Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. janúar 2021 19:01 Donald Trump er ekki lengur forseti en hefur samt verið ákærður fyrir embættisbrot. Repúblikanar í öldungadeildinni telja það ólöglegt. AP/Luis M. Alvarez Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. Trump var ákærður fyrir tveimur vikum fyrir að hafa hvatt til uppreisnar í aðdraganda árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og nutu stuðnings tíu Repúblikana í atkvæðagreiðslunni um ákæruna. Vegna alvarleika árásarinnar þótti sakfelling forsetans fyrrverandi alls ekki útilokuð. En Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir um tveimur vikum sagði The New York Times frá því að tuttugu Repúblikanar væru opnir fyrir því að sakfella Trump. Einungis fimm Repúblikanar greiddu atkvæði gegn frávísun ákærunnar í gær. Því er afar hæpið að Trump verði sakfelldur, enda þyrfti til þess alla þingmenn Demókrata og sautján Repúblikana. Sýndarréttarhöld? Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, var foxillur þegar frávísunartillaga hans var felld. „Þetta er falskt. Algjör harmleikur. Svartur blettur í sögu landsins. Ég hvet kollega mína til þess að endurskoða þessi sýndarréttarhöld og ræða í staðinn um mikilvægu málin,“ sagði Paul. Segja ákæruna ekki standast stjórnarskrá En hvað veldur því að Repúblikanar hafa nú að mestu tekið höndum saman gegn ákærunni? Þingmennirnir sögðust í gær að ferlið stæðist ekki stjórnarskrá þar sem Trump er ekki lengur forseti. Því er CRS, hugveita þingsins sjálfs, ósammála og telur spurningunni í raun enn ósvarað. Samkvæmt CNN vilja fæstir Repúblikanar svíkja lit, jafnvel þeir sem gagnrýndu forsetann harðlega eftir árásina. Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Trump var ákærður fyrir tveimur vikum fyrir að hafa hvatt til uppreisnar í aðdraganda árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og nutu stuðnings tíu Repúblikana í atkvæðagreiðslunni um ákæruna. Vegna alvarleika árásarinnar þótti sakfelling forsetans fyrrverandi alls ekki útilokuð. En Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir um tveimur vikum sagði The New York Times frá því að tuttugu Repúblikanar væru opnir fyrir því að sakfella Trump. Einungis fimm Repúblikanar greiddu atkvæði gegn frávísun ákærunnar í gær. Því er afar hæpið að Trump verði sakfelldur, enda þyrfti til þess alla þingmenn Demókrata og sautján Repúblikana. Sýndarréttarhöld? Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, var foxillur þegar frávísunartillaga hans var felld. „Þetta er falskt. Algjör harmleikur. Svartur blettur í sögu landsins. Ég hvet kollega mína til þess að endurskoða þessi sýndarréttarhöld og ræða í staðinn um mikilvægu málin,“ sagði Paul. Segja ákæruna ekki standast stjórnarskrá En hvað veldur því að Repúblikanar hafa nú að mestu tekið höndum saman gegn ákærunni? Þingmennirnir sögðust í gær að ferlið stæðist ekki stjórnarskrá þar sem Trump er ekki lengur forseti. Því er CRS, hugveita þingsins sjálfs, ósammála og telur spurningunni í raun enn ósvarað. Samkvæmt CNN vilja fæstir Repúblikanar svíkja lit, jafnvel þeir sem gagnrýndu forsetann harðlega eftir árásina.
Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira