Sæti í stefnumótun Íslands til framtíðar Berglind Guðmundsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 17:00 Ég velti oft fyrir mér hvernig ég myndi vilja sjá Ísland fyrir komandi kynslóðir. Ég finn fyrir vaxandi áhuga unga fólksins á vissum málaflokkum, til að nefna orkumálum, náttúruvernd og heilbrigðismálum. En finnst eins og sumir málaflokkanna séu merktir öðrum „reyndari“ og eldri einstaklingum og því eigi unga fólkið ekki að blanda sér í þær umræður. Ég er þó þeirrar skoðunar að unga fólkið eigi að taka virkan þátt í stefnumótun Íslands til framtíðar. Nýsköpunarumræðan Nýsköpun er mikilvæg á öllum sviðum hvort sem um er að ræða í námi, leik eða starfi. Nýsköpun er forsenda framþróunar. Ungt fólk hefur áhuga á því að ræða um nýsköpun og langar að finna hugmyndum sínum farveg til framkvæmda. Áherslur ríkistjórnarinnar á nýsköpun eru skref í rétta átt ef markmiðið er í raun að styðja við og hvetja til nýsköpunar. Stuðningur hins opinbera við frumkvöðla og nýsköpunarstarf, til að mynda sterkari tengsl við atvinnulífið, eigi að mínu mati að felast í digrum nýsköpunarsjóðum frekar en miðstýringu á nýsköpunarstarfi. Það er stundum mín tilfinning að hugmyndirnar og hugvitið skuli koma frá ungmennunum sem hafi svo ekkert að segja um kerfið sem vinnur með málaflokkinn. Menntum alla sem frumkvöðla Til að byrja með þarf að tryggja að skólakerfið mennti í takt við þróun og eftirspurn atvinnulífisins á hverjum tíma og leitast þarf við að efla rannsóknar- og nýsköpunarverkefni á öllum skólastigum. Skapandi greinar þurfa aukið vægi á móti hefðbundnu bóknámi á yngri skólastigum. Gera þarf ráð fyrir því að ungt fólk vilji skapa, framkvæma og framleiða og því þarf að efla þessa hæfni á yngri stigum. Blæti fyrir staðsetningarlausum störfum Lausnir í atvinnumálum felast vitaskuld ekki í því að fjölga opinberum störfum til muna, og stórauka þannig umsvif ríkisins. Heldur að búa svo um hnútana að hér þrífist smá, millistór og stór fyrirtæki af ýmsum toga. Halda skal frekar aftur af ríkisumsvifum og endurskoða skattlagningu á atvinnulífið. Stefna þarf að sjálfbærni ýmissa atvinnugreina og auka umhverfisvernd í atvinnulífinu almennt. Á síðustu misserum virðast allmargir orðnir heitir fyrir því að ræða „störf án staðsetningar“, sér í lagi eftir covid-veturinn. Það liggja mörg tækifæri í aukinni tæknivæðingu atvinnulífins og ber að ýta undir það. Þó vissulega það sé ekki hlutverk hins opinbera að stýra uppbyggingu atvinnulífins heldur tryggja stöðugleika í umhverfi þess. Það er augljóst mál að auka þarf tækifæri unga fólksins á landsbyggðinni til að tryggja að fleiri meti það sem raunverulegan kost að setjast að í heimabyggð- eða flytja burt frá hávaðanum í borginni. Umræðan má því ekki einskorðast við þann möguleika á því að vinna óháð staðsetningu- slíkt er ekki raunhæft og varðar ekki öll störf. Við viljum líka búa útá landi! Efla þarf sérstaklega samkeppnishæfi landshlutanna þannig að það sé raunhæfur og aðlaðandi kostur fyrir ungt fólk að setjast að og fyrirtæki að dreifa starfsemi sinni um landið. Skoða þarf hvort koma skuli á heildarstefnu um atvinnumál ungmenna í takti við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Það er nefnilega frábært að búa utan höfuðborgarsvæðisins og það ætti að vera markmið að kynna þann kost betur fyrir ungu fólki. Samkeppnishæfni Íslands Flókið regluverk og þungt skattkerfi hamlar samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður reynist of stórt hlutfall af heildarútgjöldum fyrirtækja. Tryggingargjaldið er enn of hátt og lífeyrissjóðsgreiðslur hafa margfaldast. Fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni standa höllum fæti og það kemur í hlut ríkisins að bregðast við framangreindum annmörkum sem leiða af sér lakari samkeppnishæfni landsins. Þessir þungu og gríðarstóru málaflokkar eru ekki ungu fólki óviðkomandi og þvert á móti eigum við að eiga sæti við borðið og fá að fjalla um málin út frá okkar forsendum. Þegar móta á stefnu Íslands til framtíðar þá á framtíð Íslands að eiga rödd þar inni. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Nýsköpun Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ég velti oft fyrir mér hvernig ég myndi vilja sjá Ísland fyrir komandi kynslóðir. Ég finn fyrir vaxandi áhuga unga fólksins á vissum málaflokkum, til að nefna orkumálum, náttúruvernd og heilbrigðismálum. En finnst eins og sumir málaflokkanna séu merktir öðrum „reyndari“ og eldri einstaklingum og því eigi unga fólkið ekki að blanda sér í þær umræður. Ég er þó þeirrar skoðunar að unga fólkið eigi að taka virkan þátt í stefnumótun Íslands til framtíðar. Nýsköpunarumræðan Nýsköpun er mikilvæg á öllum sviðum hvort sem um er að ræða í námi, leik eða starfi. Nýsköpun er forsenda framþróunar. Ungt fólk hefur áhuga á því að ræða um nýsköpun og langar að finna hugmyndum sínum farveg til framkvæmda. Áherslur ríkistjórnarinnar á nýsköpun eru skref í rétta átt ef markmiðið er í raun að styðja við og hvetja til nýsköpunar. Stuðningur hins opinbera við frumkvöðla og nýsköpunarstarf, til að mynda sterkari tengsl við atvinnulífið, eigi að mínu mati að felast í digrum nýsköpunarsjóðum frekar en miðstýringu á nýsköpunarstarfi. Það er stundum mín tilfinning að hugmyndirnar og hugvitið skuli koma frá ungmennunum sem hafi svo ekkert að segja um kerfið sem vinnur með málaflokkinn. Menntum alla sem frumkvöðla Til að byrja með þarf að tryggja að skólakerfið mennti í takt við þróun og eftirspurn atvinnulífisins á hverjum tíma og leitast þarf við að efla rannsóknar- og nýsköpunarverkefni á öllum skólastigum. Skapandi greinar þurfa aukið vægi á móti hefðbundnu bóknámi á yngri skólastigum. Gera þarf ráð fyrir því að ungt fólk vilji skapa, framkvæma og framleiða og því þarf að efla þessa hæfni á yngri stigum. Blæti fyrir staðsetningarlausum störfum Lausnir í atvinnumálum felast vitaskuld ekki í því að fjölga opinberum störfum til muna, og stórauka þannig umsvif ríkisins. Heldur að búa svo um hnútana að hér þrífist smá, millistór og stór fyrirtæki af ýmsum toga. Halda skal frekar aftur af ríkisumsvifum og endurskoða skattlagningu á atvinnulífið. Stefna þarf að sjálfbærni ýmissa atvinnugreina og auka umhverfisvernd í atvinnulífinu almennt. Á síðustu misserum virðast allmargir orðnir heitir fyrir því að ræða „störf án staðsetningar“, sér í lagi eftir covid-veturinn. Það liggja mörg tækifæri í aukinni tæknivæðingu atvinnulífins og ber að ýta undir það. Þó vissulega það sé ekki hlutverk hins opinbera að stýra uppbyggingu atvinnulífins heldur tryggja stöðugleika í umhverfi þess. Það er augljóst mál að auka þarf tækifæri unga fólksins á landsbyggðinni til að tryggja að fleiri meti það sem raunverulegan kost að setjast að í heimabyggð- eða flytja burt frá hávaðanum í borginni. Umræðan má því ekki einskorðast við þann möguleika á því að vinna óháð staðsetningu- slíkt er ekki raunhæft og varðar ekki öll störf. Við viljum líka búa útá landi! Efla þarf sérstaklega samkeppnishæfi landshlutanna þannig að það sé raunhæfur og aðlaðandi kostur fyrir ungt fólk að setjast að og fyrirtæki að dreifa starfsemi sinni um landið. Skoða þarf hvort koma skuli á heildarstefnu um atvinnumál ungmenna í takti við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Það er nefnilega frábært að búa utan höfuðborgarsvæðisins og það ætti að vera markmið að kynna þann kost betur fyrir ungu fólki. Samkeppnishæfni Íslands Flókið regluverk og þungt skattkerfi hamlar samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður reynist of stórt hlutfall af heildarútgjöldum fyrirtækja. Tryggingargjaldið er enn of hátt og lífeyrissjóðsgreiðslur hafa margfaldast. Fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni standa höllum fæti og það kemur í hlut ríkisins að bregðast við framangreindum annmörkum sem leiða af sér lakari samkeppnishæfni landsins. Þessir þungu og gríðarstóru málaflokkar eru ekki ungu fólki óviðkomandi og þvert á móti eigum við að eiga sæti við borðið og fá að fjalla um málin út frá okkar forsendum. Þegar móta á stefnu Íslands til framtíðar þá á framtíð Íslands að eiga rödd þar inni. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun