Ekki sammála góðum vini sínum en skilur af hverju hann var svona grautfúll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 15:30 Kristinn Björgúlfsson og Bjarni Fritzson eru núverandi og fyrrverandi þjálfari ÍR-liðsins. S2 Sport Seinni bylgjan fór yfir dómana tvo sem þjálfari ÍR-inga var svo ofboðslega ósáttur með. Það sauð á Kristni Björgúlfssyni, þjálfara ÍR, eftir naumt tap á móti Stjörnunni í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta. Það var ekkert nýtt að sjá tapsáran þjálfara kvarta yfir dómgæslu í slíku viðtali sem er tekið rétt eftir leikinn en það voru orð Kristins um mótherjanna sem vöktu meiri athygli. „Við erum ekkert verri en Stjarnan. Það er bara langt í frá. ‚Good on paper, shit on grass' sagði einhver um daginn. Við erum ekkert lélegri pappír en þeir en við þurfum að skila inn á vellinum. Við þurfum að vera yfir þegar 60 mínútur eru búnar,“ sagði Kristinn Björgúlfsson. „Mér finnst þeir ekkert vera betri en við. Það er fullt af gaurum þarna sem eru runnir út á dagsetningu,“ bætti síðan Kristinn. Seinni bylgjan fór yfir þessi ummæli ÍR-þjálfarans í þætti sínum í gær. Klippa: Seinni bylgjan: Kiddi Björgúlfs og dómarnir sem gerðu hann svo reiðan „Kiddi með sleggjuna á lofti í Austurberginu,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og svo var farið yfir umdeildu dómana sem Kristinn var ósáttur við. Þar fá ÍR-ingar tvær brottvísanir á stuttum tíma í stöðunni 23-23. „Ég skil fullkomlega gremju Kidda því þetta eru bara stór atriði. Þú ert með jafnan leik og svo missir þú tvo leikmenn af velli á þrjátíu sekúndum. Auðvitað skilur maður að það geti verið erfitt að taka því,“ sagði Einar Andri Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Þú ert í leik þar sem þú ert að leita að fyrstu stigunum,“ sagði Einar Andri. „Ég er ekki sammála honum um að Stjarnan og ÍR séu með alveg eins lið á sama pappír. Fyrirgefðu. Kiddi er mjög góður vinur minn en ég er ekki sammála því. Fyrir ÍR-inga, sérstaklega þessi byrjun, það var frábært hjá þeim. Ég skil að hann sé svona grautfúll að hafa ekki náð þessu fyrsta sigri því hann er svo mikilvægur, sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Það sauð á Kristni Björgúlfssyni, þjálfara ÍR, eftir naumt tap á móti Stjörnunni í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta. Það var ekkert nýtt að sjá tapsáran þjálfara kvarta yfir dómgæslu í slíku viðtali sem er tekið rétt eftir leikinn en það voru orð Kristins um mótherjanna sem vöktu meiri athygli. „Við erum ekkert verri en Stjarnan. Það er bara langt í frá. ‚Good on paper, shit on grass' sagði einhver um daginn. Við erum ekkert lélegri pappír en þeir en við þurfum að skila inn á vellinum. Við þurfum að vera yfir þegar 60 mínútur eru búnar,“ sagði Kristinn Björgúlfsson. „Mér finnst þeir ekkert vera betri en við. Það er fullt af gaurum þarna sem eru runnir út á dagsetningu,“ bætti síðan Kristinn. Seinni bylgjan fór yfir þessi ummæli ÍR-þjálfarans í þætti sínum í gær. Klippa: Seinni bylgjan: Kiddi Björgúlfs og dómarnir sem gerðu hann svo reiðan „Kiddi með sleggjuna á lofti í Austurberginu,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og svo var farið yfir umdeildu dómana sem Kristinn var ósáttur við. Þar fá ÍR-ingar tvær brottvísanir á stuttum tíma í stöðunni 23-23. „Ég skil fullkomlega gremju Kidda því þetta eru bara stór atriði. Þú ert með jafnan leik og svo missir þú tvo leikmenn af velli á þrjátíu sekúndum. Auðvitað skilur maður að það geti verið erfitt að taka því,“ sagði Einar Andri Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Þú ert í leik þar sem þú ert að leita að fyrstu stigunum,“ sagði Einar Andri. „Ég er ekki sammála honum um að Stjarnan og ÍR séu með alveg eins lið á sama pappír. Fyrirgefðu. Kiddi er mjög góður vinur minn en ég er ekki sammála því. Fyrir ÍR-inga, sérstaklega þessi byrjun, það var frábært hjá þeim. Ég skil að hann sé svona grautfúll að hafa ekki náð þessu fyrsta sigri því hann er svo mikilvægur, sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða