Rakel Dögg: Við féllum í þeirra gildru Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 22:40 Rakel Dögg er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Bára „Fyrirfram hefði þetta ekkert verið slæmt, Fram er auðvitað stærra lið en eftir fækkun leikja í deildinni þá er hver leikur svo dýrmætur og mikilvægur" sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, eftir 7 marka tap liðsins á heimavelli í kvöld Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikin eftir 7 marka tap liðsins gegn Fram eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Rakel segir að sínar stelpur hafi fallið í gryfju Framara „Það sem gerist er að það hægist á okkur sóknarlega og við dettum í þessa gildru sem Fram vildi leiða okkur í. Við fórum að sækja inn á miðju og skjóta ótímabærum skotum. Þær blokkuðu heilan helling í hávörninni hjá sér og gerðu þar markmanninum sínum auðveldara fyrir,“ sagði Rakel Dögg en Katrín Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram átti stórleik í markinu með yfir 50% markvörslu. „Svo eru náttúrulega svo rosalega grimmar að refsa í hraðaupphlaupum, ég er ekki með töluna á því en ég held að þær hafi skorað helming sinna marka í fyrstu bylgju hraðaupphlaupi.“ Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir að hafa unnið tvo sterka sigra í síðustu leikjum var við því búist að þær myndu halda áfram uppteknum hætti. „Það var rosa stemning. Við náðum þéttri og góðri vörn og við fengum hraða og gott flæði í sóknarleiknum. Það er auðvitað skrítið að segja það þegar við fáum á okkur 33 mörk en mér fannst samt meira að sóknarlega en varnarlega í dag.“ Katrín Ósk, eins og áður sagði, var Stjörnustúlkum erfið í dag en Rakel Dögg segir þó sóknarleik Stjörnunnar hafa orðið þeim að falli í þessum leik „Katrín er frábær markmaður og varði rosalega vel í dag, en við voru ekki að hjálpa til. Slæmar ákvarðanatökur í skotunum, fórum inn á miðjuna og leyfðum varnarmanninum að stýra þessu í stað þess að reyna að slíta í sundur vörnina.“ Fram stöðvaði gott gengi Stjörnunnar og segir Rakel Dögg það fyrirfram hafa verið eðlilegt að tapa fyrir Fram en núna sé það bara svekkjandi „Fyrirfram hefði þetta ekkert verið slæmt, Fram er auðvitað stærra lið en eftir fækkun leikja í deildinni þá er hver leikur svo dýrmætur og mikilvægur. Auðvitað er ég bara drullu svekkt að tapa,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikin eftir 7 marka tap liðsins gegn Fram eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Rakel segir að sínar stelpur hafi fallið í gryfju Framara „Það sem gerist er að það hægist á okkur sóknarlega og við dettum í þessa gildru sem Fram vildi leiða okkur í. Við fórum að sækja inn á miðju og skjóta ótímabærum skotum. Þær blokkuðu heilan helling í hávörninni hjá sér og gerðu þar markmanninum sínum auðveldara fyrir,“ sagði Rakel Dögg en Katrín Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram átti stórleik í markinu með yfir 50% markvörslu. „Svo eru náttúrulega svo rosalega grimmar að refsa í hraðaupphlaupum, ég er ekki með töluna á því en ég held að þær hafi skorað helming sinna marka í fyrstu bylgju hraðaupphlaupi.“ Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir að hafa unnið tvo sterka sigra í síðustu leikjum var við því búist að þær myndu halda áfram uppteknum hætti. „Það var rosa stemning. Við náðum þéttri og góðri vörn og við fengum hraða og gott flæði í sóknarleiknum. Það er auðvitað skrítið að segja það þegar við fáum á okkur 33 mörk en mér fannst samt meira að sóknarlega en varnarlega í dag.“ Katrín Ósk, eins og áður sagði, var Stjörnustúlkum erfið í dag en Rakel Dögg segir þó sóknarleik Stjörnunnar hafa orðið þeim að falli í þessum leik „Katrín er frábær markmaður og varði rosalega vel í dag, en við voru ekki að hjálpa til. Slæmar ákvarðanatökur í skotunum, fórum inn á miðjuna og leyfðum varnarmanninum að stýra þessu í stað þess að reyna að slíta í sundur vörnina.“ Fram stöðvaði gott gengi Stjörnunnar og segir Rakel Dögg það fyrirfram hafa verið eðlilegt að tapa fyrir Fram en núna sé það bara svekkjandi „Fyrirfram hefði þetta ekkert verið slæmt, Fram er auðvitað stærra lið en eftir fækkun leikja í deildinni þá er hver leikur svo dýrmætur og mikilvægur. Auðvitað er ég bara drullu svekkt að tapa,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45