Brooklyn vann vængbrotna meistara Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2021 07:30 James Harden heldur áfram að spila vel fyrir Brooklyn Nets. getty/Katelyn Mulcahy Brooklyn Nets sigraði meistara Los Angeles Lakers, 98-109, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. James Harden skoraði 23 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Brooklyn sem hefur unnið fimm leiki í röð. Kyrie Irving skoraði sextán stig fyrir Brooklyn en Kevin Durant var fjarri góðu gamni í nótt. The Beard helps the @BrooklynNets defeat LAL and win their 5th straight game! #BrooklynTogether @JHarden13: 23 PTS, 11 AST pic.twitter.com/NtmDjctCu0— NBA (@NBA) February 19, 2021 LeBron James skoraði 32 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Lakers sem saknaði bæði Anthonys Davis og Dennis Schröder. Toronto Raptors vann Milwaukee Bucks, 96-110, í annað sinn á þremur dögum. Þetta var fimmta tap Milwaukee í röð. Norman Powell nýtti tækifærið í byrjunarliði Toronto vel og skoraði 29 stig. Pascal Siakam var með 27 stig. Giannis Antetokounmpo var að venju atkvæðamestur hjá Milwaukee. Hann skoraði 23 stig, tók tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar. Norman Powell (29 PTS) and Pascal Siakam (27 PTS) push the @Raptors past Milwaukee! #WeTheNorth pic.twitter.com/3lTwCeXHhy— NBA (@NBA) February 19, 2021 Þá sigraði Miami Heat Sacramento Kings á útivelli, 110-118. Jimmy Butler og Bam Adebayo voru báðir með þrefalda tvennu í liði Miami. Butler skoraði þrettán stig, tók tíu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar og Adebayo var með sextán stig, tólf fráköst og tíu stoðsendingar. Tyler Herro var stigahæstur í liði Miami með 27 stig. Jimmy Butler and Bam Adebayo become the first pair of teammates in NBA history to both record triple-doubles in the same game on multiple occasions.@JimmyButler: 13 PTS, 10 REB, 13 AST@Bam1of1: 16 PTS, 12 REB, 10 AST pic.twitter.com/gxOd6vtnXd— NBA (@NBA) February 19, 2021 Úrslit næturinnar LA Lakers 98-106 Brooklyn Milwaukee 96-110 Toronto Sacramento 110-118 Miami NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
James Harden skoraði 23 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Brooklyn sem hefur unnið fimm leiki í röð. Kyrie Irving skoraði sextán stig fyrir Brooklyn en Kevin Durant var fjarri góðu gamni í nótt. The Beard helps the @BrooklynNets defeat LAL and win their 5th straight game! #BrooklynTogether @JHarden13: 23 PTS, 11 AST pic.twitter.com/NtmDjctCu0— NBA (@NBA) February 19, 2021 LeBron James skoraði 32 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Lakers sem saknaði bæði Anthonys Davis og Dennis Schröder. Toronto Raptors vann Milwaukee Bucks, 96-110, í annað sinn á þremur dögum. Þetta var fimmta tap Milwaukee í röð. Norman Powell nýtti tækifærið í byrjunarliði Toronto vel og skoraði 29 stig. Pascal Siakam var með 27 stig. Giannis Antetokounmpo var að venju atkvæðamestur hjá Milwaukee. Hann skoraði 23 stig, tók tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar. Norman Powell (29 PTS) and Pascal Siakam (27 PTS) push the @Raptors past Milwaukee! #WeTheNorth pic.twitter.com/3lTwCeXHhy— NBA (@NBA) February 19, 2021 Þá sigraði Miami Heat Sacramento Kings á útivelli, 110-118. Jimmy Butler og Bam Adebayo voru báðir með þrefalda tvennu í liði Miami. Butler skoraði þrettán stig, tók tíu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar og Adebayo var með sextán stig, tólf fráköst og tíu stoðsendingar. Tyler Herro var stigahæstur í liði Miami með 27 stig. Jimmy Butler and Bam Adebayo become the first pair of teammates in NBA history to both record triple-doubles in the same game on multiple occasions.@JimmyButler: 13 PTS, 10 REB, 13 AST@Bam1of1: 16 PTS, 12 REB, 10 AST pic.twitter.com/gxOd6vtnXd— NBA (@NBA) February 19, 2021 Úrslit næturinnar LA Lakers 98-106 Brooklyn Milwaukee 96-110 Toronto Sacramento 110-118 Miami NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira