Grænir frasar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 15:31 Að leita leiða til að gera hlutina örlítið „grænni“ er vinsæl hugsun í dag. Frumkvöðlar, fyrirtæki og stjórnmálaflokkar berjast við það að bjóða fram sínar grænustu hugmyndir. Markaðssetning snýst um að ýta undir græna, vistvæna og umhverfisvæna kosti. Það er auðvitað vel ef eitthvað stendur bakvið fullyrðingar um þessa grænu kosti. En eru mörg okkar ekki bara frekar græn (lesist: einföld) þegar kemur að þessum fullyrðingum? „Grænþvottur“ Í síðustu viku var vakin athygli okkar á því að fullyrðingar á vefsíðum sem selja umhverfisvænar vörur eða þjónustu reyndust ýktar, villandi eða beinlínis rangar. Þar var um að ræða 42% tilvika þar sem neytendur voru blekktir um kaup á vöru eða þjónustu sem ekki reyndist vera eins umhverfisvæn og auglýst var. Þetta hlutfall er óboðlegt og sýnir okkur að við þurfum að vera vakandi, sem neytendur, fyrir fullyrðingum um umhverfisvænni, vistvænni og grænni vörum. Ég sem neytandi viðurkenni að það er auðvelt að glepjast því öll viljum við auðvitað stuðla að því að vernda vistkerfi og líffræðilegan fjölbreytileika, vernda umhverfi og nýta auðlindirnar okkar á sjálfbæran máta. Allt er vænt sem vel er ? Það er því þægilegt að grípa til þessara vinsælu frasa til slagorða í kosningabaráttunni. Grænt hitt og grænt þetta. Þetta ber að varast. Skoða þarf hvað liggur raunverulega á bak við fullyrðingar um grænni kosti, eins og athugun Evrópusambandsins bendir svo greinilega á. Það er á ábyrgð okkar að láta ekki glepjast. Loforð án aðgerða Það er auðséð að leggja þarf áherslu á umhverfisvernd í atvinnulífinu almennt. Auka þarf einnig vitund og ábyrgð einstaklingsins í umhverfismálum almennt. Stuðla að hraðari orkuskiptum. Stuðla að betri nýtingu orku og auðlinda. En orðum þurfa að fylgja aðgerðir. Þessum framangreindum grænu áherslumálum þýðir að þeim þurfa að fylgja aðgerðir eins og til dæmis stóraukin innviðafjárfesting í raforku, vistvænum almenningssamgöngum, fjarskiptum og menntun í tæknigreinum. Í lokinn, af því að ég bý á landsbyggðinni og ber því hag landsbyggðaríbúa fyrir brjósti mér, þá tel ég að greina þurfi hvaða hvata megi koma á til að stuðla að því að fyrirtæki sæki út á land. Dreifðari byggð hlýtur að stuðla að grænni framtíð Íslands, eða hvað? Kannski er þetta bara enn einn græni frasinn.. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Neytendur Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Að leita leiða til að gera hlutina örlítið „grænni“ er vinsæl hugsun í dag. Frumkvöðlar, fyrirtæki og stjórnmálaflokkar berjast við það að bjóða fram sínar grænustu hugmyndir. Markaðssetning snýst um að ýta undir græna, vistvæna og umhverfisvæna kosti. Það er auðvitað vel ef eitthvað stendur bakvið fullyrðingar um þessa grænu kosti. En eru mörg okkar ekki bara frekar græn (lesist: einföld) þegar kemur að þessum fullyrðingum? „Grænþvottur“ Í síðustu viku var vakin athygli okkar á því að fullyrðingar á vefsíðum sem selja umhverfisvænar vörur eða þjónustu reyndust ýktar, villandi eða beinlínis rangar. Þar var um að ræða 42% tilvika þar sem neytendur voru blekktir um kaup á vöru eða þjónustu sem ekki reyndist vera eins umhverfisvæn og auglýst var. Þetta hlutfall er óboðlegt og sýnir okkur að við þurfum að vera vakandi, sem neytendur, fyrir fullyrðingum um umhverfisvænni, vistvænni og grænni vörum. Ég sem neytandi viðurkenni að það er auðvelt að glepjast því öll viljum við auðvitað stuðla að því að vernda vistkerfi og líffræðilegan fjölbreytileika, vernda umhverfi og nýta auðlindirnar okkar á sjálfbæran máta. Allt er vænt sem vel er ? Það er því þægilegt að grípa til þessara vinsælu frasa til slagorða í kosningabaráttunni. Grænt hitt og grænt þetta. Þetta ber að varast. Skoða þarf hvað liggur raunverulega á bak við fullyrðingar um grænni kosti, eins og athugun Evrópusambandsins bendir svo greinilega á. Það er á ábyrgð okkar að láta ekki glepjast. Loforð án aðgerða Það er auðséð að leggja þarf áherslu á umhverfisvernd í atvinnulífinu almennt. Auka þarf einnig vitund og ábyrgð einstaklingsins í umhverfismálum almennt. Stuðla að hraðari orkuskiptum. Stuðla að betri nýtingu orku og auðlinda. En orðum þurfa að fylgja aðgerðir. Þessum framangreindum grænu áherslumálum þýðir að þeim þurfa að fylgja aðgerðir eins og til dæmis stóraukin innviðafjárfesting í raforku, vistvænum almenningssamgöngum, fjarskiptum og menntun í tæknigreinum. Í lokinn, af því að ég bý á landsbyggðinni og ber því hag landsbyggðaríbúa fyrir brjósti mér, þá tel ég að greina þurfi hvaða hvata megi koma á til að stuðla að því að fyrirtæki sæki út á land. Dreifðari byggð hlýtur að stuðla að grænni framtíð Íslands, eða hvað? Kannski er þetta bara enn einn græni frasinn.. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun