Mettekjur hjá Apple: 14,4 þúsund milljarða tekjur sem raktar eru til sölu iPhone 12 Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2021 11:46 Um 64 prósent tekna Apple komu til vegna alþjóðlegrar sölu fyrirtækisins á símum, tölvum, úrum og öðrum tækjum, vörum og þjónustu. AP/Andy Wong Tekjur Apple á síðasta ársfjórðungi 2020 voru 111,4 milljarðar dala. Það samsvarar um 14.400 milljörðum króna (14.400.000.000), gróflega reiknað, og hækkuðu tekjurnar um 21 prósent, samanborið við sama tímabil 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem Apple rýfur hundrað milljarða dala múrinn og fór gengi fyrirtækisins töluvert fram úr væntingum á mörkuðum. Hagnaður Apple á síðasta ársfjórðungi síðasta árs var 28,8 milljarðar dala (3.732 milljarðar króna). Um 64 prósent tekna Apple komu til vegna alþjóðlegrar sölu fyrirtækisins á símum, tölvum, úrum og öðrum tækjum, vörum og þjónustu. Stærsta rullu þar spilar iPhone 12 síminn en símasala Apple jókst um 17 prósent á milli ára og var 65,6 milljarðar dala (Um 8.500 milljarðar króna). Viðtökur framúrskarandi Í samtali við fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að viðtökurnar við nýjum vörum fyrirtækisins hefðu verið framúrskarandi. Vöxtur allra vörulína hafi náð tveimur tölustöfum á ársfjórðungnum. Tim Cook, forstjóri Apple.Getty/Pavlo Gonchar Þá sagði Cook að nú væri rúmlega milljarður iPhone síma í notkun á heimsvísu. Við síðasta ársfjórðungsuppgjör hafi þeir verið um 900 milljónir. Í heild eru um 1,65 milljarður tækja frá Apple í virkri notkun. Cook sagði þó í samtali við fréttamann CNBC að ef ekki hefði verið fyrir faraldur nýju kórónuveirunnar hefðu tekjur Apple líklega verið töluvert hærri. Það væri vegna þess að mörgum verslunum Apple hefði verið lokað vegna faraldursins. Hlusta má á kynningu forsvarsmanna Apple á ársfjórðungsuppgjörinu og samtal þeirra og fjárfesta hér á vef Apple. Samkvæmt frétt CNN hefur virði hlutabréfa Apple hækkað töluvert á undanförnum vikum þar sem greinendur sáu að mjög gott uppgjör var í vændum. Þrátt fyrir það hafi virðið lækkað í gær. Apple Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað. 28. janúar 2021 10:29 Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Apple rýfur hundrað milljarða dala múrinn og fór gengi fyrirtækisins töluvert fram úr væntingum á mörkuðum. Hagnaður Apple á síðasta ársfjórðungi síðasta árs var 28,8 milljarðar dala (3.732 milljarðar króna). Um 64 prósent tekna Apple komu til vegna alþjóðlegrar sölu fyrirtækisins á símum, tölvum, úrum og öðrum tækjum, vörum og þjónustu. Stærsta rullu þar spilar iPhone 12 síminn en símasala Apple jókst um 17 prósent á milli ára og var 65,6 milljarðar dala (Um 8.500 milljarðar króna). Viðtökur framúrskarandi Í samtali við fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að viðtökurnar við nýjum vörum fyrirtækisins hefðu verið framúrskarandi. Vöxtur allra vörulína hafi náð tveimur tölustöfum á ársfjórðungnum. Tim Cook, forstjóri Apple.Getty/Pavlo Gonchar Þá sagði Cook að nú væri rúmlega milljarður iPhone síma í notkun á heimsvísu. Við síðasta ársfjórðungsuppgjör hafi þeir verið um 900 milljónir. Í heild eru um 1,65 milljarður tækja frá Apple í virkri notkun. Cook sagði þó í samtali við fréttamann CNBC að ef ekki hefði verið fyrir faraldur nýju kórónuveirunnar hefðu tekjur Apple líklega verið töluvert hærri. Það væri vegna þess að mörgum verslunum Apple hefði verið lokað vegna faraldursins. Hlusta má á kynningu forsvarsmanna Apple á ársfjórðungsuppgjörinu og samtal þeirra og fjárfesta hér á vef Apple. Samkvæmt frétt CNN hefur virði hlutabréfa Apple hækkað töluvert á undanförnum vikum þar sem greinendur sáu að mjög gott uppgjör var í vændum. Þrátt fyrir það hafi virðið lækkað í gær.
Apple Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað. 28. janúar 2021 10:29 Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað. 28. janúar 2021 10:29