Sitja fastir í sóttkví um borð í bát eftir að skipverji greindist með veiruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 20:34 Áhöfnin situr föst um borð í bátnum eftir að skipverji sem þangað var nýmættur til vinnu fékk svar um að hann hafi greinst jákvæður fyrir covid-19 í seinni skimun eftir komuna til landsins. Vísir/Vilhelm Níu skipverjar sitja nú í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með covid-19. Skipverjinn sem um ræðir hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var þó nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Þetta staðfestir Aðalsteinn Rúnar Friðþjófsson, skipstjóri Fjölnis, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá. „Þegar hann kemur um borð þá fær hann svar úr seinni skimun og jákvætt og fer náttúrlega til baka aftur. En hann var þá búinn að heilsa þremur og nú bíðum við bara niðurstöðu með þetta, þetta fór bara í feril,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. „Þeir eru þrír sem að heilsuðu honum og þeir eru í einangrun og hinir sex bíða í sóttkví eftir morgundeginum. En hann fer í skimun, þeir halda að þetta sé gamalt smit og það kemur í ljós í fyrramálið. Hann mætir átta í fyrramálið og það verður klárt um tíu leytið, niðurstaðan með það,“ segir Aðalsteinn. Viðkomandi sé ekki með nein einkenni. „Þetta er allt saman í ferli og í samráði við þá sem þessum málum stjórna.“ Til stóð að lagt yrði úr höfn í kvöld en nú er ljóst að það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Ljóst er að sá er greindist braut reglur um sóttkví en líkt og áður segir var hann mættur til vinnu og búinn að heilsa þremur skipverjum þegar hann fékk skilaboðin um að seinna sýnið greindist jákvætt. Sá er greindist er sjálfur ekki um borð heldur í einangrun í íbúð í Keflavík að sögn Aðalsteins. „Svona fer ef að menn fylgja ekki reglunum,“ segir Aðalsteinn sem sjálfur er þó ekki um borð. „Ég var akkúrat að fara í frí og er þar af leiðandi bæði með samviskubit yfir að vera ekki í jafnslæmum málum og hinir og jafnglaður yfir því að vera bara heima,“ segir Aðalsteinn. „Við krossum fingur og vonum það besta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Þetta staðfestir Aðalsteinn Rúnar Friðþjófsson, skipstjóri Fjölnis, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá. „Þegar hann kemur um borð þá fær hann svar úr seinni skimun og jákvætt og fer náttúrlega til baka aftur. En hann var þá búinn að heilsa þremur og nú bíðum við bara niðurstöðu með þetta, þetta fór bara í feril,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. „Þeir eru þrír sem að heilsuðu honum og þeir eru í einangrun og hinir sex bíða í sóttkví eftir morgundeginum. En hann fer í skimun, þeir halda að þetta sé gamalt smit og það kemur í ljós í fyrramálið. Hann mætir átta í fyrramálið og það verður klárt um tíu leytið, niðurstaðan með það,“ segir Aðalsteinn. Viðkomandi sé ekki með nein einkenni. „Þetta er allt saman í ferli og í samráði við þá sem þessum málum stjórna.“ Til stóð að lagt yrði úr höfn í kvöld en nú er ljóst að það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Ljóst er að sá er greindist braut reglur um sóttkví en líkt og áður segir var hann mættur til vinnu og búinn að heilsa þremur skipverjum þegar hann fékk skilaboðin um að seinna sýnið greindist jákvætt. Sá er greindist er sjálfur ekki um borð heldur í einangrun í íbúð í Keflavík að sögn Aðalsteins. „Svona fer ef að menn fylgja ekki reglunum,“ segir Aðalsteinn sem sjálfur er þó ekki um borð. „Ég var akkúrat að fara í frí og er þar af leiðandi bæði með samviskubit yfir að vera ekki í jafnslæmum málum og hinir og jafnglaður yfir því að vera bara heima,“ segir Aðalsteinn. „Við krossum fingur og vonum það besta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira