NBA dagsins: Antetokounmpo segir engan heimsendi að tapa fjórum leikjum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2021 14:30 Giannis Antetokounmpo fer ekki á taugum þótt illa gangi hjá Milwaukee Bucks um þessar mundir. getty/Christian Petersen Þrátt fyrir að Milwaukee Bucks hafi tapað fjórum leikjum í fyrsta sinn í tvö ár segir leikmaður liðsins, Giannis Antetokounmpo, enga ástæðu til að örvænta. Milwaukee tapaði fyrir Toronto Raptors á heimavelli í nótt, 113-124. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem Milwaukee tapar fjórum leikjum í röð. Liðið tapaði þá síðustu fjórum leikjunum í úrslitum Austurdeildarinnar fyrir Toronto eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina í einvíginu. Antetokounmpo segist eðlilega vera pirraður eftir slæmu gengi Milwaukee en segist ekki hafa stórar áhyggjur. Milwaukee fær tækifæri til að svara fyrir sig strax á morgun þegar liðið mætir Toronto aftur. „Við höfum tapað fjórum leikjum í röð en erum ekki á heimleið. Þetta er ekki úrslitakeppnin. En auðvitað er þetta svekkjandi. Við viljum vinna, sérstaklega svona stóra leiki,“ sagði Antetokounmpo. „Við verðum að líta á björtu hliðarnar. Við fáum annað tækifæri á morgun. Við þurfum að bæta okkur og þetta er enginn heimsendir.“ Antetokounmpo átti sjálfur mjög góðan leik í nótt; skoraði 34 stig, tók tíu fráköst, gaf átta stoðsendingar, stal boltanum fimm sinnum og varði tvö skot. Eins og svo oft áður í vetur átti Milwaukee í vandræðum í 4. leikhluta í nótt. Antetokounmpo og félagar hafa tapað öllum níu leikjum sínum þar sem þeir hafa verið undir fyrir 4. leikhlutann. Toronto vann síðustu fimm mínútur leiksins í nótt, 12-4. Fred VanVleet skoraði 33 stig fyrir Toronto sem er að koma til eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Pascal Siakam skoraði 23 stig og tók þrettán fráköst. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Milwaukee og Toronto, Phoenix Suns og Brooklyn Nets, Boston Celtics og Denver Nuggets auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 17. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Harden leiddi sögulega endurkomu Brooklyn í fjarveru hinna stjarnanna Brooklyn Nets stöðvaði sex leikja sigurgöngu Phoenix Suns þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn vann fjögurra stiga sigur, 124-128. 17. febrúar 2021 07:31 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Milwaukee tapaði fyrir Toronto Raptors á heimavelli í nótt, 113-124. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem Milwaukee tapar fjórum leikjum í röð. Liðið tapaði þá síðustu fjórum leikjunum í úrslitum Austurdeildarinnar fyrir Toronto eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina í einvíginu. Antetokounmpo segist eðlilega vera pirraður eftir slæmu gengi Milwaukee en segist ekki hafa stórar áhyggjur. Milwaukee fær tækifæri til að svara fyrir sig strax á morgun þegar liðið mætir Toronto aftur. „Við höfum tapað fjórum leikjum í röð en erum ekki á heimleið. Þetta er ekki úrslitakeppnin. En auðvitað er þetta svekkjandi. Við viljum vinna, sérstaklega svona stóra leiki,“ sagði Antetokounmpo. „Við verðum að líta á björtu hliðarnar. Við fáum annað tækifæri á morgun. Við þurfum að bæta okkur og þetta er enginn heimsendir.“ Antetokounmpo átti sjálfur mjög góðan leik í nótt; skoraði 34 stig, tók tíu fráköst, gaf átta stoðsendingar, stal boltanum fimm sinnum og varði tvö skot. Eins og svo oft áður í vetur átti Milwaukee í vandræðum í 4. leikhluta í nótt. Antetokounmpo og félagar hafa tapað öllum níu leikjum sínum þar sem þeir hafa verið undir fyrir 4. leikhlutann. Toronto vann síðustu fimm mínútur leiksins í nótt, 12-4. Fred VanVleet skoraði 33 stig fyrir Toronto sem er að koma til eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Pascal Siakam skoraði 23 stig og tók þrettán fráköst. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Milwaukee og Toronto, Phoenix Suns og Brooklyn Nets, Boston Celtics og Denver Nuggets auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 17. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Harden leiddi sögulega endurkomu Brooklyn í fjarveru hinna stjarnanna Brooklyn Nets stöðvaði sex leikja sigurgöngu Phoenix Suns þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn vann fjögurra stiga sigur, 124-128. 17. febrúar 2021 07:31 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Harden leiddi sögulega endurkomu Brooklyn í fjarveru hinna stjarnanna Brooklyn Nets stöðvaði sex leikja sigurgöngu Phoenix Suns þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn vann fjögurra stiga sigur, 124-128. 17. febrúar 2021 07:31