Framtíðin er björt – gerum þetta saman! Ágúst Bjarni Garðarsson, Lovísa Traustadóttir og Ó. Ingi Tómasson skrifa 3. febrúar 2021 17:00 Það var dapurlegt að lesa grein varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa flokksins í skipulags- og byggingarráði um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Grein sem hann síðan fylgdi eftir með útvarpsviðtali á Bylgjunni. Það sem einkennir málflutning Samfylkingarinnar er að hér sé ekkert að gerast og hringlandaháttur í vinnubrögðum meirihlutans sé ástæða fólksfækkunar í Hafnarfirði. Við skulum vera sanngjörn og segja: sú þróun er ekki góð. En hver er ástæðan og hvað er framundan? Förum yfir nokkur atriði. Nýbyggingarsvæði Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum í Skarðshlíð undanfarið og ætla má að síðustu lóðunum í því hverfi verði úthlutað á fundi bæjarráðs í næstu viku. Hverfið sem er í jaðri upplands Hafnarfjarðar í skjólsælum hlíðum á móti suðri verður að okkar mati eitt eftirsóttasta hverfi höfuðborgarsvæðisins innan fárra ára. Fyrsta fjölbýlishúsið fór nýverið í sölu og seldust allar íbúðir upp á nokkrum dögum. Nýbyggingarsvæði í Hafnarfirði eru samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Hafnarfjarðar; Hamranes, Ásland 4 og 5 og Vatnshlíð. Samþykkt hefur verið að hefja vinnu við deiliskipulag Áslands 4 og 5, þar sem gert er ráð fyrir góðri blöndu húsnæðis. Eins og við flest vitum, en virðist því miður ítrekað koma fulltrúum Samfylkingarinnar sérstaklega á óvart, var forsenda uppbyggingar á þessum svæðum niðurrif Hamraneslínu. Samkomulag við Landsnet gerði ráð fyrir að niðurrifi línanna yrði lokið árið 2018, en ekkert varð að þeim áformum vegna kæru umhverfissamtaka og niðurfellingu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála á framkvæmdaleyfi á Lyklafellslínu. Með samkomulagi bæjarins við Landsnet var Hamraneslína flutt til bráðabirgða frá jaðri Skarðshlíðar og nýbyggingarsvæðinu í Hamranesi. Hófust þeir flutningar um mitt ár 2019. Nú standa yfir framkvæmdir við gatnagerð í Hamranesi, þar sem nú þegar búið er að úthluta lóðum undir 298 íbúðir og veita lóðarvilyrði fyrir um 900 íbúðum. Þessi fjöldi íbúða þýðir fjölgun um 3000 íbúa – bara á þessu nýbyggingarsvæði og munu byggingaframkvæmdir hefjist á vormánuðum. Við þetta má bæta að framkvæmdum við Ásvallabraut mun ljúka á þessu ári sem verður mikil samgöngubót fyrir okkur Hafnfirðinga og þá sérstaklega nýja og væntanlega íbúa þessara hverfa. Hraun vestur – þétting byggðar Fulltrúa Samfylkingarinnar láðist af einhverjum ástæðum að minnast á þá uppbyggingu sem nú er að hefjast við Hraun vestur - Gjótur. Þar er fyrirhuguð byggð, 490 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Aðal- og deiliskipulag liggur fyrir og gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist nú á vormánuðum. Hvers vegna minnist fulltrúi Samfylkingarinnar ekki einu orði á þessa kröftugu uppbygginu sem þar er að hefjast og á svæði sem er á besta stað við samgönguás Borgarlínunnar? Gæti það verið vegna þess að Samfylkingin hefur ítrekað lagst gegn uppbyggingu á svæðinu og greitt atkvæði gegn málinu? Það er von að spurt sé. Önnur þéttingarverkefni fara í úthlutun þegar skipulag liggur fyrir og má þar sérstaklega nefna Hjallabraut og Hlíðarbraut, en gera má ráð fyrir að þær lóðir verði mjög eftirsóttar. Dvergsreiturinn svokallaði er í einkaeigu og eru lóðarhafar nú að vinna að fullnaðarteikningum í samræmi við þá áætlun sem kynnt hefur verið bæjaryfirvöldum og tekið hefur verið fyrir á fundum bæjarráðs. Förum rétt með staðreyndir Það er ekki góð þróun að röngum upplýsingum sé stöðugt veifað framan í bæjarbúa. Nú er mál að linni og hægt er að fullyrða að bæjarbúar munu sjá afrakstur mikillar vinnu þessa kjörtímabils á næstu mánuðum líkt og farið hefur verið yfir hér að ofan. Íbúum mun fjölga verulega og falleg hverfi byggjast upp. Gerum þetta nú saman – bæjarfélaginu okkar og samfélaginu hér til heilla. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Lovísa Traustadóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingarráði Ó. Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Húsnæðismál Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Sjá meira
Það var dapurlegt að lesa grein varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa flokksins í skipulags- og byggingarráði um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Grein sem hann síðan fylgdi eftir með útvarpsviðtali á Bylgjunni. Það sem einkennir málflutning Samfylkingarinnar er að hér sé ekkert að gerast og hringlandaháttur í vinnubrögðum meirihlutans sé ástæða fólksfækkunar í Hafnarfirði. Við skulum vera sanngjörn og segja: sú þróun er ekki góð. En hver er ástæðan og hvað er framundan? Förum yfir nokkur atriði. Nýbyggingarsvæði Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum í Skarðshlíð undanfarið og ætla má að síðustu lóðunum í því hverfi verði úthlutað á fundi bæjarráðs í næstu viku. Hverfið sem er í jaðri upplands Hafnarfjarðar í skjólsælum hlíðum á móti suðri verður að okkar mati eitt eftirsóttasta hverfi höfuðborgarsvæðisins innan fárra ára. Fyrsta fjölbýlishúsið fór nýverið í sölu og seldust allar íbúðir upp á nokkrum dögum. Nýbyggingarsvæði í Hafnarfirði eru samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Hafnarfjarðar; Hamranes, Ásland 4 og 5 og Vatnshlíð. Samþykkt hefur verið að hefja vinnu við deiliskipulag Áslands 4 og 5, þar sem gert er ráð fyrir góðri blöndu húsnæðis. Eins og við flest vitum, en virðist því miður ítrekað koma fulltrúum Samfylkingarinnar sérstaklega á óvart, var forsenda uppbyggingar á þessum svæðum niðurrif Hamraneslínu. Samkomulag við Landsnet gerði ráð fyrir að niðurrifi línanna yrði lokið árið 2018, en ekkert varð að þeim áformum vegna kæru umhverfissamtaka og niðurfellingu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála á framkvæmdaleyfi á Lyklafellslínu. Með samkomulagi bæjarins við Landsnet var Hamraneslína flutt til bráðabirgða frá jaðri Skarðshlíðar og nýbyggingarsvæðinu í Hamranesi. Hófust þeir flutningar um mitt ár 2019. Nú standa yfir framkvæmdir við gatnagerð í Hamranesi, þar sem nú þegar búið er að úthluta lóðum undir 298 íbúðir og veita lóðarvilyrði fyrir um 900 íbúðum. Þessi fjöldi íbúða þýðir fjölgun um 3000 íbúa – bara á þessu nýbyggingarsvæði og munu byggingaframkvæmdir hefjist á vormánuðum. Við þetta má bæta að framkvæmdum við Ásvallabraut mun ljúka á þessu ári sem verður mikil samgöngubót fyrir okkur Hafnfirðinga og þá sérstaklega nýja og væntanlega íbúa þessara hverfa. Hraun vestur – þétting byggðar Fulltrúa Samfylkingarinnar láðist af einhverjum ástæðum að minnast á þá uppbyggingu sem nú er að hefjast við Hraun vestur - Gjótur. Þar er fyrirhuguð byggð, 490 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Aðal- og deiliskipulag liggur fyrir og gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist nú á vormánuðum. Hvers vegna minnist fulltrúi Samfylkingarinnar ekki einu orði á þessa kröftugu uppbygginu sem þar er að hefjast og á svæði sem er á besta stað við samgönguás Borgarlínunnar? Gæti það verið vegna þess að Samfylkingin hefur ítrekað lagst gegn uppbyggingu á svæðinu og greitt atkvæði gegn málinu? Það er von að spurt sé. Önnur þéttingarverkefni fara í úthlutun þegar skipulag liggur fyrir og má þar sérstaklega nefna Hjallabraut og Hlíðarbraut, en gera má ráð fyrir að þær lóðir verði mjög eftirsóttar. Dvergsreiturinn svokallaði er í einkaeigu og eru lóðarhafar nú að vinna að fullnaðarteikningum í samræmi við þá áætlun sem kynnt hefur verið bæjaryfirvöldum og tekið hefur verið fyrir á fundum bæjarráðs. Förum rétt með staðreyndir Það er ekki góð þróun að röngum upplýsingum sé stöðugt veifað framan í bæjarbúa. Nú er mál að linni og hægt er að fullyrða að bæjarbúar munu sjá afrakstur mikillar vinnu þessa kjörtímabils á næstu mánuðum líkt og farið hefur verið yfir hér að ofan. Íbúum mun fjölga verulega og falleg hverfi byggjast upp. Gerum þetta nú saman – bæjarfélaginu okkar og samfélaginu hér til heilla. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Lovísa Traustadóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingarráði Ó. Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun