Opið bréf frá hollvinum Punktsins Guðrún Margrét Jónsdóttir, Barbara Hjartardóttir, Halldóra Kristjánsdóttir Larsen, Oddný Kristjánsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifa 9. febrúar 2021 16:43 Punkturinn hefur verið starfræktur á Akureyri síðan 1994 þegar hann var stofnaður sem alhliða handverkstæði fyrir atvinnulaust fólk. Hlutverk hans hefur þróast og umsvif þjónustunnar aukist til muna á þessum tæplega 30 árum. Þá sérstaklega hefur starfsemin blómstrað síðastliðin 15 ár sem Punkturinn hefur verið starfræktur í Rósenborg. Í dag er Punkturinn opinn öllum sem þangað vilja koma. Hann gegnir enn mikilvægu hlutverki fyrir atvinnulausa en einnig fyrir fólk í starfsendurhæfingu á vegum Virk og fyrir notendur Grófarinnar, sem er gjaldfrjálst úrræði fyrir fólk sem glímir við geðræn vandamál. Þar að auki hefur verið öflugt barna og unglingastarf í Punktinum. Því hefur Punkturinn mjög mikilvægan sess í að halda úti fjölbreyttu og öðruvísi tómstundastarfi á Akureyri og gefur fólki færi á að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Undanfarin tvö ár hafa kjörnir fulltrúar á Akureyri skapað mikla óvissu um framtíð Punktsins. Í umræðunni hefur verið að flytja starfsemina í húsnæði sem getur ekki hýst nema lítið brot af því starfi sem nú er haldið úti í Rósenborg. Ákvarðanir hafa verið teknar án þess að samráð sé haft við notendur og starfsfólk Punktsins. Lítil greiningarvinna hefur verið unnin og undirbúningur fyrir ákvarðanatöku ekki unnin með faglegum hætti. Umræðan hefur búið til mikið óöryggi, vonleysi og óvissu meðal notenda. Í seinustu viku kom enn á ný tilkynning um að loka ætti Punktinum. Þessi ákvörðun var enn og aftur hvorki tekin í samráði við notendur né starfsfólk þrátt fyrir ítrekuð loforð um bætt vinnubrögð frá kjörnum fulltrúm. Á þessum óvissu tímum sem hafa skapast í samfélaginu síðast liðið ár hefur aldrei verið meiri þörf fyrir starf eins og það sem rekið er í Punktinum. Þetta starf spornar gegn félagslegri einangrun viðkvæmra hópa samfélagsins, þar á meðal fólks sem hefur misst sitt lífsviðurværi og fólks sem glímir við félagsleg vandamál og veikindi að einhverju tagi. Auk þess að vera staður sem er opinn öllum óháð stétt, stöðu og aldri. Það er ósk okkar og von að Punkturinn fái fastan sess í því íþrótta- og tómstundastarfi sem er í boði á Akureyri, að frekari uppbygging og efling verði á starfi Punktsins í Rósenborg til að sporna gegn eftirköstum faraldursins á heilsu og líðan íbúa Akureyrar, auk þess að gegna því hlutverki sem hann hefur haft í áratugi. Til að starfið hafi grundvöll til að vaxa þarf að tryggja öruggi í húsnæðismálum, að húsnæðið henti því starfi sem þar fer fram og eins að sýna notendum og starfsmönnum sanngirni og virðingu. Því sendum við ákall til kjörinna fulltrúa, íbúa Akureyrar, og allra þeirra sem hafa nýtt sér Punktinn eða eiga aðstandendur sem hafa nýtt sér Punktinn að láta í sér heyra. Starfið snertir okkur öll. Hópurinn sem kemur saman og starfar í Punktinum hefur ekki sameiginlegan vettvang og því mikilvægt að íbúar standi vörð um þessa mikilvægu þjónustu í þágu okkar allra. Höfundar eru hollvinir Punktsins: Guðrún Margrét Jónsdóttir, Barbara Hjartardóttir, Halldóra Kristjánsdóttir Larsen, Oddný Kristjánsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Punkturinn hefur verið starfræktur á Akureyri síðan 1994 þegar hann var stofnaður sem alhliða handverkstæði fyrir atvinnulaust fólk. Hlutverk hans hefur þróast og umsvif þjónustunnar aukist til muna á þessum tæplega 30 árum. Þá sérstaklega hefur starfsemin blómstrað síðastliðin 15 ár sem Punkturinn hefur verið starfræktur í Rósenborg. Í dag er Punkturinn opinn öllum sem þangað vilja koma. Hann gegnir enn mikilvægu hlutverki fyrir atvinnulausa en einnig fyrir fólk í starfsendurhæfingu á vegum Virk og fyrir notendur Grófarinnar, sem er gjaldfrjálst úrræði fyrir fólk sem glímir við geðræn vandamál. Þar að auki hefur verið öflugt barna og unglingastarf í Punktinum. Því hefur Punkturinn mjög mikilvægan sess í að halda úti fjölbreyttu og öðruvísi tómstundastarfi á Akureyri og gefur fólki færi á að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Undanfarin tvö ár hafa kjörnir fulltrúar á Akureyri skapað mikla óvissu um framtíð Punktsins. Í umræðunni hefur verið að flytja starfsemina í húsnæði sem getur ekki hýst nema lítið brot af því starfi sem nú er haldið úti í Rósenborg. Ákvarðanir hafa verið teknar án þess að samráð sé haft við notendur og starfsfólk Punktsins. Lítil greiningarvinna hefur verið unnin og undirbúningur fyrir ákvarðanatöku ekki unnin með faglegum hætti. Umræðan hefur búið til mikið óöryggi, vonleysi og óvissu meðal notenda. Í seinustu viku kom enn á ný tilkynning um að loka ætti Punktinum. Þessi ákvörðun var enn og aftur hvorki tekin í samráði við notendur né starfsfólk þrátt fyrir ítrekuð loforð um bætt vinnubrögð frá kjörnum fulltrúm. Á þessum óvissu tímum sem hafa skapast í samfélaginu síðast liðið ár hefur aldrei verið meiri þörf fyrir starf eins og það sem rekið er í Punktinum. Þetta starf spornar gegn félagslegri einangrun viðkvæmra hópa samfélagsins, þar á meðal fólks sem hefur misst sitt lífsviðurværi og fólks sem glímir við félagsleg vandamál og veikindi að einhverju tagi. Auk þess að vera staður sem er opinn öllum óháð stétt, stöðu og aldri. Það er ósk okkar og von að Punkturinn fái fastan sess í því íþrótta- og tómstundastarfi sem er í boði á Akureyri, að frekari uppbygging og efling verði á starfi Punktsins í Rósenborg til að sporna gegn eftirköstum faraldursins á heilsu og líðan íbúa Akureyrar, auk þess að gegna því hlutverki sem hann hefur haft í áratugi. Til að starfið hafi grundvöll til að vaxa þarf að tryggja öruggi í húsnæðismálum, að húsnæðið henti því starfi sem þar fer fram og eins að sýna notendum og starfsmönnum sanngirni og virðingu. Því sendum við ákall til kjörinna fulltrúa, íbúa Akureyrar, og allra þeirra sem hafa nýtt sér Punktinn eða eiga aðstandendur sem hafa nýtt sér Punktinn að láta í sér heyra. Starfið snertir okkur öll. Hópurinn sem kemur saman og starfar í Punktinum hefur ekki sameiginlegan vettvang og því mikilvægt að íbúar standi vörð um þessa mikilvægu þjónustu í þágu okkar allra. Höfundar eru hollvinir Punktsins: Guðrún Margrét Jónsdóttir, Barbara Hjartardóttir, Halldóra Kristjánsdóttir Larsen, Oddný Kristjánsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar