Harden leiddi sögulega endurkomu Brooklyn í fjarveru hinna stjarnanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2021 07:31 James Harden átti frábæran leik gegn Phoenix Suns. getty/Christian Petersen Brooklyn Nets stöðvaði sex leikja sigurgöngu Phoenix Suns þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn vann fjögurra stiga sigur, 124-128. Kevin Durant og Kyrie Irving voru ekki með Brooklyn í leiknum í nótt en þriðja stjarnan, James Harden, sýndi mátt sinn og megin. Harden skoraði 38 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Brooklyn sem lenti mest 24 stigum undir í leiknum en munurinn í hálfleik var 21 stig. Brooklyn hefur aldrei komið til baka eftir að hafa verið jafn mörgum stigum undir í hálfleik síðan félagið kom inn í NBA 1976. The Nets trailed by 21 points at halftime of tonight s victory over Phoenix, marking the largest halftime comeback for the Nets since joining the NBA in 1976. pic.twitter.com/MuZNmPsWsZ— NBA.com/Stats (@nbastats) February 17, 2021 Harden kom Brooklyn í fyrsta sinn yfir með þriggja stiga körfu þegar 31 sekúnda var eftir. Hann kláraði svo leikinn með tveimur vítaskotum. Þetta var fjórði sigur Brooklyn í röð. The Beard sparks 24-point comeback @JHarden13's 38 PTS, 7 REB, 11 AST and go-ahead three helps the @BrooklynNets storm back from 24 down to beat PHX! #BrooklynTogether pic.twitter.com/o8GfRhidcy— NBA (@NBA) February 17, 2021 Chris Paul skoraði 29 stig fyrir Phoenix, þar af sautján í 4. leikhluta. Devin Booker gerði 22 stig. Boston Celtics reif sig loks upp eftir dapurt gengi að undanförnu og vann góðan sigur á Denver Nuggets, 112-99, á heimavelli. Jaylen Brown skoraði 27 stig fyrir Boston og Jayson Tatum 21. Nikola Jokic skoraði 43 stig fyrir Denver og Jamal Murray 25. Jaylen Brown's 27 push the @celtics past Denver! #BleedGreen @FCHWPO: 27 PTS, 5 REB, 5 AST pic.twitter.com/cthrndrcD6— NBA (@NBA) February 17, 2021 Los Angeles Lakers vann Minnesota Timberwolves, 104-125, en þetta var fyrsti sigur Lakers í Minnesota síðan í mars 2015. Anthony Davis lék ekki með meisturunum vegna meiðsla. LeBron James skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og tók þrettán fráköst. Dennis Schröder skoraði 24 stig og Montrezl Harrell skilaði sautján stigum af bekknum. LeBron puts up 30 PTS, 13 REB, 7 AST and the @Lakers move to 22-7 on the season! #LakeShow pic.twitter.com/j19hwXUd0f— NBA (@NBA) February 17, 2021 Úrslitin í nótt Phoenix 124-128 Brooklyn Boston 112-99 Denver Minnesota 104-112 LA Lakers Memphis 113-144 New Orleans Milwaukee 113-124 Toronto Oklahoma 104-115 Portland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Kevin Durant og Kyrie Irving voru ekki með Brooklyn í leiknum í nótt en þriðja stjarnan, James Harden, sýndi mátt sinn og megin. Harden skoraði 38 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Brooklyn sem lenti mest 24 stigum undir í leiknum en munurinn í hálfleik var 21 stig. Brooklyn hefur aldrei komið til baka eftir að hafa verið jafn mörgum stigum undir í hálfleik síðan félagið kom inn í NBA 1976. The Nets trailed by 21 points at halftime of tonight s victory over Phoenix, marking the largest halftime comeback for the Nets since joining the NBA in 1976. pic.twitter.com/MuZNmPsWsZ— NBA.com/Stats (@nbastats) February 17, 2021 Harden kom Brooklyn í fyrsta sinn yfir með þriggja stiga körfu þegar 31 sekúnda var eftir. Hann kláraði svo leikinn með tveimur vítaskotum. Þetta var fjórði sigur Brooklyn í röð. The Beard sparks 24-point comeback @JHarden13's 38 PTS, 7 REB, 11 AST and go-ahead three helps the @BrooklynNets storm back from 24 down to beat PHX! #BrooklynTogether pic.twitter.com/o8GfRhidcy— NBA (@NBA) February 17, 2021 Chris Paul skoraði 29 stig fyrir Phoenix, þar af sautján í 4. leikhluta. Devin Booker gerði 22 stig. Boston Celtics reif sig loks upp eftir dapurt gengi að undanförnu og vann góðan sigur á Denver Nuggets, 112-99, á heimavelli. Jaylen Brown skoraði 27 stig fyrir Boston og Jayson Tatum 21. Nikola Jokic skoraði 43 stig fyrir Denver og Jamal Murray 25. Jaylen Brown's 27 push the @celtics past Denver! #BleedGreen @FCHWPO: 27 PTS, 5 REB, 5 AST pic.twitter.com/cthrndrcD6— NBA (@NBA) February 17, 2021 Los Angeles Lakers vann Minnesota Timberwolves, 104-125, en þetta var fyrsti sigur Lakers í Minnesota síðan í mars 2015. Anthony Davis lék ekki með meisturunum vegna meiðsla. LeBron James skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og tók þrettán fráköst. Dennis Schröder skoraði 24 stig og Montrezl Harrell skilaði sautján stigum af bekknum. LeBron puts up 30 PTS, 13 REB, 7 AST and the @Lakers move to 22-7 on the season! #LakeShow pic.twitter.com/j19hwXUd0f— NBA (@NBA) February 17, 2021 Úrslitin í nótt Phoenix 124-128 Brooklyn Boston 112-99 Denver Minnesota 104-112 LA Lakers Memphis 113-144 New Orleans Milwaukee 113-124 Toronto Oklahoma 104-115 Portland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Phoenix 124-128 Brooklyn Boston 112-99 Denver Minnesota 104-112 LA Lakers Memphis 113-144 New Orleans Milwaukee 113-124 Toronto Oklahoma 104-115 Portland
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira