Sögulega góður leikur hjá Jaylen Brown Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2021 08:01 Jaylen Brown skorar tvö af 33 stigum sínum gegn Cleveland Cavaliers. getty/Maddie Meyer Boston Celtics bauð til sóknarveislu þegar liðið sigraði Cleveland Cavaliers, 141-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston-menn voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum og hittu úr helmingi skota sinna þaðan. Jaylen Brown fór mikinn og skoraði 33 stig á aðeins nítján mínútum, þar af tuttugu stig í 3. leikhluta. Frá því skotklukkan var tekin upp tímabilið 1954-55 hefur enginn leikmaður skorað jafn mörg stig á minna en tuttugu mínútum en Brown gerði gegn Cleveland í nótt. Jaylen Brown's 33 points in 19 minutes tonight are the most by any player in fewer than 20 minutes played during the shot clock era (1954-55). @EliasSports pic.twitter.com/UjAQB4gBUU— NBA.com/Stats (@nbastats) January 25, 2021 Jaylen Brown scores the MOST POINTS in under 20 minutes played during the shot clock era (1954-55)! @FCHWPO: 33 PTS in 19 minutes played pic.twitter.com/zPdiEbxPvJ— NBA (@NBA) January 25, 2021 Kemba Walker skoraði 21 stig fyrir Boston sem er enn án Jaysons Tatum. Þetta var fyrsti sigur Boston í fjórum leikjum á meðan Cleveland hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn í nótt. Kawhi Leonard fór fyrir Los Angeles Clippers sem vann Oklahoma City Thunder, 108-100. Hann skoraði 34 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Kawhi (34 PTS, 9 REB, 8 AST) leads the @LAClippers to their 7th win in a row! pic.twitter.com/o7v9ODnB8p— NBA (@NBA) January 24, 2021 Serge Ibaka skoraði sautján stig fyrir Clippers sem hefur unnið sjö leiki í röð og komið sér fyrir á toppi Vesturdeildarinnar. Gordon Hayward var hetja Charlotte Hornets sem sigraði Orlando Magic, 104-107, á útivelli. Hann skoraði 39 stig, þar á meðal sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Gordon Hayward (39 PTS, 13 in the 4th Q) hits the GAME-WINNING @hornets layup with 0.7 left! pic.twitter.com/nUzTqUjs64— NBA (@NBA) January 25, 2021 Sigurinn var kærkominn fyrir Charlotte sem hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. Hayward hitti úr fimmtán af 25 skotum sínum, þar af fimm af átta skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Giannis Antetokounmpo skoraði 27 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann Atlanta Hawks, 129-115, á heimavelli. Milwaukee er í 2. sæti Austurdeildarinnar á eftir Philadelphia 76ers sem lék ekki í nótt. 27 PTS, 14 REB, 8 AST for Giannis! @Giannis_An34 x @Bucks pic.twitter.com/D4n8IN1T46— NBA (@NBA) January 25, 2021 Damian Lillard var í miklu stuði þegar Portland Trail Blazers sigraði New York Knicks, 116-113. Hann skoraði 39 stig og gaf átta stoðsendingar. Portland er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. EFFICIENT night for @Dame_Lillard in the @trailblazers W.39 PTS | 6 3PM | 11-17 FGM | 11-11 FTM pic.twitter.com/z33qwAUmQp— NBA (@NBA) January 25, 2021 Úrslit næturinnar Boston 141-103 Cleveland LA Clippers 108-100 Oklahoma Orlando 104-107 Charlotte Milwaukee 129-115 Atlanta Portland 116-113 NY Knicks San Antonio 121-101 Washington Indiana 102-107 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar Sjá meira
Boston-menn voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum og hittu úr helmingi skota sinna þaðan. Jaylen Brown fór mikinn og skoraði 33 stig á aðeins nítján mínútum, þar af tuttugu stig í 3. leikhluta. Frá því skotklukkan var tekin upp tímabilið 1954-55 hefur enginn leikmaður skorað jafn mörg stig á minna en tuttugu mínútum en Brown gerði gegn Cleveland í nótt. Jaylen Brown's 33 points in 19 minutes tonight are the most by any player in fewer than 20 minutes played during the shot clock era (1954-55). @EliasSports pic.twitter.com/UjAQB4gBUU— NBA.com/Stats (@nbastats) January 25, 2021 Jaylen Brown scores the MOST POINTS in under 20 minutes played during the shot clock era (1954-55)! @FCHWPO: 33 PTS in 19 minutes played pic.twitter.com/zPdiEbxPvJ— NBA (@NBA) January 25, 2021 Kemba Walker skoraði 21 stig fyrir Boston sem er enn án Jaysons Tatum. Þetta var fyrsti sigur Boston í fjórum leikjum á meðan Cleveland hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn í nótt. Kawhi Leonard fór fyrir Los Angeles Clippers sem vann Oklahoma City Thunder, 108-100. Hann skoraði 34 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Kawhi (34 PTS, 9 REB, 8 AST) leads the @LAClippers to their 7th win in a row! pic.twitter.com/o7v9ODnB8p— NBA (@NBA) January 24, 2021 Serge Ibaka skoraði sautján stig fyrir Clippers sem hefur unnið sjö leiki í röð og komið sér fyrir á toppi Vesturdeildarinnar. Gordon Hayward var hetja Charlotte Hornets sem sigraði Orlando Magic, 104-107, á útivelli. Hann skoraði 39 stig, þar á meðal sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Gordon Hayward (39 PTS, 13 in the 4th Q) hits the GAME-WINNING @hornets layup with 0.7 left! pic.twitter.com/nUzTqUjs64— NBA (@NBA) January 25, 2021 Sigurinn var kærkominn fyrir Charlotte sem hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. Hayward hitti úr fimmtán af 25 skotum sínum, þar af fimm af átta skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Giannis Antetokounmpo skoraði 27 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann Atlanta Hawks, 129-115, á heimavelli. Milwaukee er í 2. sæti Austurdeildarinnar á eftir Philadelphia 76ers sem lék ekki í nótt. 27 PTS, 14 REB, 8 AST for Giannis! @Giannis_An34 x @Bucks pic.twitter.com/D4n8IN1T46— NBA (@NBA) January 25, 2021 Damian Lillard var í miklu stuði þegar Portland Trail Blazers sigraði New York Knicks, 116-113. Hann skoraði 39 stig og gaf átta stoðsendingar. Portland er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. EFFICIENT night for @Dame_Lillard in the @trailblazers W.39 PTS | 6 3PM | 11-17 FGM | 11-11 FTM pic.twitter.com/z33qwAUmQp— NBA (@NBA) January 25, 2021 Úrslit næturinnar Boston 141-103 Cleveland LA Clippers 108-100 Oklahoma Orlando 104-107 Charlotte Milwaukee 129-115 Atlanta Portland 116-113 NY Knicks San Antonio 121-101 Washington Indiana 102-107 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Boston 141-103 Cleveland LA Clippers 108-100 Oklahoma Orlando 104-107 Charlotte Milwaukee 129-115 Atlanta Portland 116-113 NY Knicks San Antonio 121-101 Washington Indiana 102-107 Toronto
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar Sjá meira