Brynjar Þór: Það gefur augaleið Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 31. janúar 2021 20:45 Brynjar í leik á síðustu leiktíð. vísir/daníel Brynjar Þór Björnsson, þriggja stiga sérfræðingur KR, var sáttur með góðan sigur á Haukum í kvöld þar sem allt gekk upp eftir eilítið brösuga byrjun. „Byrjuðum frekar ryðgaðir og illa, en eftir því sem leið á leikinn fannst við við komast betur í takt og vorum að fá auðveldari körfur,“ sagði Brynjar Þór, stundum kallaður Brylli. KR-ingar misstu einmitt Hauka fram úr sér í fyrri hluta leiksins en náðu forystunni skömmu fyrir hálfleiksskiptin. Haukar náðu aldrei aftur forystunni eftir það. KR átti í erfiðleikum með að hemja stóra menn Hauka sem sást á því að þeir töpuðu frákastabaráttunni með 15 fráköstum og gáfu 34 stig inni í teig. „Það gefur augaleið, við erum litlir þannig að við þurfum að halda áfram þó við gefum opin skot og gefum sóknarfráköst,“ sagði Brynjar um stærðarmuninn inni í teig. Harka KR-inga inni í teig þrátt fyrir smæðina skilaði sér í því að dómarar leyfðu mögulega meira en þeir hefðu annars gert. Brynjari fannst línan samt ekki hafa breyst gegnum leikinn. „Nei nei, það er nú oft þannig að ef þú byrjar leikinn fast þá seturðu línuna,“ sagði hann og KR-ingar fengu líka tvöfalt fleiri villur dæmdar á sig, sama hvað sumum leikmönnum Hauka fannst. Sóknarlega gekk skema Darra Freys, þjálfara KR, nokkuð vel upp; góð skot úr opnum færum. Brynjar var sammála þessu, enda var skotnýting KR í leiknum mjög góð. „Við erum náttúrulega með svakalegar skyttur, það er ekkert hægt að neita því,“ sagði Brylli um liðið sitt. Þeir voru að hans sögn smá stund í gang en Ty Sabin hafi borið sóknina uppi þangað til að liðið fann flæðið sitt. „Sóknin var í góðu flæði í dag,“ samsinnti hann. Næsti leikur Brynjars verður heima í Vesturbænum gegn Keflvíkingum, eitt af toppliðum deildarinnar. Leikurinn lagðist vel í hann þó að hann gerði sér grein fyrir hve erfiður hann gæti verið. „Þeir eru svakalega beittir, eru með Mikla sem á örugglega eftir að reyna rusla okkur til í teignum en við verðum bara að reyna hægja á honum,ׅ“ sagði Brynjar um Keflavíkurliðið og miðherja þeirra, Dominykas Mikla. Brynjar Þór þóttist viss um að hann myndi skora sín 23 stig eins og meðaltal hans segði til um en ef að KR-ingar héldu dampi og næðu áfram að byggja ofan á sinn leik gætu þeir alveg náð sigri. Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - KR 87-103 | KR svaraði með sigri en Haukar í vandræðum KR var niðurlægt á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð en svaraði í dag með sigri gegn Haukum sem hafa tapað fimm leikjum í röð. 31. janúar 2021 19:46 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
„Byrjuðum frekar ryðgaðir og illa, en eftir því sem leið á leikinn fannst við við komast betur í takt og vorum að fá auðveldari körfur,“ sagði Brynjar Þór, stundum kallaður Brylli. KR-ingar misstu einmitt Hauka fram úr sér í fyrri hluta leiksins en náðu forystunni skömmu fyrir hálfleiksskiptin. Haukar náðu aldrei aftur forystunni eftir það. KR átti í erfiðleikum með að hemja stóra menn Hauka sem sást á því að þeir töpuðu frákastabaráttunni með 15 fráköstum og gáfu 34 stig inni í teig. „Það gefur augaleið, við erum litlir þannig að við þurfum að halda áfram þó við gefum opin skot og gefum sóknarfráköst,“ sagði Brynjar um stærðarmuninn inni í teig. Harka KR-inga inni í teig þrátt fyrir smæðina skilaði sér í því að dómarar leyfðu mögulega meira en þeir hefðu annars gert. Brynjari fannst línan samt ekki hafa breyst gegnum leikinn. „Nei nei, það er nú oft þannig að ef þú byrjar leikinn fast þá seturðu línuna,“ sagði hann og KR-ingar fengu líka tvöfalt fleiri villur dæmdar á sig, sama hvað sumum leikmönnum Hauka fannst. Sóknarlega gekk skema Darra Freys, þjálfara KR, nokkuð vel upp; góð skot úr opnum færum. Brynjar var sammála þessu, enda var skotnýting KR í leiknum mjög góð. „Við erum náttúrulega með svakalegar skyttur, það er ekkert hægt að neita því,“ sagði Brylli um liðið sitt. Þeir voru að hans sögn smá stund í gang en Ty Sabin hafi borið sóknina uppi þangað til að liðið fann flæðið sitt. „Sóknin var í góðu flæði í dag,“ samsinnti hann. Næsti leikur Brynjars verður heima í Vesturbænum gegn Keflvíkingum, eitt af toppliðum deildarinnar. Leikurinn lagðist vel í hann þó að hann gerði sér grein fyrir hve erfiður hann gæti verið. „Þeir eru svakalega beittir, eru með Mikla sem á örugglega eftir að reyna rusla okkur til í teignum en við verðum bara að reyna hægja á honum,ׅ“ sagði Brynjar um Keflavíkurliðið og miðherja þeirra, Dominykas Mikla. Brynjar Þór þóttist viss um að hann myndi skora sín 23 stig eins og meðaltal hans segði til um en ef að KR-ingar héldu dampi og næðu áfram að byggja ofan á sinn leik gætu þeir alveg náð sigri.
Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - KR 87-103 | KR svaraði með sigri en Haukar í vandræðum KR var niðurlægt á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð en svaraði í dag með sigri gegn Haukum sem hafa tapað fimm leikjum í röð. 31. janúar 2021 19:46 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Leik lokið: Haukar - KR 87-103 | KR svaraði með sigri en Haukar í vandræðum KR var niðurlægt á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð en svaraði í dag með sigri gegn Haukum sem hafa tapað fimm leikjum í röð. 31. janúar 2021 19:46