Utah vann uppgjör bestu liða vesturs og austurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. febrúar 2021 08:02 Jordan Clarkson héldu engin bönd gegn Philadelphia 76ers. getty/Alex Goodlett Utah Jazz vann Philadelphia 76ers, 134-123, í uppgjöri toppliða Vestur- og Austurdeildarinnar í NBA í nótt. Þetta var áttundi sigur Utah í röð og nítjándi sigur liðsins í síðustu tuttugu leikjum. Jordan Clarkson skoraði fjörutíu stig af bekknum fyrir Utah sem hefur verið heitasta lið NBA-deildarinnar undanfarnar vikur. Donovan Mitchell skoraði 24 stig og Joe Ingles tuttugu. 40 PTS, 8 3PM for @JordanClarksons 1st UTA player w/ 8 3s off the benchJordan Clarkson leads the @utahjazz to their 19th win in 20 games! pic.twitter.com/If51imbBsx— NBA (@NBA) February 16, 2021 Ben Simmons setti persónulegt met með því að skora 42 stig fyrir Philadelphia sem er enn á toppi Austurdeildarinnar þrátt fyrir þrjú töp í röð. Simmons tók einnig níu fráköst og gaf tólf stoðsendingar í leiknum. Joel Embiid lék ekki með Philadelphia í nótt vegna meiðsla. Career-high 4 2 for @BenSimmons25! pic.twitter.com/kLOi1f5REL— NBA (@NBA) February 16, 2021 Kyrie Irving skoraði fjörutíu stig þegar Brooklyn Nets sigraði Sacramento Kings, 125-136. Hann hitti úr níu af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Alls setti Brooklyn niður 27 þrista í leiknum sem er félagsmet. 40 points on 22 shots 9 threes on 11 attempts@KyrieIrving couldn't miss in the BKN win. pic.twitter.com/aQoLiyVNeF— NBA (@NBA) February 16, 2021 James Harden var með myndarlega þrefalda tvennu fyrir Brooklyn: 29 stig, þrettán fráköst og fjórtán stoðsendingar. Hassan Whiteside skoraði 26 stig og tók sextán fráköst fyrir Sacramento. Stephen Curry var með 36 stig í sigri Golden State Warriors á Cleveland Cavaliers, 129-98. Curry hitti úr sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Golden State er í áttunda sæti Vesturdeildarinnar eftir að hafa verið slakasta lið hennar á síðasta tímabili þegar Curry var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. That Draymond-Steph connection. @Money23Green: 16 assists@StephenCurry30: 36 points pic.twitter.com/yyiyh6BStr— NBA (@NBA) February 16, 2021 Los Angeles Clippers vann fjórða leikinn í röð er liðið bar sigurorð af Miami Heat, 125-118, á heimavelli. Paul George og Kawhi Leonard léku ekki með Clippers í nótt. Marcus Morris skoraði 32 stig fyrir heimamenn og Ivica Zubac var með 22 stig og átta fráköst af bekknum. Jimmy Butler skoraði þrjátíu stig fyrir Miami, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Úrslitin í nótt Utah 134-123 Philadelphia Sacramento 125-136 Brooklyn Golden State 129-98 Cleveland LA Clippers 125-118 Miami Indiana 112-120 Chicago Washington 131-119 Houston NY Knicks 123-112 Atlanta NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Jordan Clarkson skoraði fjörutíu stig af bekknum fyrir Utah sem hefur verið heitasta lið NBA-deildarinnar undanfarnar vikur. Donovan Mitchell skoraði 24 stig og Joe Ingles tuttugu. 40 PTS, 8 3PM for @JordanClarksons 1st UTA player w/ 8 3s off the benchJordan Clarkson leads the @utahjazz to their 19th win in 20 games! pic.twitter.com/If51imbBsx— NBA (@NBA) February 16, 2021 Ben Simmons setti persónulegt met með því að skora 42 stig fyrir Philadelphia sem er enn á toppi Austurdeildarinnar þrátt fyrir þrjú töp í röð. Simmons tók einnig níu fráköst og gaf tólf stoðsendingar í leiknum. Joel Embiid lék ekki með Philadelphia í nótt vegna meiðsla. Career-high 4 2 for @BenSimmons25! pic.twitter.com/kLOi1f5REL— NBA (@NBA) February 16, 2021 Kyrie Irving skoraði fjörutíu stig þegar Brooklyn Nets sigraði Sacramento Kings, 125-136. Hann hitti úr níu af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Alls setti Brooklyn niður 27 þrista í leiknum sem er félagsmet. 40 points on 22 shots 9 threes on 11 attempts@KyrieIrving couldn't miss in the BKN win. pic.twitter.com/aQoLiyVNeF— NBA (@NBA) February 16, 2021 James Harden var með myndarlega þrefalda tvennu fyrir Brooklyn: 29 stig, þrettán fráköst og fjórtán stoðsendingar. Hassan Whiteside skoraði 26 stig og tók sextán fráköst fyrir Sacramento. Stephen Curry var með 36 stig í sigri Golden State Warriors á Cleveland Cavaliers, 129-98. Curry hitti úr sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Golden State er í áttunda sæti Vesturdeildarinnar eftir að hafa verið slakasta lið hennar á síðasta tímabili þegar Curry var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. That Draymond-Steph connection. @Money23Green: 16 assists@StephenCurry30: 36 points pic.twitter.com/yyiyh6BStr— NBA (@NBA) February 16, 2021 Los Angeles Clippers vann fjórða leikinn í röð er liðið bar sigurorð af Miami Heat, 125-118, á heimavelli. Paul George og Kawhi Leonard léku ekki með Clippers í nótt. Marcus Morris skoraði 32 stig fyrir heimamenn og Ivica Zubac var með 22 stig og átta fráköst af bekknum. Jimmy Butler skoraði þrjátíu stig fyrir Miami, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Úrslitin í nótt Utah 134-123 Philadelphia Sacramento 125-136 Brooklyn Golden State 129-98 Cleveland LA Clippers 125-118 Miami Indiana 112-120 Chicago Washington 131-119 Houston NY Knicks 123-112 Atlanta NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Utah 134-123 Philadelphia Sacramento 125-136 Brooklyn Golden State 129-98 Cleveland LA Clippers 125-118 Miami Indiana 112-120 Chicago Washington 131-119 Houston NY Knicks 123-112 Atlanta
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira