Aron: Ánægður með frammistöðuna í síðari hálfleik Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. febrúar 2021 17:46 Aron Kristjánsson. VÍSIR/BÁRA Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka var sáttur með frammistöðu sinna manna þegar þeir unnu góðan sigur á Fram í 8. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 34-28. ,,Ég er ánægður með sigurinn og ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst vörnin þéttari í seinni hálfleik, mér fannst við vera að fá okkur svolítið ódýr mörk í fyrri hálfleik. Eftir svona 5-6 mínútur í seinni hálfleik þá fór vörnin að virka mjög vel og við fáum hraðaupphlaup í kjölfarið,“ sagði Aron í leikslok. ,,Mér fannst sóknarleikurinn beittur meira og minna allan leikinn og við vorum aðeins í byrjun seinni hálfleiks að klikka á dauðafærum en hinsvegar vorum við að skapa okkur fín færi og skytturnar að spila vel.“ Andri Sigmarsson Scheving kom inn í mark Hauka í staðinn fyrir Björgvin Pál sem var ekki alveg að finna sig í dag enda vörn Hauka ekki upp á marga fiska í byrjun. Andri gerði sér lítið fyrir og var með 40% markvörslu og varði tvö víti. ,,Þetta er markmannsteymi og þeir eru báðir sterkir. Andri stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu og í fyrstu leikjunum. Svo átti Bjöggi nokkra góða leiki og Andri var bara klár. Eins og í dag, Bjöggi byrjar ekki nægilega vel og varnarleikurinn líka, þeir voru flatir varnarlega. Þessi samvinna milli varnar og markvörslu var ekki til staðar í byrjun. Andri kemur þá sterkur inn og varði mjög vel í seinni.“ Fyrr í vetur var Aron spurður út í Geir Guðmundsson sem virtist ekki vera að finna sig í sóknarleik Hauka en hefur verið að springa út eftir pásuna. ,,Það eru búnar að vera framfarir, hann þurfti að finna sig betur í okkar leik og við að finna hann betur og slípa hann til. Hann var kannski búin að vera í smá erfiðleikum í Frakklandi með leiktíma o.s.frv. Menn þurfa oft smá tíma til að komast í gang og finna sjálfan sig aftur.“ Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í næstu umferð þegar að Haukar sækja FH heim í Kaplakrika, mánudaginn 15. febrúar ,,Það verður hörkuleikur, FH-ingarnir eru með mjög gott lið og það er markmið að vera klárir og vinna næsta leik,“ sagði Aron að lokum. Olís-deild karla Haukar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 34-28 | Haukar keyrðu yfir Fram í síðari hálfleik Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Olís-deild karla að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 17:00 Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
,,Ég er ánægður með sigurinn og ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst vörnin þéttari í seinni hálfleik, mér fannst við vera að fá okkur svolítið ódýr mörk í fyrri hálfleik. Eftir svona 5-6 mínútur í seinni hálfleik þá fór vörnin að virka mjög vel og við fáum hraðaupphlaup í kjölfarið,“ sagði Aron í leikslok. ,,Mér fannst sóknarleikurinn beittur meira og minna allan leikinn og við vorum aðeins í byrjun seinni hálfleiks að klikka á dauðafærum en hinsvegar vorum við að skapa okkur fín færi og skytturnar að spila vel.“ Andri Sigmarsson Scheving kom inn í mark Hauka í staðinn fyrir Björgvin Pál sem var ekki alveg að finna sig í dag enda vörn Hauka ekki upp á marga fiska í byrjun. Andri gerði sér lítið fyrir og var með 40% markvörslu og varði tvö víti. ,,Þetta er markmannsteymi og þeir eru báðir sterkir. Andri stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu og í fyrstu leikjunum. Svo átti Bjöggi nokkra góða leiki og Andri var bara klár. Eins og í dag, Bjöggi byrjar ekki nægilega vel og varnarleikurinn líka, þeir voru flatir varnarlega. Þessi samvinna milli varnar og markvörslu var ekki til staðar í byrjun. Andri kemur þá sterkur inn og varði mjög vel í seinni.“ Fyrr í vetur var Aron spurður út í Geir Guðmundsson sem virtist ekki vera að finna sig í sóknarleik Hauka en hefur verið að springa út eftir pásuna. ,,Það eru búnar að vera framfarir, hann þurfti að finna sig betur í okkar leik og við að finna hann betur og slípa hann til. Hann var kannski búin að vera í smá erfiðleikum í Frakklandi með leiktíma o.s.frv. Menn þurfa oft smá tíma til að komast í gang og finna sjálfan sig aftur.“ Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í næstu umferð þegar að Haukar sækja FH heim í Kaplakrika, mánudaginn 15. febrúar ,,Það verður hörkuleikur, FH-ingarnir eru með mjög gott lið og það er markmið að vera klárir og vinna næsta leik,“ sagði Aron að lokum.
Olís-deild karla Haukar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 34-28 | Haukar keyrðu yfir Fram í síðari hálfleik Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Olís-deild karla að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 17:00 Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Fram 34-28 | Haukar keyrðu yfir Fram í síðari hálfleik Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Olís-deild karla að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 17:00