Landsbyggðaskattur á kostnað heilsu Díana Jóhannsdóttir og Sif Huld Albertsdóttir skrifa 3. febrúar 2021 11:31 Ferðakostnaður vegna tannréttinga Á Ísafirði hefur um langt skeið komið tannréttingasérfræðingur sem hefur sinnt svæðinu og hafa foreldrar þannig getað sparað sér ferðir suður til að leita eftir þessari sérfræðiþjónustu. Nú hefur orðið sú breyting á að þessari þjónustu hefur verið hætt og munu því allir á norðanverðum Vestfjörðum nú að leita suður eða annað eftir þessari sérfræðilæknisþjónustu. Almennt eru greiddur ferðakostnaður vegna tveggja ferða á ári til að leita sjúkdómsmeðferðar sem ekki er í boði á heimaslóðum samkvæmt reglugerð um ferðakostnað innanlands nr. 1140/2019. Tannréttingar falla undir þetta, en þó aðeins skv. ákveðnum skilyrðum. Þannig er ferðakostnaður vegna ferða í tannréttingar aðeins greiddur ef einstaklingurinn er komin með „föst tæki“ og ekki fyrr. Það er sem sagt ekki greiddur ferðakostnaður fyrr en einstaklingur er komin með spangir. Allar aðrar tannréttingar falla því ekki undir skilgreiningu hins opinbera og því er ferðakostnaður ekki greiddur af hinu opinbera. Mörg börn þurfa að fara í svokallaðar „fortannréttingar“ sem fela í sér góm, gómspennur eða annað sem svo sannarlega kallar á ferðir til tannréttingarsérfræðings, þessi börn eiga ekki rétt á að fá ferðir sínar greiddar miðað við núverandi fyrirkomulag. Landsbyggðarskattur Þegar við skoðum þetta nánar og rýnum í „smáatriðin“ þá finnst ýmislegt áhugavert. Þegar þörf er á læknismeðferð utan heimabyggðar þarftu samkvæmt reglugerð um greiðsluþáttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu nr. 1248/2019, að greiða 1.435 kr. fyrir ferðavottorð hjá heimilislækni til að komast til sérfræðilæknis til að fá endurgreidda ferðina frá sjúkratryggingum. Þá þarf einnig að greiða sjúkratryggingum 1.500 kr. fyrir hverja ferð sem sótt er um endurgreiðslu á. Því þarf einstaklingur út á landi sem leitar heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar að greiða 2.935 kr. og er það ekkert annað en landsbyggðarskattur. Einfalt reikningsdæmi þar sem horft er á einstakling sem býr í Grindavík sem leitar sérfræðilæknis í Reykjavík, það eru 51 km aðra leið 102 km báðar leiðir, þar sem í reglugerð 1140/2019 er tekið fram að langar ferðir séu a.m.k. 20 km vegalengd milli staða, sjúkratryggingar greiða fyrir hvern ekinn km 31,61 kr. gerir það 3.224 kr., sem endurgreiðslan væri en þá á eftir að taka inn í dæmið þá kostnaðarliði sem nefndir eru hér að ofan, það er 2.935 kr. þannig að þegar uppi er staðið ertu að fá 289 kr. fyrir bensíni báðar leiðir. Svo virðist sem settar séu reglugerðir og lög án þess að meta áhrif þeirra og hvernig kostnaður er fluttur frá hinu opinbera yfir á almenning. Það virðist því miður vera þannig að þeir sem setja reglurnar og þurfa ekki á þessari þjónustu að halda geri sér ekki grein fyrir þeim kostnaði sem þeir velta yfir á landsbyggðina. Íslendingar eiga að hafa sama aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, en kostnaður vegna hennar er sífellt velt yfir á íbúa landsbyggðarinnar með reglugerðum. Að þessum kostnaði undanskildum situr fólk af landbyggðinni einnig uppi með dvalarkostnað og vinnutap, en það er líklega efni í annan pistil. Höfundar þessara pistils eru mæður barna á Ísafirði sem völdu sér að búa út á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Byggðamál Heilbrigðismál Börn og uppeldi Ísafjarðarbær Sif Huld Albertsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Ferðakostnaður vegna tannréttinga Á Ísafirði hefur um langt skeið komið tannréttingasérfræðingur sem hefur sinnt svæðinu og hafa foreldrar þannig getað sparað sér ferðir suður til að leita eftir þessari sérfræðiþjónustu. Nú hefur orðið sú breyting á að þessari þjónustu hefur verið hætt og munu því allir á norðanverðum Vestfjörðum nú að leita suður eða annað eftir þessari sérfræðilæknisþjónustu. Almennt eru greiddur ferðakostnaður vegna tveggja ferða á ári til að leita sjúkdómsmeðferðar sem ekki er í boði á heimaslóðum samkvæmt reglugerð um ferðakostnað innanlands nr. 1140/2019. Tannréttingar falla undir þetta, en þó aðeins skv. ákveðnum skilyrðum. Þannig er ferðakostnaður vegna ferða í tannréttingar aðeins greiddur ef einstaklingurinn er komin með „föst tæki“ og ekki fyrr. Það er sem sagt ekki greiddur ferðakostnaður fyrr en einstaklingur er komin með spangir. Allar aðrar tannréttingar falla því ekki undir skilgreiningu hins opinbera og því er ferðakostnaður ekki greiddur af hinu opinbera. Mörg börn þurfa að fara í svokallaðar „fortannréttingar“ sem fela í sér góm, gómspennur eða annað sem svo sannarlega kallar á ferðir til tannréttingarsérfræðings, þessi börn eiga ekki rétt á að fá ferðir sínar greiddar miðað við núverandi fyrirkomulag. Landsbyggðarskattur Þegar við skoðum þetta nánar og rýnum í „smáatriðin“ þá finnst ýmislegt áhugavert. Þegar þörf er á læknismeðferð utan heimabyggðar þarftu samkvæmt reglugerð um greiðsluþáttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu nr. 1248/2019, að greiða 1.435 kr. fyrir ferðavottorð hjá heimilislækni til að komast til sérfræðilæknis til að fá endurgreidda ferðina frá sjúkratryggingum. Þá þarf einnig að greiða sjúkratryggingum 1.500 kr. fyrir hverja ferð sem sótt er um endurgreiðslu á. Því þarf einstaklingur út á landi sem leitar heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar að greiða 2.935 kr. og er það ekkert annað en landsbyggðarskattur. Einfalt reikningsdæmi þar sem horft er á einstakling sem býr í Grindavík sem leitar sérfræðilæknis í Reykjavík, það eru 51 km aðra leið 102 km báðar leiðir, þar sem í reglugerð 1140/2019 er tekið fram að langar ferðir séu a.m.k. 20 km vegalengd milli staða, sjúkratryggingar greiða fyrir hvern ekinn km 31,61 kr. gerir það 3.224 kr., sem endurgreiðslan væri en þá á eftir að taka inn í dæmið þá kostnaðarliði sem nefndir eru hér að ofan, það er 2.935 kr. þannig að þegar uppi er staðið ertu að fá 289 kr. fyrir bensíni báðar leiðir. Svo virðist sem settar séu reglugerðir og lög án þess að meta áhrif þeirra og hvernig kostnaður er fluttur frá hinu opinbera yfir á almenning. Það virðist því miður vera þannig að þeir sem setja reglurnar og þurfa ekki á þessari þjónustu að halda geri sér ekki grein fyrir þeim kostnaði sem þeir velta yfir á landsbyggðina. Íslendingar eiga að hafa sama aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, en kostnaður vegna hennar er sífellt velt yfir á íbúa landsbyggðarinnar með reglugerðum. Að þessum kostnaði undanskildum situr fólk af landbyggðinni einnig uppi með dvalarkostnað og vinnutap, en það er líklega efni í annan pistil. Höfundar þessara pistils eru mæður barna á Ísafirði sem völdu sér að búa út á landi.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar