Aron: Ánægður með frammistöðuna í síðari hálfleik Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. febrúar 2021 17:46 Aron Kristjánsson. VÍSIR/BÁRA Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka var sáttur með frammistöðu sinna manna þegar þeir unnu góðan sigur á Fram í 8. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 34-28. ,,Ég er ánægður með sigurinn og ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst vörnin þéttari í seinni hálfleik, mér fannst við vera að fá okkur svolítið ódýr mörk í fyrri hálfleik. Eftir svona 5-6 mínútur í seinni hálfleik þá fór vörnin að virka mjög vel og við fáum hraðaupphlaup í kjölfarið,“ sagði Aron í leikslok. ,,Mér fannst sóknarleikurinn beittur meira og minna allan leikinn og við vorum aðeins í byrjun seinni hálfleiks að klikka á dauðafærum en hinsvegar vorum við að skapa okkur fín færi og skytturnar að spila vel.“ Andri Sigmarsson Scheving kom inn í mark Hauka í staðinn fyrir Björgvin Pál sem var ekki alveg að finna sig í dag enda vörn Hauka ekki upp á marga fiska í byrjun. Andri gerði sér lítið fyrir og var með 40% markvörslu og varði tvö víti. ,,Þetta er markmannsteymi og þeir eru báðir sterkir. Andri stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu og í fyrstu leikjunum. Svo átti Bjöggi nokkra góða leiki og Andri var bara klár. Eins og í dag, Bjöggi byrjar ekki nægilega vel og varnarleikurinn líka, þeir voru flatir varnarlega. Þessi samvinna milli varnar og markvörslu var ekki til staðar í byrjun. Andri kemur þá sterkur inn og varði mjög vel í seinni.“ Fyrr í vetur var Aron spurður út í Geir Guðmundsson sem virtist ekki vera að finna sig í sóknarleik Hauka en hefur verið að springa út eftir pásuna. ,,Það eru búnar að vera framfarir, hann þurfti að finna sig betur í okkar leik og við að finna hann betur og slípa hann til. Hann var kannski búin að vera í smá erfiðleikum í Frakklandi með leiktíma o.s.frv. Menn þurfa oft smá tíma til að komast í gang og finna sjálfan sig aftur.“ Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í næstu umferð þegar að Haukar sækja FH heim í Kaplakrika, mánudaginn 15. febrúar ,,Það verður hörkuleikur, FH-ingarnir eru með mjög gott lið og það er markmið að vera klárir og vinna næsta leik,“ sagði Aron að lokum. Olís-deild karla Haukar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 34-28 | Haukar keyrðu yfir Fram í síðari hálfleik Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Olís-deild karla að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 17:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
,,Ég er ánægður með sigurinn og ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst vörnin þéttari í seinni hálfleik, mér fannst við vera að fá okkur svolítið ódýr mörk í fyrri hálfleik. Eftir svona 5-6 mínútur í seinni hálfleik þá fór vörnin að virka mjög vel og við fáum hraðaupphlaup í kjölfarið,“ sagði Aron í leikslok. ,,Mér fannst sóknarleikurinn beittur meira og minna allan leikinn og við vorum aðeins í byrjun seinni hálfleiks að klikka á dauðafærum en hinsvegar vorum við að skapa okkur fín færi og skytturnar að spila vel.“ Andri Sigmarsson Scheving kom inn í mark Hauka í staðinn fyrir Björgvin Pál sem var ekki alveg að finna sig í dag enda vörn Hauka ekki upp á marga fiska í byrjun. Andri gerði sér lítið fyrir og var með 40% markvörslu og varði tvö víti. ,,Þetta er markmannsteymi og þeir eru báðir sterkir. Andri stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu og í fyrstu leikjunum. Svo átti Bjöggi nokkra góða leiki og Andri var bara klár. Eins og í dag, Bjöggi byrjar ekki nægilega vel og varnarleikurinn líka, þeir voru flatir varnarlega. Þessi samvinna milli varnar og markvörslu var ekki til staðar í byrjun. Andri kemur þá sterkur inn og varði mjög vel í seinni.“ Fyrr í vetur var Aron spurður út í Geir Guðmundsson sem virtist ekki vera að finna sig í sóknarleik Hauka en hefur verið að springa út eftir pásuna. ,,Það eru búnar að vera framfarir, hann þurfti að finna sig betur í okkar leik og við að finna hann betur og slípa hann til. Hann var kannski búin að vera í smá erfiðleikum í Frakklandi með leiktíma o.s.frv. Menn þurfa oft smá tíma til að komast í gang og finna sjálfan sig aftur.“ Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í næstu umferð þegar að Haukar sækja FH heim í Kaplakrika, mánudaginn 15. febrúar ,,Það verður hörkuleikur, FH-ingarnir eru með mjög gott lið og það er markmið að vera klárir og vinna næsta leik,“ sagði Aron að lokum.
Olís-deild karla Haukar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 34-28 | Haukar keyrðu yfir Fram í síðari hálfleik Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Olís-deild karla að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 17:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Fram 34-28 | Haukar keyrðu yfir Fram í síðari hálfleik Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Olís-deild karla að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 17:00