„Þá var ég orðin mjög hrædd“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 11:46 Það var létt yfir Steinunni Björnsdóttur í viðtalinu eftir leikinn á móti Stjörnunni en hún fagnaði því að þurfa ekki að horfa á fleiri leiki liðsins í gegnum sjónvarpið. S2 Sport Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. Útlitið var ekki bjart fyrst eftir höggið því þá missti hún sjón á auganu og upplifi mikinn sársauka. Það héldu allir að hún yrði frá í margar vikur, í það minnsta, en Steinunn er nú komin aftur af stað. „Staðan á mér er bara góð. Ég hefði aldrei trúað því fyrir viku síðan að ég myndi standa hér og geta tekið þátt í þessum sigri, á bekknum. Ég er ótrúlega þakklát því þetta er búið að vera mikil rússibanareið,“ sagði Steinunn Björnsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Steinunn kom ekki inn á völlinn í sigrinum á Stjörnunni en ætlar sér að spila næsta leik sem er á móti HK á sunnudaginn kemur. „Ég hélt fyrst að ég væri orðin blind á öðru auganu en sólarhring seinna fór ég að sjá aðeins meira. Svo er ótrúlegt hvernig mannslíkaminn nær að jafna sig,“ sagði Steinunn. Þetta leit samt ansi illa út og það kom meðal annars skurður á augað. Það fór því í alvöru um Steinunni þegar hún lenti í þessu. „Strax og ég fékk höggið þá vissi ég að það væri eitthvað alvarlegt því það var mikill sársauki sem fylgdi þessu. Svo var ég tekin útaf og sat á bekknum. Ég var alltaf að biðja sjúkraþjálfarann minn um að fá að opna augað. Svo sagði hann mér að augað væri opið og þá áttaði ég mig á alvarleika málsins. Þá var ég mjög hrædd,“ sagði Steinunn. „Ég er ótrúlega heppin og það er nákvæmlega það sem læknarnir segja. Það var mikil áverki á auganu. Þetta hefði getað farið miklu verr. Ég er ótrúlega þakklát að vera með sjón og sjá vel. Hún er kannski ekki alveg komin til baka en hún mun koma til baka,“ sagði Steinunn. Steinunn stefnir á það að spila næsta leik. „Það voru mikil vonbrigði þegar Stebbi sagði að það væri frí á morgun á æfingu. Ég var orðin spennt að mæta með hlífðargleraugun og klár í slaginn aftur. Ég ætla að prófa það að mæta á æfingar og sjá hvernig líkaminn bregst við. Ef allt gengur vel þá mæti ég bara á sunnudaginn,“ sagði Steinunn. Það má finna allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni Björnsdóttur um meiðslin Olís-deild kvenna Fram Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Útlitið var ekki bjart fyrst eftir höggið því þá missti hún sjón á auganu og upplifi mikinn sársauka. Það héldu allir að hún yrði frá í margar vikur, í það minnsta, en Steinunn er nú komin aftur af stað. „Staðan á mér er bara góð. Ég hefði aldrei trúað því fyrir viku síðan að ég myndi standa hér og geta tekið þátt í þessum sigri, á bekknum. Ég er ótrúlega þakklát því þetta er búið að vera mikil rússibanareið,“ sagði Steinunn Björnsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Steinunn kom ekki inn á völlinn í sigrinum á Stjörnunni en ætlar sér að spila næsta leik sem er á móti HK á sunnudaginn kemur. „Ég hélt fyrst að ég væri orðin blind á öðru auganu en sólarhring seinna fór ég að sjá aðeins meira. Svo er ótrúlegt hvernig mannslíkaminn nær að jafna sig,“ sagði Steinunn. Þetta leit samt ansi illa út og það kom meðal annars skurður á augað. Það fór því í alvöru um Steinunni þegar hún lenti í þessu. „Strax og ég fékk höggið þá vissi ég að það væri eitthvað alvarlegt því það var mikill sársauki sem fylgdi þessu. Svo var ég tekin útaf og sat á bekknum. Ég var alltaf að biðja sjúkraþjálfarann minn um að fá að opna augað. Svo sagði hann mér að augað væri opið og þá áttaði ég mig á alvarleika málsins. Þá var ég mjög hrædd,“ sagði Steinunn. „Ég er ótrúlega heppin og það er nákvæmlega það sem læknarnir segja. Það var mikil áverki á auganu. Þetta hefði getað farið miklu verr. Ég er ótrúlega þakklát að vera með sjón og sjá vel. Hún er kannski ekki alveg komin til baka en hún mun koma til baka,“ sagði Steinunn. Steinunn stefnir á það að spila næsta leik. „Það voru mikil vonbrigði þegar Stebbi sagði að það væri frí á morgun á æfingu. Ég var orðin spennt að mæta með hlífðargleraugun og klár í slaginn aftur. Ég ætla að prófa það að mæta á æfingar og sjá hvernig líkaminn bregst við. Ef allt gengur vel þá mæti ég bara á sunnudaginn,“ sagði Steinunn. Það má finna allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni Björnsdóttur um meiðslin
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira