Ægir Þór: Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin Atli Arason skrifar 4. febrúar 2021 23:15 Ægir Þór var frábær í liði Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Vilhelm Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, átti enn einn frábæran leik á þessum tímabili þegar Stjarnan sótti tvö stig í Njarðvík í kvöld er liðin mættust í Dominos-deild karla. Lokatölur 96-88 Stjörnunni í vil. Ægir gerði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar, 49% stoðsendinga Stjörnunnar fóru í gegnum hendur Ægis. Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur, minntist sérstaklega á það í viðtali fyrir leik að Njarðvíkingar yrðu að stöðva Ægi til að stöðva Stjörnuna. Einar sagði Ægi vera prímus mótor liðsins. Aðspurður um ummæli Einars var Ægir hógvær. „Við erum með það gott lið að sama hvað ég geri, þá opnast fyrir alla. Það er enginn aukin pressa á mér. Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin, þannig þetta er engin flókin uppskrift af því sem ég er að gera. Við erum bara jafnir og við höfum sýnt það í vetur að sumir geta skorað og sumir þurfa ekki að skora, eins og við sjáum út alla leikina þá er jafnt skorað,“ svaraði Ægir. „Fyrst og fremst þá náðum við að byrja þetta að krafti og það setur tóninn út leikinn en svo dettur einhvern veginn dampurinn úr okkur þegar það líður á. Þeir breyta um taktík og það hefur áhrif á vörnina okkar fannst mér, frekar en sóknina. Fráköst og 50/50 boltar komu Njarðvík aftur inn í leikinn en svo siglum við sigrinum heim.“ Ægir fór oft á eintal með Kristni Óskarssyni dómara í leiknum og virtist Ægir alls ekki sáttur á tímabili. Ægir vildi þó ekkert gefa upp hvað fór fram í þessum samtölum. „Það er bara samtal okkar á milli. Maður er alltaf að leita af einhverjum villum, sérstaklega þegar maður er að keyra á körfuna þá finnst maður eiga rétt á því að fá eitthvað. Ég held að ég hafi svolítið misst mig í leiknum hvað það varðar og ég þarf að fókusa meira á að klára sterkt á körfuna frekar en að vera að væla yfir einhverjum villum,“ sagði Ægir Þór. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn ÍR núna strax eftir helgi. Ægir segir aðalmál þessa tímabils sé að endurheimta rétt á milli leikja og tengja saman sigra. „Ég held það sé rauði þráðurinn í gegnum tímabilið, að tengja tvo sigurleiki. Eins og við sjáum, þú getur átt góðan leik og svo þarftu virkilega að rembast til að vinna þann næsta. Það sem þarf að gerast núna er að við þurfum að læra hvernig á að recover-a, hvernig við ætlum að undirbúa okkur, hvernig við ætlum að spila. Áskorunin er að reyna að tengja saman leiki og vinna þann næsta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar að lokum Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. 4. febrúar 2021 22:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Ægir gerði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar, 49% stoðsendinga Stjörnunnar fóru í gegnum hendur Ægis. Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur, minntist sérstaklega á það í viðtali fyrir leik að Njarðvíkingar yrðu að stöðva Ægi til að stöðva Stjörnuna. Einar sagði Ægi vera prímus mótor liðsins. Aðspurður um ummæli Einars var Ægir hógvær. „Við erum með það gott lið að sama hvað ég geri, þá opnast fyrir alla. Það er enginn aukin pressa á mér. Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin, þannig þetta er engin flókin uppskrift af því sem ég er að gera. Við erum bara jafnir og við höfum sýnt það í vetur að sumir geta skorað og sumir þurfa ekki að skora, eins og við sjáum út alla leikina þá er jafnt skorað,“ svaraði Ægir. „Fyrst og fremst þá náðum við að byrja þetta að krafti og það setur tóninn út leikinn en svo dettur einhvern veginn dampurinn úr okkur þegar það líður á. Þeir breyta um taktík og það hefur áhrif á vörnina okkar fannst mér, frekar en sóknina. Fráköst og 50/50 boltar komu Njarðvík aftur inn í leikinn en svo siglum við sigrinum heim.“ Ægir fór oft á eintal með Kristni Óskarssyni dómara í leiknum og virtist Ægir alls ekki sáttur á tímabili. Ægir vildi þó ekkert gefa upp hvað fór fram í þessum samtölum. „Það er bara samtal okkar á milli. Maður er alltaf að leita af einhverjum villum, sérstaklega þegar maður er að keyra á körfuna þá finnst maður eiga rétt á því að fá eitthvað. Ég held að ég hafi svolítið misst mig í leiknum hvað það varðar og ég þarf að fókusa meira á að klára sterkt á körfuna frekar en að vera að væla yfir einhverjum villum,“ sagði Ægir Þór. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn ÍR núna strax eftir helgi. Ægir segir aðalmál þessa tímabils sé að endurheimta rétt á milli leikja og tengja saman sigra. „Ég held það sé rauði þráðurinn í gegnum tímabilið, að tengja tvo sigurleiki. Eins og við sjáum, þú getur átt góðan leik og svo þarftu virkilega að rembast til að vinna þann næsta. Það sem þarf að gerast núna er að við þurfum að læra hvernig á að recover-a, hvernig við ætlum að undirbúa okkur, hvernig við ætlum að spila. Áskorunin er að reyna að tengja saman leiki og vinna þann næsta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar að lokum
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. 4. febrúar 2021 22:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. 4. febrúar 2021 22:00
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik