„Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða“ Árni Jóhannsson skrifar 24. janúar 2021 22:25 Jón Arnór Stefánsson í baráttunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. „Það var eins og að við hefðum verið að spila fyrir tveimur dögum. Þeir voru bara með miklu meiri orku en við í öllum þeirra aðgerðum og við áttum í vandræðum með að stoppa þá varnarlega í kvöld. Það var aðallega það,“ sagði Jón Arnór að leik loknum. „Þegar við náðum loksins að skora, sem var mjög erfitt, þá náðum við ekki stoppum hinum megin. Þetta var lítið og lélegt framlag frá of mörgum. Ég var miklu ánægðari með Bilic í leiknum og Kristó var flottur en við hinir vorum langt frá því að vera góðir. Við erum ekki að fara að vinna marga leiki ef frammistaðan er svona.“ Jón minntist á að orkan hafi verið meiri hjá Njarðvíkingum og því var spurt hvort hann sæi einhverja ástæðu fyrir því, til dæmis ferðalög liðsins eða að það sé stutt á milli leikja. „Það getur vel verið það sé það. Við erum eitthvað stirðir og eitthvað ryðgaðir og ekki nógu vel pússaðir saman. Já það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða. Það er eiginlega enginn tími til að pæla eitthvað mikið í því eða stressa sig, ég held ekki, við sýndum það fyrir norðan að við settum saman góða vörn þegar á þarf að halda og fundum það ekki í kvöld.“ Að lokum var Jón Arnór spurður að því hvað hans menn þyrftu að ræða á milli leikja. „Ég hugsa að það sé varnarleikurinn. Við verðum þannig lið sem þarf að ná stoppum til að vinna leiki. Við erum ekki með marga sem geta búið til og hent upp 30 stigum á hverju einasta kvöldi eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum að finna leiðir til að vera sterkir varnarlega og finna leiðir til að setja boltann í körfuna. Við vorum langt frá því að ná því í kvöld,“ sagði Jón Arnór Stefánsson að lokum eftir níu stiga tap Vals gegn Njarðvík í kvöld. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Njarðvík sótti sigur í greipar Valsmanna á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 85-76 Njarðvík í vil. 24. janúar 2021 22:10 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
„Það var eins og að við hefðum verið að spila fyrir tveimur dögum. Þeir voru bara með miklu meiri orku en við í öllum þeirra aðgerðum og við áttum í vandræðum með að stoppa þá varnarlega í kvöld. Það var aðallega það,“ sagði Jón Arnór að leik loknum. „Þegar við náðum loksins að skora, sem var mjög erfitt, þá náðum við ekki stoppum hinum megin. Þetta var lítið og lélegt framlag frá of mörgum. Ég var miklu ánægðari með Bilic í leiknum og Kristó var flottur en við hinir vorum langt frá því að vera góðir. Við erum ekki að fara að vinna marga leiki ef frammistaðan er svona.“ Jón minntist á að orkan hafi verið meiri hjá Njarðvíkingum og því var spurt hvort hann sæi einhverja ástæðu fyrir því, til dæmis ferðalög liðsins eða að það sé stutt á milli leikja. „Það getur vel verið það sé það. Við erum eitthvað stirðir og eitthvað ryðgaðir og ekki nógu vel pússaðir saman. Já það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða. Það er eiginlega enginn tími til að pæla eitthvað mikið í því eða stressa sig, ég held ekki, við sýndum það fyrir norðan að við settum saman góða vörn þegar á þarf að halda og fundum það ekki í kvöld.“ Að lokum var Jón Arnór spurður að því hvað hans menn þyrftu að ræða á milli leikja. „Ég hugsa að það sé varnarleikurinn. Við verðum þannig lið sem þarf að ná stoppum til að vinna leiki. Við erum ekki með marga sem geta búið til og hent upp 30 stigum á hverju einasta kvöldi eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum að finna leiðir til að vera sterkir varnarlega og finna leiðir til að setja boltann í körfuna. Við vorum langt frá því að ná því í kvöld,“ sagði Jón Arnór Stefánsson að lokum eftir níu stiga tap Vals gegn Njarðvík í kvöld.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Njarðvík sótti sigur í greipar Valsmanna á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 85-76 Njarðvík í vil. 24. janúar 2021 22:10 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Njarðvík sótti sigur í greipar Valsmanna á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 85-76 Njarðvík í vil. 24. janúar 2021 22:10