Hafa drengir gleymst í skólakerfinu? Já Júlíus Viggó Ólafsson og Hermann Nökkvi Gunnarsson skrifa 9. febrúar 2021 08:00 „Hafa drengir gleymst í skólakerfinu? Nei.“ Þetta var fyrirsögn Þorsteins V. Einarssonar í Instagrampistli hans í gær, þar sem hann gerði lítið úr þeim áhyggjum sem varpað hefur verið fram um slæma stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Þorsteinn stýrir Instagram aðgangi sem nefnist Karlmennskan og hefur rúmlega 17.000 fylgjendur. Stór hluti fylgjenda hans eru ungmenni og hefur Instagram reikningur hans verið styrktur af Jafnréttissjóði Íslands, það liggur því í augum uppi að ábyrgð hans í upplýsingaveitu er gríðarleg. Í þessum pistli sínum vitnar hann ekki í heimildir máli sínu til stuðnings. Mikilvægt er að fara yfir niðurstöður úr rannsóknum og þá tölfræði sem liggur fyrir um íslenska menntakerfið þegar fullyrðingum sem þessari er fleygt fram. Samkvæmt niðurstöðum PISA þá geta 34.2% íslenskra drengja ekki lesið sér til gagns eftir útskrift úr grunnskóla sem er nánast tvöfalt hærra hlutfall en hjá stúlkum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunninni (WHO) þá finnst íslenskum strákum þeir fá minni stuðning frá kennurum sínum heldur en íslenskum stúlkum finnst þær fá. Karlkyns nemendur eru aðeins 32% af nýskráðum nemendum í Háskóla Íslands og hefur þetta hlutfall farið markvisst lækkandi á síðustu árum. Vert er að benda á að innritunarstig kvenna í Háskóla Íslands er á pari við önnur OECD lönd en innritunarstig karla á Íslandi er tíu prósentustigum lægra en meðaltal OECD landanna. Þetta er samkvæmt samantekt úr Education at Glance, skýrslu OECD frá árinu 2018, en þar kemur einnig fram að 24% karla á aldrinum 25 - 34 ára hafi ekki lokið framhaldsskólamenntun, en hlutfallið er 15% meðal kvenna á Íslandi, sem er þrefalt hærri kynjamunur en hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Nú þegar tölurnar liggja fyrir þá er mikilvægt að lyfta samfélagsumræðunni um þetta mál á hærra plan. Óumdeilanlegt er að hér er um að ræða eitt stærsta vandamál sem steðjar að menntakerfi okkar Íslendinga. Ákjósanlegasta leiðin við að takast á við þetta vandamál ætti að vera með þeim hætti að fólk festi sig ekki í pólitískum skotgröfum heldur fari að vinna saman í leit að lausnum. Það að við séum loksins farin að ræða þann vanda að einn af hverjum þremur drengjum geti ekki lesið sér til gagns eftir grunnskóla og það að einn af hverjum fjórum körlum á aldrinum 25-34 ára hafi ekki útskrifast úr framhaldsskóla þýðir ekki að verið sé að gera lítið úr umræðunni um slæma líðan stúlkna í samfélaginu. Við getum aukið umræðuna um stöðu drengja í menntakerfinu án þess að draga úr umræðunni um stúlkur. Þetta vandamál er raunverulegt, það er mælanlegt og sá sem efast um þetta gerist sekur um að hafna þeim virtu- og mörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið um þetta mál. Við ættum öll að láta okkur málið varða, viðurkenna vandann og stefna að því að laga hann sem fyrst. Júlíus Viggó Ólafsson er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Hermann Nökkvi Gunnarsson er formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Júlíus Viggó Ólafsson Mest lesið Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Sjá meira
„Hafa drengir gleymst í skólakerfinu? Nei.“ Þetta var fyrirsögn Þorsteins V. Einarssonar í Instagrampistli hans í gær, þar sem hann gerði lítið úr þeim áhyggjum sem varpað hefur verið fram um slæma stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Þorsteinn stýrir Instagram aðgangi sem nefnist Karlmennskan og hefur rúmlega 17.000 fylgjendur. Stór hluti fylgjenda hans eru ungmenni og hefur Instagram reikningur hans verið styrktur af Jafnréttissjóði Íslands, það liggur því í augum uppi að ábyrgð hans í upplýsingaveitu er gríðarleg. Í þessum pistli sínum vitnar hann ekki í heimildir máli sínu til stuðnings. Mikilvægt er að fara yfir niðurstöður úr rannsóknum og þá tölfræði sem liggur fyrir um íslenska menntakerfið þegar fullyrðingum sem þessari er fleygt fram. Samkvæmt niðurstöðum PISA þá geta 34.2% íslenskra drengja ekki lesið sér til gagns eftir útskrift úr grunnskóla sem er nánast tvöfalt hærra hlutfall en hjá stúlkum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunninni (WHO) þá finnst íslenskum strákum þeir fá minni stuðning frá kennurum sínum heldur en íslenskum stúlkum finnst þær fá. Karlkyns nemendur eru aðeins 32% af nýskráðum nemendum í Háskóla Íslands og hefur þetta hlutfall farið markvisst lækkandi á síðustu árum. Vert er að benda á að innritunarstig kvenna í Háskóla Íslands er á pari við önnur OECD lönd en innritunarstig karla á Íslandi er tíu prósentustigum lægra en meðaltal OECD landanna. Þetta er samkvæmt samantekt úr Education at Glance, skýrslu OECD frá árinu 2018, en þar kemur einnig fram að 24% karla á aldrinum 25 - 34 ára hafi ekki lokið framhaldsskólamenntun, en hlutfallið er 15% meðal kvenna á Íslandi, sem er þrefalt hærri kynjamunur en hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Nú þegar tölurnar liggja fyrir þá er mikilvægt að lyfta samfélagsumræðunni um þetta mál á hærra plan. Óumdeilanlegt er að hér er um að ræða eitt stærsta vandamál sem steðjar að menntakerfi okkar Íslendinga. Ákjósanlegasta leiðin við að takast á við þetta vandamál ætti að vera með þeim hætti að fólk festi sig ekki í pólitískum skotgröfum heldur fari að vinna saman í leit að lausnum. Það að við séum loksins farin að ræða þann vanda að einn af hverjum þremur drengjum geti ekki lesið sér til gagns eftir grunnskóla og það að einn af hverjum fjórum körlum á aldrinum 25-34 ára hafi ekki útskrifast úr framhaldsskóla þýðir ekki að verið sé að gera lítið úr umræðunni um slæma líðan stúlkna í samfélaginu. Við getum aukið umræðuna um stöðu drengja í menntakerfinu án þess að draga úr umræðunni um stúlkur. Þetta vandamál er raunverulegt, það er mælanlegt og sá sem efast um þetta gerist sekur um að hafna þeim virtu- og mörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið um þetta mál. Við ættum öll að láta okkur málið varða, viðurkenna vandann og stefna að því að laga hann sem fyrst. Júlíus Viggó Ólafsson er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Hermann Nökkvi Gunnarsson er formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar