LeBron James bauð upp á þrennu í fjarveru Davis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 07:31 LeBron James var mjög öflugur í sigri Los Angeles Lakers í nótt. AP/Mark J. Terrill LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers þurftu framlengingu til að vinna Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James þurfti að gera mikið í 119-112 sigri Los Angeles Lakers á Oklahoma City Thunder og endaði með þrennu en þurfti að spila 43 mínútur. James var með 28 stig, 14 fráköst og 12 stoðsendingar og Dennis Schröder skoraði 19 stig. Lakers náði 8-0 spretti á lokakafla fjórða leikhluta en Shai Gilgeous-Alexander tryggði Thunder framlengingu með því að setja niður þrjú víti 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Anthony Davis missti af leiknum vegna meiðsla en Lakers endurheimti Wesley Matthews. Matthews kom með 16 stig af bekknum og Montrezl Harrell bætti við 21 stigi hjá varamönnum Lakers. Gilgeous-Alexander skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Thunder liðið. LBJ to Wes Matthews.. got it!7-0 @Lakers run to start OT https://t.co/TSNteoSTTr pic.twitter.com/w2KaleJrD1— NBA (@NBA) February 9, 2021 Dejounte Murray skorðai 27 stig, tók 10 fráköst og stal 8 boltum þegar San Antonio Spurs vann 105-100 sigur á Golden State Warriors og DeMar DeRozan bætti við 21 stigi og 10 stoðsendingum. Stephen Curry skoraði 32 stig fyrir Warriors en það dugði ekki til. Draymond Green var með 10 fráköst og 10 stoðsendingar en aðeins 7 stig. Dejounte Murray (27 PTS) hits the clutch 3 to help secure the @spurs win! #GoSpursGo pic.twitter.com/yNn8jHylmW— NBA (@NBA) February 9, 2021 Kristaps Porzingis var með 27 stig, 13 fráköst og 6 varin skot þegar Dallas Mavericks vann 127-122 útisigur á Minnesota Timberwolves. Luka Doncic skoraði 26 stig og Tim Hardaway kom með 24 stig inn af bekknum. Malik Beasley var með 22 af 30 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Timberwolves. Devin Booker átti mjög flottan leik þegar Phoenix Suns hélt góðu gengi sínu áfram með 119-113 sigur á Cleveland Cavaliers. Booker skoraði 36 stig og Mikal Bridges var með 22 stig fyrir Phoenix sem hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Devin Booker hitti úr 14 af 27 skotum og var einnig með átta stoðsendingar. 32 for FVV 32 for Spicy P W for @Raptors @pskills43 x @FredVanVleet pic.twitter.com/sgy5jSxWDB— NBA (@NBA) February 9, 2021 Fred VanVleet og Pascal Siakam voru báðir með 32 stig þegar Toronto Raptors vann 128-113 útisigur á Memphis Grizzlies. VanVleet hefur verið að spila mjög vel að undanförnu en hann átti einnig níu stoðsendingar. Toronto liðið vann seinni hálfleikinn 65-43 en liðið fór í gang eftir að þjálfarinn Nick Nurse var rekinn út úr húsi í þriðja leikhluta. 11 dimes for Middleton.25 points for Giannis.@Bucks lead midway through the 4th Q on NBA TV. pic.twitter.com/LmLMgP2Zrn— NBA (@NBA) February 9, 2021 Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig og Khris Middleton var með 29 stig og 12 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 125-112 útisigur á Denver Nuggets. Nikola Jokic skoraði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar fyrir Denver en það dugði ekki til. LaMelo ties the @hornets rookie record with 7 threes! @MELOD1P: 24 PTS | 10 AST pic.twitter.com/aVHEV3SnPz— NBA (@NBA) February 9, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 119-112 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 122-127 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 113-128 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 105-100 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 119-113 Chicago Bulls - Washington Wizards 101-105 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 112-125 Charlotte Hornets - Houston Rockets 119-94 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
LeBron James þurfti að gera mikið í 119-112 sigri Los Angeles Lakers á Oklahoma City Thunder og endaði með þrennu en þurfti að spila 43 mínútur. James var með 28 stig, 14 fráköst og 12 stoðsendingar og Dennis Schröder skoraði 19 stig. Lakers náði 8-0 spretti á lokakafla fjórða leikhluta en Shai Gilgeous-Alexander tryggði Thunder framlengingu með því að setja niður þrjú víti 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Anthony Davis missti af leiknum vegna meiðsla en Lakers endurheimti Wesley Matthews. Matthews kom með 16 stig af bekknum og Montrezl Harrell bætti við 21 stigi hjá varamönnum Lakers. Gilgeous-Alexander skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Thunder liðið. LBJ to Wes Matthews.. got it!7-0 @Lakers run to start OT https://t.co/TSNteoSTTr pic.twitter.com/w2KaleJrD1— NBA (@NBA) February 9, 2021 Dejounte Murray skorðai 27 stig, tók 10 fráköst og stal 8 boltum þegar San Antonio Spurs vann 105-100 sigur á Golden State Warriors og DeMar DeRozan bætti við 21 stigi og 10 stoðsendingum. Stephen Curry skoraði 32 stig fyrir Warriors en það dugði ekki til. Draymond Green var með 10 fráköst og 10 stoðsendingar en aðeins 7 stig. Dejounte Murray (27 PTS) hits the clutch 3 to help secure the @spurs win! #GoSpursGo pic.twitter.com/yNn8jHylmW— NBA (@NBA) February 9, 2021 Kristaps Porzingis var með 27 stig, 13 fráköst og 6 varin skot þegar Dallas Mavericks vann 127-122 útisigur á Minnesota Timberwolves. Luka Doncic skoraði 26 stig og Tim Hardaway kom með 24 stig inn af bekknum. Malik Beasley var með 22 af 30 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Timberwolves. Devin Booker átti mjög flottan leik þegar Phoenix Suns hélt góðu gengi sínu áfram með 119-113 sigur á Cleveland Cavaliers. Booker skoraði 36 stig og Mikal Bridges var með 22 stig fyrir Phoenix sem hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Devin Booker hitti úr 14 af 27 skotum og var einnig með átta stoðsendingar. 32 for FVV 32 for Spicy P W for @Raptors @pskills43 x @FredVanVleet pic.twitter.com/sgy5jSxWDB— NBA (@NBA) February 9, 2021 Fred VanVleet og Pascal Siakam voru báðir með 32 stig þegar Toronto Raptors vann 128-113 útisigur á Memphis Grizzlies. VanVleet hefur verið að spila mjög vel að undanförnu en hann átti einnig níu stoðsendingar. Toronto liðið vann seinni hálfleikinn 65-43 en liðið fór í gang eftir að þjálfarinn Nick Nurse var rekinn út úr húsi í þriðja leikhluta. 11 dimes for Middleton.25 points for Giannis.@Bucks lead midway through the 4th Q on NBA TV. pic.twitter.com/LmLMgP2Zrn— NBA (@NBA) February 9, 2021 Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig og Khris Middleton var með 29 stig og 12 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 125-112 útisigur á Denver Nuggets. Nikola Jokic skoraði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar fyrir Denver en það dugði ekki til. LaMelo ties the @hornets rookie record with 7 threes! @MELOD1P: 24 PTS | 10 AST pic.twitter.com/aVHEV3SnPz— NBA (@NBA) February 9, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 119-112 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 122-127 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 113-128 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 105-100 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 119-113 Chicago Bulls - Washington Wizards 101-105 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 112-125 Charlotte Hornets - Houston Rockets 119-94 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 119-112 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 122-127 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 113-128 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 105-100 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 119-113 Chicago Bulls - Washington Wizards 101-105 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 112-125 Charlotte Hornets - Houston Rockets 119-94
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira