Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2021 15:46 Mitch McConnell er leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. Chip Somodevilla/Getty Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. Frá þessu greinir fréttastofa CNN og bætir við að McConnell hafi sagt kollegum sínum á þingi frá þessari ákvörðun sinni. Ákvörðun McConnell er talin gefa sterka vísbendingu um að meirihluti þeirra fimmtíu Repúblikana sem sitja í deildinni muni fylgja fordæmi hans og greiða atkvæði með sýknu. Til þess að af sakfellingu verði þurfa 67 af hundrað þingmönnum deildarinnar að greiða með henni atkvæði. Trump var ákærður af fulltrúadeild þingsins í síðasta mánuði og er gefið að sök að hafa sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar síðastliðinn. Eins og frægt er, þá brutu stuðningsmenn forsetans sér leið inn í þinghúsið eftir fjöldafund hans við Hvíta húsið og var eitt af markmiðum þeirra að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember og tryggja Trump völd áfram. Öldungadeildin er nú með ákæruna til meðferðar. Fyrri atkvæðagreiðsla um hvort málaferlin stæðust stjórnarskrá, þar sem Trump er ekki lengur í embætti, er talin gefa vísbendingu um þann fjölda Repúblikana sem er opinn fyrir því að sakfella forsetann fyrrverandi. Þar tóku sex Repúblikanar sér stöðu með Demókrötum og greiddu atkvæði með því að taka ákæruna til meðferðar í þinginu og hefja réttarhöldin. Fyrir var ekki talið líklegt að fleiri en þessir sex þingmenn Repúblikana myndi greiða atkvæði með sakfellingu. Fréttir af meintri afstöðu Mitch McConnell til málsins renna stoðum undir það, og eru sterk vísbending um að Trump muni öðru sinni sleppa við sakfellingu í öldungadeildinni. Hann var ákærður fyrir embættisbrot í árslok 2019 og sýknaður í febrúar á síðasta ári. Hann er eini forsetinn sem hefur tvisvar verið ákærður fyrir embættisbrot. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Frá þessu greinir fréttastofa CNN og bætir við að McConnell hafi sagt kollegum sínum á þingi frá þessari ákvörðun sinni. Ákvörðun McConnell er talin gefa sterka vísbendingu um að meirihluti þeirra fimmtíu Repúblikana sem sitja í deildinni muni fylgja fordæmi hans og greiða atkvæði með sýknu. Til þess að af sakfellingu verði þurfa 67 af hundrað þingmönnum deildarinnar að greiða með henni atkvæði. Trump var ákærður af fulltrúadeild þingsins í síðasta mánuði og er gefið að sök að hafa sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar síðastliðinn. Eins og frægt er, þá brutu stuðningsmenn forsetans sér leið inn í þinghúsið eftir fjöldafund hans við Hvíta húsið og var eitt af markmiðum þeirra að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember og tryggja Trump völd áfram. Öldungadeildin er nú með ákæruna til meðferðar. Fyrri atkvæðagreiðsla um hvort málaferlin stæðust stjórnarskrá, þar sem Trump er ekki lengur í embætti, er talin gefa vísbendingu um þann fjölda Repúblikana sem er opinn fyrir því að sakfella forsetann fyrrverandi. Þar tóku sex Repúblikanar sér stöðu með Demókrötum og greiddu atkvæði með því að taka ákæruna til meðferðar í þinginu og hefja réttarhöldin. Fyrir var ekki talið líklegt að fleiri en þessir sex þingmenn Repúblikana myndi greiða atkvæði með sakfellingu. Fréttir af meintri afstöðu Mitch McConnell til málsins renna stoðum undir það, og eru sterk vísbending um að Trump muni öðru sinni sleppa við sakfellingu í öldungadeildinni. Hann var ákærður fyrir embættisbrot í árslok 2019 og sýknaður í febrúar á síðasta ári. Hann er eini forsetinn sem hefur tvisvar verið ákærður fyrir embættisbrot.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira