Björgvin: Hálf súrrealískt að vera upp á hóteli að horfa á leik með sínu liði Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 20:19 Björgvin Páll Gústavsson er kominn aftur heim eftir að hafa verið í Egyptalandi með íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Hauka í handbolta var að vonum sáttur með sigur sinna manna þegar Haukar unnu Aftureldingu 24-30 í Varmá í kvöld. Björgvin sem spilaði ekki síðasta leik með liðinu vegna þess að hann var í sóttkví eftir HM, var fegin að vera mættur aftur. „Mér líður mjög vel, við byrjum ekkert frábærlega en skiluðum þessu í hús. Sérstaklega í byrjun seinni þá mættum virkilega klárir og skiluðum þessu í tveimur fallegum stigum og spiluðum heilt yfir bara mjög vel,“ sagði Björgvin í leikslok. Björgvin er að spila sinn fyrsta leik í deildinni eftir ansi langa pásu og þurfti fyrri hálfleikinn til að koma sér í gang en kom svo tvíefldur inn í seinni hálfleikinn og endaði leikinn með 39% markvörslu. „Þetta er mjög gott eftir að vera nýbúinn að kominn heim. Ég held við séum bara í góðum gír og það er mikil breidd í liðinu. Andri kemur inná og tekur mikilvæga bolta þarna í lok fyrri hálfleiks.“ Haukar voru undir nánast allann fyrri hálfleikinn og voru tveimur mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks en mættu svo töluvert sterkari í seinni hálfleik. „Við erum með tvo menn í öllum stöðum og getum skilað þessu heim eins og við gerðum, sérstaklega ef allir eru á fullu. Eins og í seinni hálfleik sýndum við hvað við erum góðir.“ Eins og áður sagði var Björgvin í sóttkví í síðasta leik og þurfti því að horfa á sína menn í sjónvarpinu. „Það var ógeðslega erfitt, hálf súrrealískt að vera upp á hóteli að horfa á leik með sínu liði. Svo tók ég þá skringilegu ákvörðun að fara út að hlaupa í sjö stiga frosti eftir leik, ég er ennþá stífur eftir það,“ sagði Björgvin. „Það var erfitt en kærkomið að sjá þá skila því inn í hús því að við erum að fara inn í langt tímabil, marga leiki og við þurfum að geta spilað einhverja leikmenn í einhverjum leikjum,“ sagði Björgvin að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
„Mér líður mjög vel, við byrjum ekkert frábærlega en skiluðum þessu í hús. Sérstaklega í byrjun seinni þá mættum virkilega klárir og skiluðum þessu í tveimur fallegum stigum og spiluðum heilt yfir bara mjög vel,“ sagði Björgvin í leikslok. Björgvin er að spila sinn fyrsta leik í deildinni eftir ansi langa pásu og þurfti fyrri hálfleikinn til að koma sér í gang en kom svo tvíefldur inn í seinni hálfleikinn og endaði leikinn með 39% markvörslu. „Þetta er mjög gott eftir að vera nýbúinn að kominn heim. Ég held við séum bara í góðum gír og það er mikil breidd í liðinu. Andri kemur inná og tekur mikilvæga bolta þarna í lok fyrri hálfleiks.“ Haukar voru undir nánast allann fyrri hálfleikinn og voru tveimur mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks en mættu svo töluvert sterkari í seinni hálfleik. „Við erum með tvo menn í öllum stöðum og getum skilað þessu heim eins og við gerðum, sérstaklega ef allir eru á fullu. Eins og í seinni hálfleik sýndum við hvað við erum góðir.“ Eins og áður sagði var Björgvin í sóttkví í síðasta leik og þurfti því að horfa á sína menn í sjónvarpinu. „Það var ógeðslega erfitt, hálf súrrealískt að vera upp á hóteli að horfa á leik með sínu liði. Svo tók ég þá skringilegu ákvörðun að fara út að hlaupa í sjö stiga frosti eftir leik, ég er ennþá stífur eftir það,“ sagði Björgvin. „Það var erfitt en kærkomið að sjá þá skila því inn í hús því að við erum að fara inn í langt tímabil, marga leiki og við þurfum að geta spilað einhverja leikmenn í einhverjum leikjum,“ sagði Björgvin að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira