NBA dagsins: Stjarna Hawks endaði á gólfinu í lokin og var mjög ósáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 15:01 Luka Doncic og Trae Young eru framtíðar stjórstjörnur í NBA deildinni í körfubolta. Getty/Todd Kirkland Það var dramatískur endir í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar tveir af bestu ungu leikmönnum deildarinnar áttust við í leik Dallas Mavericks og Atlanta Hawks. Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er 21 árs og Trae Young hjá Atlanta Hawks er 22 ára. Báðir eru þeir fyrir löngu búnir að skapa sér nafn í bestu körfuboltadeild í heimi. Luka Doncic er á sínu þriðja tímabili og með 27,8 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik og Trae Young er líka á sínu þriðja tímabili og er með 26,6 stig og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það lítur allt út fyrir að þeir verði í stjörnuhlutverki miklu meira en áratug í viðbót. Í kvöld mættust þessir skemmtilegu leikmenn og hafði Luka Doncic betur. Doncic var með þrennu í 118-117 sigri Dallas Mavericks en hann skoraði 28 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Young átti ekkert slæman dag heldur og var með 25 stig, 15 stoðsendingar og 7 fráköst. Úrslitin leiksins réðust hins vegar á umdeildu atviki. Trae Young hafði minnkað muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu og bæði lið fengu í framhaldi sóknir en tókst ekki að skora. Atlanta Hawks átti loksins boltann þegar 4,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Klippa: NBA dagsins (frá 10. febrúar 2021) Það bjuggust auðvitað allir við því að Trae Young fengi að taka lokaskotið en hetja Hawks liðsins lá í gólfinu á úrslitastundu og þess í stað tók Danilo Gallinari erfitt skot sem geigaði. Trae Young var mjög ósáttur en dómararnir gleyptu flautuna. „Ég er ekki að reyna að hlaupa frá boltanum þegar það eru fjórar sekúndur eftir og við erum að reyna að vinna leikinn,“ sagði Trae Young ósáttur eftir leikinn. „Ég ætlaði ekki að fljúga á hausinn í lokin. Það var mjög pirrandi að fá ekki tækifæri til að fá skotið,“ sagði Trae Young. Trae Young hafði lent í samstuði við miðherjann Willie Cauley-Stein þegar hann ætlaði að setja upp hindrun en dómarar leiksins töldu Cauley-Stein ekki hafa brotið af sér. Dómararnir horfðu aftur á atvikið á myndbandi og breyttu ekki dómi sínum. Eftir sat Trae Young með sárt ennið og þótti á sér brotið. Hér fyrir ofan má svipmyndir frá einvígi Luka Doncic og Trae Young sem og myndir frá sigurleikjum Los Angeles Lakers, Phoenix Suns og Brooklyn Nets. Í lokin eru síðan tíu flottustu tilþrif næturinnar. NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er 21 árs og Trae Young hjá Atlanta Hawks er 22 ára. Báðir eru þeir fyrir löngu búnir að skapa sér nafn í bestu körfuboltadeild í heimi. Luka Doncic er á sínu þriðja tímabili og með 27,8 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik og Trae Young er líka á sínu þriðja tímabili og er með 26,6 stig og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það lítur allt út fyrir að þeir verði í stjörnuhlutverki miklu meira en áratug í viðbót. Í kvöld mættust þessir skemmtilegu leikmenn og hafði Luka Doncic betur. Doncic var með þrennu í 118-117 sigri Dallas Mavericks en hann skoraði 28 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Young átti ekkert slæman dag heldur og var með 25 stig, 15 stoðsendingar og 7 fráköst. Úrslitin leiksins réðust hins vegar á umdeildu atviki. Trae Young hafði minnkað muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu og bæði lið fengu í framhaldi sóknir en tókst ekki að skora. Atlanta Hawks átti loksins boltann þegar 4,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Klippa: NBA dagsins (frá 10. febrúar 2021) Það bjuggust auðvitað allir við því að Trae Young fengi að taka lokaskotið en hetja Hawks liðsins lá í gólfinu á úrslitastundu og þess í stað tók Danilo Gallinari erfitt skot sem geigaði. Trae Young var mjög ósáttur en dómararnir gleyptu flautuna. „Ég er ekki að reyna að hlaupa frá boltanum þegar það eru fjórar sekúndur eftir og við erum að reyna að vinna leikinn,“ sagði Trae Young ósáttur eftir leikinn. „Ég ætlaði ekki að fljúga á hausinn í lokin. Það var mjög pirrandi að fá ekki tækifæri til að fá skotið,“ sagði Trae Young. Trae Young hafði lent í samstuði við miðherjann Willie Cauley-Stein þegar hann ætlaði að setja upp hindrun en dómarar leiksins töldu Cauley-Stein ekki hafa brotið af sér. Dómararnir horfðu aftur á atvikið á myndbandi og breyttu ekki dómi sínum. Eftir sat Trae Young með sárt ennið og þótti á sér brotið. Hér fyrir ofan má svipmyndir frá einvígi Luka Doncic og Trae Young sem og myndir frá sigurleikjum Los Angeles Lakers, Phoenix Suns og Brooklyn Nets. Í lokin eru síðan tíu flottustu tilþrif næturinnar.
NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira