóti þess, það er skemmtilegra að spila en æfa. Við þurfum að vera faglegir, hugsa vel um líkamann, fara í kalda pottinn, teygja og allt þannig. Fyrir mig er þetta fínt sem er en við sjáum til hvernig þetta verður þegar líður á tímabilið,“ sagði leikmaðurinn öflugi um hina þéttu dagskrá sem er í Dominos-deildinni þessa dagana. Um leikinn gegn Njarðvík „Þetta er mikill nágrannaslagur og við viljum gefa 100 prósent í leikinn. Ég vil vera leiðtogi liðsins og stundum þarf maður að hætta að tala og vera gott fordæmi. Ég var heppinn í kvöld að geta sýnt gott fordæmi í leiknum.“ „Maður getur alltaf spilað betur, það er hugarfarið mitt. Það er orðatiltæki sem ég hef tileinkað mér: Þú ert aldrei jafn góður og fólk segir, þú ert heldur aldrei jafn lélegur og fólk segir.“ „Í vikunni eru allir að tala um að Keflavík og Njarðvík séu hlið við hlið. Það er alltaf mikið undir í þessum leik, skiptir engu máli hversu góð liðin eru því leikirnir eru alltaf erfiðir.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Það er á ensku og er ótextað. Klippa: Milka eftir leikinn gegn Njarðvík
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira