Félagsleg undirboð Ingvar Mar Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 13:00 Í efnahagsþrengingum leynast margvísleg vafasöm og varasöm tækifæri. Eitt af þeim er að þrýsta niður launakostnaði í fyrirtækjarekstri. Æ oftar berast fréttir af félagslegum undirboðum á Íslandi þar sem grafið er undan velferðarsamfélaginu. Birtingarmyndin er fátækt, búseta í óboðlegu húsnæði, lengri biðraðir í matarúthlutun góðgerðarfélaga, veikindi og uppgjöf. Fólk í neyð gerir oft ekki meiri kröfur til lífsins en einfaldlega að lifa af. Er ásættanlegt að sú neyð sé nýtt til þess að kreista verðmæti út úr lifandi mannverum með vafasömum og jafnvel ólögmætum hætti? Best er að búa í samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til þess að lifa með reisn. Til þess að svo megi verða þá þarf umgjörð laga og reglna samfélagsins að vera í lagi en það er ekki nóg. Allir þurfa að spila eftir leikreglunum til þess að lífsleikurinn verði sanngjarn og að reisn ríki yfir hverju mannslífi. Mikilvægt er að við sem manneskjur setjum okkur sjálfum og öðrum heilbrigð mörk og að þau séu virt. Ef það er ekki gert þá mun blasa við óreiða, ringulreið og jafnvel glötun. Sömu lögmál gilda fyrir samfélagið í heild. Birtingarmynd glötunar samfélagsins gæti verið eitthvað á þessa leið: Fyrirtæki býður manneskju verktakasamning sem er mun lakari en lágmarkskjör kjarasamnings kveða á um. Kjörin duga ekki til þess að staðið verði undir öllum þeim kostnaði sem fylgir því að búa í samfélaginu sem manneskja með reisn. Með lægri launakostnaði hefur fyrirtækið skapað sér forskot á keppinauta sína sem spila eftir reglunum og virða þau mörk sem við setjum okkur sem samfélag. Hætta er á að þessi heiðarlegu fyrirtæki sjái sér engan annan kost í stöðunni en að bjóða starfsmönnum sínum ómannsæmandi kjör svo það megi lifa af í grimmum samkeppnisrekstri þar sem gerviverktaka er stunduð. Þannig gætu dómínókubbar velferðarsamfélagsins fallið hratt. Á vefsíðu Skattsins má sjá hvað það þýðir að vera gerviverktaki: Ef nánari skoðun á samningi aðila og framkvæmd hans leiðir í ljós að í raun sé um að ræða vinnusamning þótt hann sé kallaður verktakasamningur er um gerviverktöku að ræða. ·Innir viðkomandi verk af hendi fyrir einn aðila eða fleiri? – Verktakar taka að sér að vinna verk af tilteknum toga og bjóða almennt fram þjónustu sína á almennum markaði. Ef maður vinnur fyrir einn eða fáa bendir það frekar til þess að um vinnusamband sé að ræða en ekki verktakasamband. ·Hver leggur til aðstöðu, verkfæri, efni? – Ef kaupandi þjónustu leggur til aðstöðu, verkfæri og efni, eru meiri líkur á því að um vinnusamning sé að ræða. ·Er viðkomandi skyldur til að inna verk af hendi persónulega? – Verktakar taka að sér að inna ákveðið verk af hendi, en eru almennt ekki skyldugir til að inna verk af hendi persónulega þótt einhverjar undantekningar kunni að vera á því. Starfsmenn eru hins vegar skyldugir til að inna verk af hendi persónulega. ·Hver ábyrgist árangur verks? – Verktakar ábyrgjast árangur þeirra verka sem þeir taka að sér. Vinnuveitendur ábyrgjast árangur verka sem starfsmenn þeirra inna af hendi. ·Hver ber ábyrgð á tjóni? – Verktakar bera skaðabótaábyrgð valdi þeir tjóni við vinnu sína. Vinnuveitandi ber svokallaða vinnuveitandaábyrgð sem felur í sér að hann ber ábyrgð á tjóni sem starfsmaður hans veldur með saknæmum eða ólögmætum hætti á vinnutíma. ·Hver hefur stjórnunarrétt, s.s. ákveður hvar, hvernig og hvenær vinnan er unnin? – Verktakar hafa mun meira sjálfdæmi um það en starfsmenn hvar, hvernig og hvenær verk er unnið. ·Miðast greiðsla við árangur verks eða miðast greiðsla við tímaeiningu? – Almennt miðast greiðsla til verktaka við árangur verks en við tímaeiningu sé um launamann að ræða. Norrænt velferðarsamfélag hefur reynst okkur Íslendingum vel og hlutverk okkar samfélagsþegna er að standa vörð um það. Höfnum félagslegum undirboðum! Höfundur er stjórnarformaður Vinnumálastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Í efnahagsþrengingum leynast margvísleg vafasöm og varasöm tækifæri. Eitt af þeim er að þrýsta niður launakostnaði í fyrirtækjarekstri. Æ oftar berast fréttir af félagslegum undirboðum á Íslandi þar sem grafið er undan velferðarsamfélaginu. Birtingarmyndin er fátækt, búseta í óboðlegu húsnæði, lengri biðraðir í matarúthlutun góðgerðarfélaga, veikindi og uppgjöf. Fólk í neyð gerir oft ekki meiri kröfur til lífsins en einfaldlega að lifa af. Er ásættanlegt að sú neyð sé nýtt til þess að kreista verðmæti út úr lifandi mannverum með vafasömum og jafnvel ólögmætum hætti? Best er að búa í samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til þess að lifa með reisn. Til þess að svo megi verða þá þarf umgjörð laga og reglna samfélagsins að vera í lagi en það er ekki nóg. Allir þurfa að spila eftir leikreglunum til þess að lífsleikurinn verði sanngjarn og að reisn ríki yfir hverju mannslífi. Mikilvægt er að við sem manneskjur setjum okkur sjálfum og öðrum heilbrigð mörk og að þau séu virt. Ef það er ekki gert þá mun blasa við óreiða, ringulreið og jafnvel glötun. Sömu lögmál gilda fyrir samfélagið í heild. Birtingarmynd glötunar samfélagsins gæti verið eitthvað á þessa leið: Fyrirtæki býður manneskju verktakasamning sem er mun lakari en lágmarkskjör kjarasamnings kveða á um. Kjörin duga ekki til þess að staðið verði undir öllum þeim kostnaði sem fylgir því að búa í samfélaginu sem manneskja með reisn. Með lægri launakostnaði hefur fyrirtækið skapað sér forskot á keppinauta sína sem spila eftir reglunum og virða þau mörk sem við setjum okkur sem samfélag. Hætta er á að þessi heiðarlegu fyrirtæki sjái sér engan annan kost í stöðunni en að bjóða starfsmönnum sínum ómannsæmandi kjör svo það megi lifa af í grimmum samkeppnisrekstri þar sem gerviverktaka er stunduð. Þannig gætu dómínókubbar velferðarsamfélagsins fallið hratt. Á vefsíðu Skattsins má sjá hvað það þýðir að vera gerviverktaki: Ef nánari skoðun á samningi aðila og framkvæmd hans leiðir í ljós að í raun sé um að ræða vinnusamning þótt hann sé kallaður verktakasamningur er um gerviverktöku að ræða. ·Innir viðkomandi verk af hendi fyrir einn aðila eða fleiri? – Verktakar taka að sér að vinna verk af tilteknum toga og bjóða almennt fram þjónustu sína á almennum markaði. Ef maður vinnur fyrir einn eða fáa bendir það frekar til þess að um vinnusamband sé að ræða en ekki verktakasamband. ·Hver leggur til aðstöðu, verkfæri, efni? – Ef kaupandi þjónustu leggur til aðstöðu, verkfæri og efni, eru meiri líkur á því að um vinnusamning sé að ræða. ·Er viðkomandi skyldur til að inna verk af hendi persónulega? – Verktakar taka að sér að inna ákveðið verk af hendi, en eru almennt ekki skyldugir til að inna verk af hendi persónulega þótt einhverjar undantekningar kunni að vera á því. Starfsmenn eru hins vegar skyldugir til að inna verk af hendi persónulega. ·Hver ábyrgist árangur verks? – Verktakar ábyrgjast árangur þeirra verka sem þeir taka að sér. Vinnuveitendur ábyrgjast árangur verka sem starfsmenn þeirra inna af hendi. ·Hver ber ábyrgð á tjóni? – Verktakar bera skaðabótaábyrgð valdi þeir tjóni við vinnu sína. Vinnuveitandi ber svokallaða vinnuveitandaábyrgð sem felur í sér að hann ber ábyrgð á tjóni sem starfsmaður hans veldur með saknæmum eða ólögmætum hætti á vinnutíma. ·Hver hefur stjórnunarrétt, s.s. ákveður hvar, hvernig og hvenær vinnan er unnin? – Verktakar hafa mun meira sjálfdæmi um það en starfsmenn hvar, hvernig og hvenær verk er unnið. ·Miðast greiðsla við árangur verks eða miðast greiðsla við tímaeiningu? – Almennt miðast greiðsla til verktaka við árangur verks en við tímaeiningu sé um launamann að ræða. Norrænt velferðarsamfélag hefur reynst okkur Íslendingum vel og hlutverk okkar samfélagsþegna er að standa vörð um það. Höfnum félagslegum undirboðum! Höfundur er stjórnarformaður Vinnumálastofnunar.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar